16.12.2009 | 18:08
Forsmekkur af því sem koma skal.
Forstjóri Boeing-verksmiðjanna sagði á sínum tíma þegar Draumfari, nýjasta þota verksmiðjanna var kynnt, að koltrefjaefni væru smíðaefni framtíðarinnar í flugvélum.
Aðalástæðan er hve mikið vinnuafl það sparar, því að til þess að setja saman flugvél úr áli, þarf að hnoða þúsundir hnoðnagla á samskeytum álplatnanna sem vélin er gerð úr og þetta verk vinna hundruð starfsmanna.
Mest selda einkaflugvél heims undanfarin ár, Cirrus, er algerlega úr trefjaefnum og sama er að segja um margar aðrar litlar vélar og hafa meira að segja Cessna-verksmiðjurnar bætt vél úr slíkum efni í flota sinn.
Yfirborð trefjaefnanna er algerlega slétt en ekki alsett hnoðum eins og samsvarandi álplötur í vængjum og þess vegna er loftmótstaða minni.
Koltrefjaefnin ryðja sér líka til rúms á öðrum sviðum, svo sem í bílaframleiðslu.
![]() |
Draumfari fór á flug í fyrsta skipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
16.12.2009 | 10:45
Hvernig var þetta hægt?
Aldrei var því um Álftanes spáð /
að ættjörðin frelsaðist þar.
Þessar gömlu hendingar koma í hugann þegar fréttir berast af ótrúlegum hremmingum í rekstri þessa sveitarfélags. Ljóst virðist að fjármál ættjarðarinnar muni varla frelsast á Álftanesi.
Nokkur sveitarfélög á suðvesturhorni landsins hafa verið talin afar vel sett hvað snertir staðsetningu og afkomu íbúanna, sem tekjur sveitarfélaganna hafa byggst á.
Seltjarnarnes og Garðabær hafa verið nefnd í þessu sambandi og hafa þessi sveitarfélög þó ekki tekjur af höfnum. Þessi sveitarfélög njóta þess að vera hluti af höfuðborgarsvæðinu.
Í Garðabæ eru allmörg atvinnufyrirtæki sem gefa tekjur og eitthvað af þeim er á Seltjarnarnesi. Mér er þó ekki kunnugt um neitt á Álftanesi.
Við erum vön því að fámenn og afskekkt sveitarfélög úti á landi eigi í erfiðleikum og þess vegna kemur það spánskt fyrir sjónir að Álftanes skuli nú komið þangað sem raun ber vitni.
Spurningin er einföld: Hvernig var þetta hægt? Hvaða eftirlit er með slíku? Fáum við fleiri slík dæmi í hausinn á næstu árum?
![]() |
Þyrfti að skera niður um 70% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)