25.12.2009 | 17:13
Rímar ekki við mína reynslu.
Þessi nýja rannsókn á mataræði, sem þessi pistill er tengdur við, ruglar mann alveg í ríminu og niðurstöður hennar ríma ekki við mína reynslu.
Vegna lifrarbrests, sem olli stíflugulu, ofsakláða og svefnleysi, varð ég að taka upp þannig mataræði í þrjá mánuði í fyrra að borða sem allra minnsta fitu.
Árangurinn lét ekki á sér standa. Ég léttist um 16 kíló á þremur mánuðum !
Eftir að þessum kúr linnti náði ég öllum 16 kílóunum aftur á átta mánuðum.
Ég breytti um mataræði, minnkaði fitu- og sykurát og náði 7 kílóum í burtu.
Aftur slakaði ég á og hef nú bætt á mig 8 kílóum. Framundan er að létta sig aftur og ég kann ekkert annað ráð en það sem hefur reynst best áður.
Vegna hnémeiðsla get ég ekki stundað eins ákaft fitubrennsluathæfi og áður og verð því að nýta mataræðið meira en áður var.
Misvísandi niðurstöður rannsókna nú um áratuga skeið eru undraverðar og vekja satt að segja ekki mikla trú á vísindum um þessi mál.
![]() |
Feitur matur fitar ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.12.2009 | 12:45
Enginn verður óbarinn...
Loksins hefur gamalt máltæki sannast og ekki bara það, heldur orðið lengra og fyllra.
Í núverandi mynd hljóðar máltækið:
Enginn verður óbarinn biskup, og því síður óbarinn páfi.
![]() |
Hefur áður reynt að berja páfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)