Skökk forgangsröðun, gerbreytt staða.

Það er hægt að taka undir öll meginatriði þeirra krafna sem Suðurnesjamenn gera um ráðstafanir til að rétta úr kútnum eftir hrunið, raunar öll nema eitt.

Það er dágóður listi sem þeir birta en eitt atriði hans á ekki heima efst á listanum heldur neðst í besta falli.

Í útvarpsviðtali fyrir skömmu sagði Þórir Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingastofu, að öll hin mörgu útlendu fyrirtæki sem sæktust eftir að kaupa íslenska orku hrykkju frá þegar þau gerðu sér grein fyrir því að einn risastór aðili, álverið í Helguvík, væri fyrir á fleti. 

Forráðamenn þessara fyrirtækja kunna að reikna og láta ekki blekkja sig með óskhyggjukenndum loforðum.  

Þetta hefði ekki verið vandamál þegar fyrsta álverið í Straumsvík var reist. Þá var vitað nákvæmlega hve mikil orka væri fyrir hendi við Búrfell og að afgangur yrði af henni, vegna þess að hún var vatnsaflsvirkjun.

Nú eru aðstæðar þveröfugar og þeir Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson lýstu því vel í Morgunblaðsgrein.

Þar kom fram að engin leið er að vita með vissu hve mikla orku er hægt að fá á hverju svæði jarðvarmavirkjana fyrr en eftir vinnslu í einhver x ár. Ef þá kemur í ljós að of miklu sé pumpað upp, sé vinnslan bara minnkuð eftir þörfum svo að hún geti talist endurnýjanleg.

Það sem vantaði á þessa lýsingu var ekki var minnst á þarfir risakaupandans, sem ekki getur búið við það að vinnslan sé minnkuð. Munurinn síðan 1960 er sá að enginn veit með vissu hve mikil orka fæst á hverjum stað og sérfróðir menn geta rifist um það endanlaust gagnstætt því sem er um vatnsaflsvirkjanir. 

Guðni Jóhannesson orkumálastjóri hefur sagt að af þessum sökum sé það kolröng stefna að selja fyrst einum risakaupandi svo mikla orku að enginn geti vitað um það fyrirfram hvernig það dæmi muni enda eða hvort og þá hve mikið verði eftir hana öðrum kaupendum.

Réttara sé að fara hægar í virkjanasakirnar, virkja yfirvegað og örugglega og bæta við smærri kaupendum eftir því sem málum vindur fram.

Af þessu leiðir að álver í Helguvík ekki aðeins öfugu megin á listanum, sem göngumenn setja upp í kröfugerð sinni, heldur væri það glapræði gagnvart framtíðinni að hafa hana yfirleitt á listanum.

Ég hef grun um að forráðamenn erlendu fyrirtækjanna, sem álver í Helguvík hrekur í burtu, viti meira um eðli þessa máls en þeir sem draga upp óraunsæja og óábyrga glansmynd af eðli þessa máls.   

 

 


Þess vegna   


mbl.is Vilja samstöðu með Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennedy og Johnson samanlagðir.

John F. Kennedy kom með glæsileik og ferskleika inn í bandarísk stjórnmál 1960. Þetta gerðist ekki aftur í sama mæli fyrr en 2008 með tilkomu Baracks Obama. 

Kennedy tókst ekki, þrátt fyrir glæsileika sinn að koma miklu í verk. Það er helst geimferðaáætlun hans sem menn minnast og það hvernig honum tókst með skynsemi og lagni að koma í veg fyrir heimsstyrjöld í Kúbudeilunni 1963.

Það kom í hlut stjórnmálarefsins Lyndon B. Johnsons að fylgja stefnu Kennedys í mannréttindamálum eftir og hrinda meiri umbótum í réttindamálum minnihlutahópa og fleiri félagslegum atriðum en nokkrum öðrum forseta hafði tekist.  

Johnson þurfti hins vegar að sæta því að hans er mest minnst fyrir hið misheppnaða Vietnamstríð og klækjastjórnmála.  

Síðustu vikur hafa menn í vaxandi mæli verið að bollaleggja um það að þrátt fyrir glæsilega og ferska framgöngu yrði hlutskipti Obama svipað og Kennedys, að koma litlu sem engu í verk af því sem hann hefur sett fram sem stefnu sína.

Það munaði að vísu litlu að heilbrigðiskerfisfrumvarp hans yrði fellt en það komst þó í gegn.

Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Obama því að fyrirrennurum hans sem reyndu umbætur á þessu kerfi mistókst öllum.

Nú hefur aftur kviknað von um að Obama verði jafn mikilvirkur forseti og þeir Kennedy og Johnson voru samanlagt þótt margt sé honum mótdrægt á ymsum sviðum.    

 


mbl.is Sigur fyrir Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband