Kennedy og Johnson samanlagðir.

John F. Kennedy kom með glæsileik og ferskleika inn í bandarísk stjórnmál 1960. Þetta gerðist ekki aftur í sama mæli fyrr en 2008 með tilkomu Baracks Obama. 

Kennedy tókst ekki, þrátt fyrir glæsileika sinn að koma miklu í verk. Það er helst geimferðaáætlun hans sem menn minnast og það hvernig honum tókst með skynsemi og lagni að koma í veg fyrir heimsstyrjöld í Kúbudeilunni 1963.

Það kom í hlut stjórnmálarefsins Lyndon B. Johnsons að fylgja stefnu Kennedys í mannréttindamálum eftir og hrinda meiri umbótum í réttindamálum minnihlutahópa og fleiri félagslegum atriðum en nokkrum öðrum forseta hafði tekist.  

Johnson þurfti hins vegar að sæta því að hans er mest minnst fyrir hið misheppnaða Vietnamstríð og klækjastjórnmála.  

Síðustu vikur hafa menn í vaxandi mæli verið að bollaleggja um það að þrátt fyrir glæsilega og ferska framgöngu yrði hlutskipti Obama svipað og Kennedys, að koma litlu sem engu í verk af því sem hann hefur sett fram sem stefnu sína.

Það munaði að vísu litlu að heilbrigðiskerfisfrumvarp hans yrði fellt en það komst þó í gegn.

Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Obama því að fyrirrennurum hans sem reyndu umbætur á þessu kerfi mistókst öllum.

Nú hefur aftur kviknað von um að Obama verði jafn mikilvirkur forseti og þeir Kennedy og Johnson voru samanlagt þótt margt sé honum mótdrægt á ymsum sviðum.    

 


mbl.is Sigur fyrir Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef fulla trú á því að Obama muni koma miklu í verk og eigi eftir að gera margar og mikilvægar breytingar, heima fyrir og fyrir veröldina í heild. Hann er mikill mannréttinda og friðarsinni sem mun þrýsta á um úrbætur á mörgum sviðum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð upprifjun og hugleiðing. Ég tel þó að morðið á Kennedy hafi orðið til þess að það tókst að koma ýmsum réttindamálum áfram. Vissulega var Lyndon Johnson klækjarefur en hann á samt mjög merkilegan stjórnmálaferil og kom miklu til leiðar. Johnson hafði ekki skipt sér mikið af utanríkismálum þangað til hann varð forseti og það er kaldhæðni örlaganna að hans skuli minnst fyrir styrjöld sem hann hafði í raun aldrei neinn áhuga á en tók við og sogaðist inn í. Vandi hans þar var e.t.v. að hafa ekki nógu góða ráðgjafa í utanríkis- og hermálum. En Johnson var merkur forseti.

Ég taldi miklu skipta að fá Obama fyrst og fremst til að Bandaríkin næðu sæmilegri sátt við umheiminn eftir ólukkutímabil George W.Bush. Það er djarft af Obama að ætla að koma á umbótum í heilbrigðismálum eins og hann stendur í nú. Bill Clinton tókst það ekki.

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: el-Toro

það er nú ekkert skrýtið að LBJ sé minnst fyrir víetnam stríðið.  hvernig það hófst allt saman, hvort það sé honum að kenna er svo annað mál.  hann var forsetin svo hann varð að taka ábyrgðina á "gulf of tonkin incident", alveg eins og kennedy þurfti að taka ábyrgð á misheppnaðri innrás CIA á kúbu nokkru eftir að kastró hafði náð þar völdum.

el-Toro, 8.11.2009 kl. 16:33

4 identicon

Nú er Obama kominn áleiðis með að koma frumvarpi sínu í heilbrigðismálum fram.

Þarna er hann að stíga smá skref í áttina að velferðarkerfi sem norrænir jafnaðarmenn

hafa fyrir löngu komið á í sínum heimalöndum.

Gott hjá Obama!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 17:00

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála Jóni Magnússyni að Johnson var einn af merkari forsetum Bandaríkjanna. Auðvitað hefði verið betra að hann hefði verið óumdeilanlegur og ljúfur karakter en stjórnmálamenn eru kosnir til að koma málum í framkvæmd og því má ekki gleyma.

Það er hins vegar ómetanlgur bónus ef viðkomandi hrífur með sér fólk og ber fram frábæran boðskap eins og Martin Lúter King, Gandí og Nelson Mandela gerðu.

Og sumir stjórnmálamenn eru einfaldlega á undan samtíð sinni og verða því oft ekki metnir að verðleikium fyrr en eftir þeirra dag.

Ómar Ragnarsson, 8.11.2009 kl. 17:26

6 identicon

Ég held að þessi maður sé stórhættulegur. Allir hans ráðherrar og styrktaraðilar eru Wall Street menn og hann er brúða þeirra. 

Síðasti alvöru forseti USA var John F. Kennedy en hann var myrtur af CIA þar sem hann fór aðeins yfir strikið (vildi hætta í stríðinu og breyta uppsetningu bankakerfsins og fl. þ.e. taka af þeim völdin af genginu og fl). Obama verður verri forseti en Bush hvað heimsbyggðina varðar, hann er blekking til að róa fólkið á meðan stefna þeirra sem styrktu bæði hann og Bush til valda heldur áfram. Það er sama baklandið að þessum mönnum og þeir gera ekki neitt sem fjármagnseigendum mun mislíka ætli þeir að halda lífi sínu.

Obama hefur nánast ekki gert neitt af því sem hann lofaði. Nú nýverið fékk hann friðarverðlaun nobels fyrir að hafa ekki gert neitt annað en auka herafla USA víða um heim, og þá sérstaklega í Afganistan. Herir USA hafa undir hans stjórn aukist í kringum Rússland og Kína sem engin heilvita maður skilur neitt í. Nobels nefndinni hlýtur að hafa verið mútað á einhvern hátt þar sem maðurinn hefur ekkert gert fyrir frið í heiminum - en verðlaunin eru fullkomin til að auka traust á þessum manni í heiminum. Sem þýðir að hann fær að leika lausum hala.

Enginn forseti hefur verið auglýstur jafn mikið sem traustsins verður eins og Obama, markaðsetningin á honum er alger. Eftir 4 ár mun hann verða blóraböggul þessara manna sem að baki honum standa sem eru stórfjármagnseigendur. Obama hverfur og þeir styðja nýjan mann til dáða sem blindar heiminn á meðan þeir vinna ótrauðir að markmiði sínu sem kallast The New World Order sem Obama er þegar byrjaður að tala um.

The New World Order er ein ríkistjórn og einn stór banki fyrir alla heimsbyggðina. Þegar byrjað að gerast - Evrópusambandið er til að mynda að þróast í að verða ein ríkistjórn (af hverju..??) yfir allri Evrópu (ef við förum í ESB verður þetta eins og árið 1918, við verðum með heimastjórn...), og USA, Kanada og S-Ameríka eru búin að búa til leynilegt (ekki lengur..) bandalag líkt og Evrópusambandið, svo er það bandalögin í Asíu - og á endanum verður þetta allt steypt saman undir eina Jarðarríkisstjórn þar sem þessir sömu fjármagnseigendur og þeirra niðjar hafa tangarhald á stjórnmálamönnunum og bankakerfinu sem auðveldar þeim töluvert lífið. 

Bankahrunið er hluti af þessu, þetta virðist planað enda eru þessir menn á bak við fjármálaheiminn á jörðinni og stjórna öllu gengi. Ef flestallir bankar hrynja tapast traust og þeir koma svo með nýjan banka sem tekur yfir sem mun líklega kallast New World Bank eða Bank of the World.

Fyrstu forsetar USA vissu að fjármagnseigendur yrðu mesti óvinur heimsins fengu þeir vald yfir peningakerfum heimsins. 3 forseti USA, Thomas Jefferson sagði árið 1802, öld áður en bankamönnum var gefinn laus taumurinn:

 "I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies. If the American people ever allow private banks to control the issue of their currency, first by inflation, then by deflation, the banks and corporations that will grow up around them will deprive the people of all property until their children wake-up homeless on the continent their fathers conquered. The issuing power should be taken from the banks and restored to the people, to whom it properly belongs."

Þetta þurfum við að gera - að stjórn bankanna á fjárhagskerfum heimsins verði færð frá þeim. Dæmi um þetta er :

Obama mælti fyrir því að GEFA um 700 milljarða til bankanna til að bjarga þeim. Flestum þingmönnum fannst þetta fásinna en hann kom þessu í gegn þar sem traustið á honum er svo mikið. Þessir 700 milljarðar eru horfnir og voru aldrei notaðir til að bjarga bönkunum þegar eigendur þeirra fengu hann í hendur - þeir voru líklega notaðir í að kaupa upp fyrirtæki og beint í vasa einhverra þessa manna. USA fékk svo 700 milljarða LÁNAÐA frá bönkunum nýverið MEÐ VÖXTUM. Hversu sjúkt er það að bankar láni USA sína eigin peninga? Þetta verður að stöðva, þessir bankamenn leika sér að heiminum eins og með Monopoly.

Þessir sömu fjármagnseigendur og fjölsk. þeirra sem standa á baki Obama studdu m.a. þessa menn til dáða:

Lenín, Stalín, Maó, Hitler.

Án stuðnings þeirra t.d. við Hitler hefði ALDREI orðið nein seinni heimsstyrjöld því Hitler hefði aldrei komist af án olíunnar frá USA sem var í  eigu þessara fjölskyldna.
Stríð er = gróði því þjóðin sem er að fara í stríð fær formúgur lánaðar hjá banka og þarf að greiða til baka með vöxtum. Það verður aldrei friður á jörðinni nema fjármagnskerfinu verði breytt.

Eftir að hafa séð eftirfarandi heimildarmynd um þessa fjármagnseigendur og Obama sem er m.a. unnin af rannsóknarblaðamönnum verður maður meiriháttar skelkaður því allt kemur heim og saman...

 The Obama Deception:
http://www.youtube.com/watch?v=eAaQNACwaLw&feature=related

Linda (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband