26.12.2009 | 13:12
Siðlegt, sanngjarnt og skynsamlegt?
Fyrirkomulag skattheimtu á einstaklingum og fyrirtækjum er eitt vandasamasta úrlausnarefni stjórnmálanna.
Hvar á að draga línurnar varðandi það hvaða tekjur teljist persónulegar og beri þannig fullan skatt sem slíkar og hvaða tekjur teljist tekjur atvinnurekstrar, jafnvel þótt starfsmaðurinn sé bara einn?
Það mátti færa rök að því að lækkun tekjuskatts á fyrirtæki yki umsvif og veltu, gerði Ísland samkeppnisfærara við önnur lönd og væri ríkissjóði og þjóðfélaginu þannig í hag.
Á móti kom að vaxandi mismunur á skattgreiðslum einstaklinga og fyrirtækja efldi viðleitni til að hagræða málum til að nýta sér þennan mun.
Það hefur verið hægt að gera það á löglegan hátt og jafnframt rökstyðja hvert tilfelli með því að aðeins væri verið að gera það sama og aðrir væru að gera.
Nú kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi bent á ríkisvaldið hefði getað farið "aðrar leiðir" til að láta einkahlutafélög axla sinn hluta af auknum skattbyrðum til að minnka halla ríkissjóðs.
Þessi umræða þarf nú að hefjast og nauðsynlegt væri að Samtök atvinnulífsins gerðu opinberar það sem þau kalla "aðrar leiðir" svo að hægt sé að fjalla um þetta á vitrænan hátt.
![]() |
Ekki hlustað á varnaðarorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)