Hvernig var þetta hægt?

 

Aldrei var því um Álftanes spáð   /

að ættjörðin frelsaðist þar. 

 

Þessar gömlu hendingar koma í hugann þegar fréttir berast af ótrúlegum hremmingum í rekstri þessa sveitarfélags. Ljóst virðist að fjármál ættjarðarinnar muni varla frelsast á Álftanesi.

Nokkur sveitarfélög á suðvesturhorni landsins hafa verið talin afar vel sett hvað snertir staðsetningu og afkomu íbúanna, sem tekjur sveitarfélaganna hafa byggst á. 

Seltjarnarnes og Garðabær hafa verið nefnd í þessu sambandi og hafa þessi sveitarfélög þó ekki tekjur af höfnum. Þessi sveitarfélög njóta þess að vera hluti af höfuðborgarsvæðinu. 

Í Garðabæ eru allmörg atvinnufyrirtæki sem gefa tekjur og eitthvað af þeim er á Seltjarnarnesi. Mér er þó ekki kunnugt um neitt á Álftanesi.

Við erum vön því að fámenn og afskekkt sveitarfélög úti á landi eigi í erfiðleikum og þess vegna kemur það spánskt fyrir sjónir að Álftanes skuli nú komið þangað sem raun ber vitni.

Spurningin er einföld: Hvernig var þetta hægt? Hvaða eftirlit er með slíku?  Fáum við fleiri slík dæmi í hausinn á næstu árum?   


mbl.is Þyrfti að skera niður um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndi því miður reikna með fleiri slíkum dæmum, og það sennilega fyrr en seinna.

Vonandi verður farið ítarlega ofan í saumana á reikningum Álftanes, ekki síst leigusamning þeirra við Fasteign hf.  Og mjög fróðlegt væri að vita hverjir eiga og reka það félag? 

ASE (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Getur verið að Sigurður rafvirki, fyrrverandi bæjarstjóri hafi ekki verið jarðtengdur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.12.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) um rannsókn á fjárreiðum og rekstri sveitarfélagsins Álftaness má nálgast hér.

Sveitarfélagið Álftanes

Ef Álftanes verður sameinað öðru sveitarfélagi þurfa íbúar þess að greiða skuldir Álftaness.

Fasteign hf. - Ársreikningur 2008

Eignarhaldsfélagið Fasteign

Þorsteinn Briem, 16.12.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aldursskipting íbúa á Álftanesi er sveitarfélaginu mjög óhagstæð þannig að þar er mikið af yngri borgurum sem sveitarfélagið hefur mikil útgjöld af. Þá hefur stjórnunarstefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að verktakar hafa stýrt meira og minna hraða framkvæmda og það oft á kostnað sveitarfélagsins. Þannig hefur sveitarfélagið haft nánast engar tekjur af lóðasölu og gatnagerðargjöld hafa einnig skilað sér illa. Þá hafa framkvæmdir við sundlaug og íþróttahús verið sveitarfélaginu ofviða.

Þetta voru þau atriði sem Sigurður fráfarandi bæjarstjóri minntist á í sínum málflutningi á frægum fundi í sumar þegar Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi upp fyrri meirihlutann. Sennilega á það síðar eftir að koma þeim í koll enda virðast þeir hafa gert þessa byltingu í einhverju bríaríi án þess að gera sér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Flestir íbúar Álftaness sem Mosi hefur rætt við, eru mjög daprir yfir þessum málum og telja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gerst offarri í þessum vandræðum. En það er stundum sem kappið eftir völdum beri skynsemina ofurliði og hlaupi með menn út í meiri vandræði en kannski efni standa til.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.12.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband