Siðlegt, sanngjarnt og skynsamlegt?

Fyrirkomulag skattheimtu á einstaklingum og fyrirtækjum er eitt vandasamasta úrlausnarefni stjórnmálanna. 

Hvar á að draga línurnar varðandi það hvaða tekjur teljist persónulegar og beri þannig fullan skatt sem slíkar og hvaða tekjur teljist tekjur atvinnurekstrar, jafnvel þótt starfsmaðurinn sé bara einn?

Það mátti færa rök að því að lækkun tekjuskatts á fyrirtæki yki umsvif og veltu, gerði Ísland samkeppnisfærara við önnur lönd og væri ríkissjóði og þjóðfélaginu þannig í hag.

Á móti kom að vaxandi mismunur á skattgreiðslum einstaklinga og fyrirtækja efldi viðleitni til að hagræða málum til að nýta sér þennan mun.

Það hefur verið hægt að gera það á löglegan hátt og jafnframt rökstyðja hvert tilfelli með því að aðeins væri verið að gera það sama og aðrir væru að gera.

Nú kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi bent á ríkisvaldið hefði getað farið "aðrar leiðir" til að láta einkahlutafélög axla sinn hluta af auknum skattbyrðum til að minnka halla ríkissjóðs.   

Þessi umræða þarf nú að hefjast og nauðsynlegt væri að Samtök atvinnulífsins gerðu opinberar það sem þau kalla "aðrar leiðir" svo að hægt sé að fjalla um þetta á vitrænan hátt.  


mbl.is Ekki hlustað á varnaðarorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf hefur verið vitað hverjir hefðu breiðu bökin

www.visir.is Ríkisstjórnin fann breiðu bökin
  • Þeir sem hafa breiðu bökin eru réttir og sléttir launamenn einkum og sérstaklega þeir sem vinna erfiðustu vinnuna og starfa ævinlega eftir umsömdum launatöxtum verkalýðsfélanna.
  • Það eru þeir sem alltaf hafa verið varnarlausir í þjóðfélaginu og hafa búið við handónýt stéttarfélög í áratugi. Á þetta fólk (því launafólk er af tveim kynjum) hefur ætíð verið auðvelt að leggja auknar skattabyrðar.
  • En úgerðarmanns afkomandinn þykist ekkert um þetta vita, en  hann sem tilheyrir stétt fólks sem aldrei hefur þurft að greiða neina skatta heldur látið verkafólk til sjós og lands halda sér uppi. Þessir aðilar hafa engin bök til að bera eitt né neitt.
  • Fyrir nokkrum árum gátu svo nefndir einyrkjar eða fólk sem ráku lítil einkafyrirtæki, breytt þeim í ehf og losnað þannig við að greiða skatta til samfélagsins. Ekkert útsvar greitt til sveitarfélaganna og síðan 15 til 18% skatta af tekjum og 10% skatt af tilteknu hlutfalli af tekjum sínum.
  • Þar áður gátu einyrkjar og þeir sem höfðu nokkra menn í vinnu í einkafyrirtækjum komið málum sínum þannig fyrir að þeir fengju engin laun og greiddu enga skatta. Þeir lifðu af því að taka neyslufé út úr fyrirtækjunum. Þetta fyrirkomulag var alltaf liðið uns lögum var breytt og þeir sm voru í atvinnurekstri stofnuðu EHF.

Eða eins og þetta heitir á fagmáli:
„Allmargir einyrkjar hafa rekstur sinn í formi einkahlutafélags. Þar má nefna trillukarla, eigendur lítilla vinnuvéla, vörubílstjóra og sérfræðinga af ýmsu tagi. Skattur þeirra hefur verið reiknað endurgjald að viðbættum fjármagnstekjuskatti”.

  • Skattalögum var breytt nú fyrir jólin í þá veru að fari arðgreiðslur yfir 20% af eigin fé skal helmingur þeirra skilgreindur sem tekjur og bera tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts. Við þetta hækkar skatturinn umtalsvert, í um 50% í stað 18% áður. Þarna getur munað hundruðum þúsunda króna á ári, jafnvel milljónum.
  • Þessir menn eiga m.ö.o. að greiða svipaðan skatt og þeir sem eru með breiðu bökin af hluta tekna sinna.
    „Skattasérfræðingar búast við að hundruð nýrra sameignar- og samlagsfélaga verði stofnuð á milli jóla og nýárs. Ástæðan er sú að einyrkjar sem haft hafa rekstur sinn í formi einkahluta-félaga flýja þannig stórhækkaða skatta sem Alþingi samþykkti rétt fyrir jól”.(RUV)

Þannig ætla þessir menn í einkarekstrinum að lækka skatta sína aftur.

Ekki geta launamenn flúið skattkerfið með þessum hætti, enda með breið bök.

  • Allar götur frá því 1959 þegar Sjálfstæðisflokkurinn setti hér á neysluskatta upp á 19% með engum undanþágum nema fyrir þá sem voru í sérgæskustéttunum. Síðan með lækkuðum tekjuskatti hafa skattar verið með þeim hætti að þeir voru óhagstæðir launamönnum.
  • Loksins núna  við þær hrikalegu aðstæður í þjóðfélaginu þegar stjórnmálaflokkur atvinnu-rekenda og fjármagnseigenda er búinn að kollsigla þjóðfélaginu er verið að stíga fyrstu skrefin til að lagfæra örlítið skattaálögurnar þannig að þessir sem stunda atvinnurekstur og eða hafa tekjur af fjámagni skulu hækka verulega í sköttum og láglaunamenn munu fá miklu minni skattahækkanir.

Nú er dæminu loksins snúið við.

Er nema von, að þessir aðilar einkum útgerðarmenn séu ósáttir.

  • Ef þessum stjórnmálamönnum sárnar þessar skattahækkanir er vert að hafa í huga. Það eru ekki þeir sem neyðast til að hækka skatta nú til að greiða skuldir samfélagsins sem standa fyrir þessum auknu álögum.
  • Heldur eru það þeir, sem skuldsettu þjóðina sem hækkuðu með því skattana.

Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Getur ekki verið mikill stærðarmunur á einkahlutafélagi og einkahlutafélagi ?  Ég veit ekki meir en man eftir þessari ársgömlu grein.

Pétur Þorleifsson , 26.12.2009 kl. 13:32

3 identicon

Í þessu er sannleikanum haldið vel til haga varðandi skattlagningu ehf félögum:

1) Sérhverju ehf er skilt að greiða stjórnanda sínum lágmarks endurgjald háð stærð félagsins. Slíkt endurgjald er fyrir sérfræðinga frá 600-800 þúsund á mánuði.

2) Áður en arður er greiddur út verður félagið að greiða tekjuskatt sinn. Ef um er að ræða 18% tekjuskatt á fyrirtæki og 18% fjármagnstekjuskatt er augljós að af einni milljón munu að hámarki renna til hluthafa 670 þúsund þ.e. 33% skattur. 

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég held að það sé engin ástæða til þess að halda hlífðarhendi yfir mestu skattsvikurum og lögbrjótum síðustu áratuga, lögfræðingum og tannlæknum.  Þetta pakk þarf bara að skilja að það þarf líka að leggja til aur til þess að hægt sé að halda þjóðfélginu gangandi.  Þessar afætur sem lifa í vellistingum en borga vinnukonu útsvar sökum skattsvika, þurfa líka að leggja sitt að mörkum.  Burt með þessar ógeðslegu afætur!  sem hugsa um það eitt að skara eld að sinni eigin köku.

Guðmundur Pétursson, 26.12.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hafðu þökk fyrir að tala fyrir okkur báða Guðmundur Pétursson!

Árni Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 20:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lögfræðingar og tannlæknar eru sem sagt mestu skattsvikarar og lögbrjótar síðustu áratuga en ekki útgerðarmenn eða einhverjir aðrir.

Það vantar hér ekki sleggjudómana að vanda hjá frjálslyndum!

Og hverju skilar þetta endalausa órökstudda blaður í þeim?!

Akkúrat ekki neinu. Rúnir "öllu" fylgi.

Þorsteinn Briem, 27.12.2009 kl. 00:03

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. dálítið varasamt, að hækka skatta í kreppu.

Ástæðan er sú, að hækkun skatta eins og hækkun vaxta gerir einnig, minnkar það fjármagn sem þeir aðilar sem verða fyrir barðinu á þeirri hækkun hafa til umráða.

Þannig, minnkar það fjármang sem þeir hafa til umráða, til allra hluta og afleiðingin er fullkomlega fyrirsjáanleg, aukinn samdráttur.

----------------------------------

Hækkun skatta og hækkun vaxta, eru sem sagt klassískar samdráttaraðgerðir.

Þær eru hentugar, ef draga á úr þenslu. 

Ríkið hefði átt að hækka - í stað þess að lækka - skatta á góðæristímabilinu, til þess að hægt væri að lækka þá seinna, þegar góðærið væri á enda.

Með öðrum orðum, klassísk hagfræðileg jafnvægispólitík í anda Kanes.

------------------------------------

Því miður ákvað hægri stjórnin að lækka skatta, með þá kenningu uppi að lækkun skatta myndi auka tekjur ríkisins.

Það reyndist rétt, en málið var að lækkunin kynti undir þenslu.

En, slökunar aðgerðir á þenslutímum magna einmitt þenslu.

Aukin þensla, skilar ríkinu meira í formi veltuskatta.

Enn þann dag í dag, tala Björn Bjarnason, um það að skattalækkunin hafi verið snjallræði því meira af tekjum hafi verið eftir hjá aðilum, sem hafi skilað sér í auknum hagvexti sem hafi skilað meiri tekjum í rikissjóð.

Það var reyndar rétt - en vandinn, sem hann tekur ekki tillit til, var að þær auknu tekjur ríkisins stöfuðu af yfirhitun hagkerfisins, sem hlaut á endanum að leiða til hruns.

-------------------------------------------------

 

OK - greiningu lokið

Við erum í þeim vanda akkúrat núna. Ég held að það sé ekki rétt leið, einmitt vegna þess að skattar auka samdrátt, að hækka þá akkúrat núna.

Þess í stað, eigi ríkið að skera niður.

Þ.e. einungis hægt að ná fram nægilega miklum niðurskurði, með lokunum stofnana.

Niðurskurður er skárri leið, vegna þess að hann tekur ekki fé út úr atvinnulífinu með beinum hætti, eins og skattahækkun gerir.

Ekki er rétt, til nota samdráttaraukandi aðgerðir, þegar þ.e. einmitt einn versti vandinn, hve samdrátturinn er mikill.

Beiting samdráttaraðgerða á næstu misserum, getur ekki annað en seinkað viðsnúningi okkar hagkerfis, sem er einmitt ekki þ.s. við þurfum á að halda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.12.2009 kl. 01:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hærri tekjuskattur fer að stórum hluta til í að greiða laun ríkisstarfsmanna, til að mynda á Landspítalanum, þar sem fimm þúsund manns starfa, og þeir greiða tekjuskatt af launum sínum til ríkisins. Einnig virðisaukaskatt af vörum og þjónustu, sem þeir kaupa hérlendis, og virðisaukaskatturinn rennur til ríkisins.

Þeir sem selja þessar vörur og þjónustu greiða einnig tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér fyrir laun sem þeir fá fyrir að selja til að mynda ríkisstarfsmönnum vörur og þjónustu.

Þannig þurfa þeir sem greiða skatt til ríkisins ekki að greiða þúsundum manna atvinnuleysisbætur, bæði ríkisstarfsmönnum og öðrum, sem annars hefðu verið atvinnulausir.

Nú fást tvöfalt fleiri íslenskar krónur fyrir evru og bandaríkjadal en í árslok 2007, fleiri erlendir ferðamenn koma til landsins en á "góðæristímanum", einnig á veturna, og þeir eyða hér mun meiru, hver og einn, en þeir gerðu fyrir tveimur árum.

Starfsfólki í ferðaþjónustunni hér fjölgar því ört
og það fær hærri laun en verkamenn í stóriðjunni. Samt er launakostnaður erlendra eigenda stóriðjufyrirtækjanna hér um tvisvar sinnum lægri í íslenskum krónum talið en fyrir tveimur árum.

Og vegna lágs gengis krónunnar fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki mun fleiri krónur nú en á "góðæristímanum" fyrir hvert kíló af fiski sem þau selja erlendis og geta því greitt hærri laun en ella.

Hér er aðallega atvinnuleysi hjá byggingaverkamönnum á höfuðborgarsvæðinu vegna byggingaæðisins þar á undanförnum árum og margir þeirra eru erlendir menn, sem eru hér á atvinnuleysisbótum.

Hærri skattar fara því að stórum hluta til í að greiða atvinnuleysisbætur byggingaverkamanna á höfuðborgarsvæðinu, kostnað ríkisins, skattgreiðendanna, af "góðæri" Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 27.12.2009 kl. 03:38

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Steini - það skiftir meira máli, að gullgæsin haldi áfram að verpa gulleggjum, þ.e. einkageirinn.

Þó svo að ríkið borgi laun, þá grafa skattahækkanir undan hag gullgæsarinnar, sem stendur undir ríkinu. Ef, gullgæsin heldur áfram að horast, mun ekkert bjarga ríkinu.

Skv. hádegisfréttum eru 50% fyrirtækja, búinn að nýta sér úrræði sem í boði eru til að lækka tímabundið greiðslubyrða, 8 af hverjum 10 eru sögð í vandræðum - - "orðalag fréttar".

Þetta þíðir í reynd, að 70% fyrirtækja, ef þessi frétt er rétt, búi við erfiða skuldastöðu.

Þetta er kjarni málsins, og ef ríkið heldur áfram að höggva í þennan knérunn við þessar aðstæður - getur það ekki annað en framkallað frekari gjaldþrot og atvinnuleysu; og síðan samdrátt.

Það mun valda því, að ríkið mun ekki geta náð skottinu á sjálfu sér, með skattahækkunum, því við þessar aðstæður munu frekari skattahækkanir raunverulega skila enn frekari samdrætti og þar með, enn frekara tekjutapi ríkisins.

Hægri menn, hafa oft básúnað þetta; en í þetta sinn, er það raunverlega rétt.

-------------------------------------------

Með um 70% af einkageiranum í erfiðri skuldastöðu, er vart hægt að sjá að nokkur von sé til verulegs hagvaxtar á næstu árum.

Ekki er raunhæft, að t.d. ferðamennska dugi til, nema að hún verði svo stórfelld sem hún er, á Kanarí. Þ.e. milljónir á herju ári.

Erlend fjárfesting þyrfti að vera margföld þ.s. hún hefur verið fram að þessu á lýðveldistímanum.

---------------------------------------

Staðreynd mála er þó sú: viðskiptajöfnuður Íslands er neikvæður, og verður það næstu árin. En hann verður neikvæður þrátt fyrir hagstæðasta vöruskiptajöfnuð lýðveldissögunnar, þegar bætt er inn í reikningsdæmið fyrir þjóðarbúið, vaxtagjöldum þess af erlendum skuldbindingum. Þannig verður það næstu árin, skv. Hagstöfu Íslands.

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

Það þíðir, að gjaldeyristekjur eru þegar fullnýttar og gott betur á þessu ári, en þó eru ekki enn komin inn á þessu ári vaxtagjöld af lánum frá Norðurlöndum, Póllandi o.flr. Né, er þarna að finna vaxtagjöld fyrir Icesave.

Þetta er kjarni málsins, að ekki eru einfaldlega til staðar nægar gjaldeyristekjur til að standa straum af erlendum skuldum.

Neikvæður jöfnuður þíðir einfalldega að, þjóðarbúið er áfram að safna skuldum.

Hrun, eins og ég hef áður sagt, er fullkomlega öruggt - og einungis er hægt að forða því, með því að semja um eftirgjöf skulda við kröfuhafa ríkisins.

Það skiftir engu máli, þó einhverjar aðrar þjóðir skuldi nálægt því svipað.

Það breytir engu um staðreynd mála, fyrir Ísland.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.12.2009 kl. 13:25

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einar Björn Bjarnason.

Þessi gullgæs Framsóknarflokksins er þá væntanlega Finnur Ingólfsson.

Framkvæmdir við Suðvesturlínu hefjast á næsta ári, framkvæmdir hefjast á fullu við álverið í Helguvík í vor, búið er að fjármagna þar fyrsta áfanga kísilmálmverksmiðju og gera þarf höfn í Helguvík fyrir tvo milljarða króna.


Álverið í Helguvík, fyrsti áfangi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík og gagnaverið á Ásbrú þurfa allt að 800 MW af raforku
og mörg þúsund ársverk þarf til að reisa slík raforkuver.

"Um 1.100 störf skapast meðan á framkvæmdum þessara þriggja verkefna stendur [álversins, kísilmálmverksmiðjunnar og gagnaversins í Reykjanesbæ]. Í verunum sjálfum skapast um 500 störf og 1.200 störf vegna hliðaráhrifa."

19.11.2009:
Century Aluminum ætlar að hefja fullar framkvæmdir við álverið í Helguvík nú í vor og álframleiðsla hefst þar árið 2012, að sögn Mike Bless, fjármálastjóra fyrirtækisins.

19.11.2009:
"Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir að ætlunin sé að byggja álverið [í Helguvík] í fjórum níutíu þúsund tonna áföngum og hagkvæmast sé fyrir fyrirtækið að tólf til fimmtán mánuðir líði á milli þess að áfangarnir séu teknir í notkun."

Gagnaver Verne Global á Ásbrú
við Keflavíkurflugvöll þarf fullbúið allt að 150 MW og skapar hundruð starfa, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

26.12.2009: Verð á síma- og Internetþjónustu hækkar mikið hérlendis ef ekki verður af gagnaveri Verne Global á Ásbrú


21.12.2009: Fréttaskýring - Samningur við Verne Global ryður braut annarra

Viðtal við Árna Sigfússon um gagnaver Verne Global á Ásbrú - Myndband


Verne Global í viðræðum við IBM um gagnaver


Iðnaðarráðherra leggur fram frumvarp til laga um gagnaver á Ásbrú


14.3.2009
: "Orkufyrirtækin sáu sér hag í því að fá þessa starfsemi [gagnaver] til landsins og lögðu fram tæplega 1,5 milljarða kr. í hlutafé í Farice og ríkið lagði fram tæpar 400 milljónir kr.

Í fjárlögum þessa árs er síðan heimild fyrir ríkið að ábyrgjast 5 milljarða króna lán vegna sæstrengsins og hefur það auðveldað fjármögnun."

Fréttaskýring: Tekjur af sæstrengnum Danice


"Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum [við Suðvesturlínur] verði skipt upp í fimm áfanga á árunum 2010 til 2017. Kostnaður við fyrstu fjóra áfangana er metinn um 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2009, en kostnaður við fimmta áfangann liggur ekki fyrir. Mannaflsþörf fyrir fyrstu fjóra áfangana er áætluð um 380 ársverk."

Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlína - Sjá kort neðst á síðunni


30.10.2009: Niðurstaða Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína


Icelandic Silicon Corporation
ætlar að framleiða árlega 50 þúsund tonn af kísilmálmi í verksmiðju sinni í Helguvík og þarf rúmlega 30 MW raforku til framleiðslu á 25 þúsund tonnum í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Í fyrra var búið að tryggja 109 milljónir evra, eða 20 milljarða króna á núvirði, til að reisa fyrsta áfangann.

20.11.2009
: "The Environment Agency of Iceland has granted the Icelandic Silicon Corporation license to operate a factory at Helguvík, Iceland Review reported on September 11. The license entails a production of up to 50 thousand tonnes per year of raw silicon, and up to 20 thousand tonnes per year of silicon dust."

Icelandic Silicon Corporation


Kísilmálmverksmiðja í Helguvík - Myndband


N
íutíu störf í fyrsta áfanga kísilmálmverksmiðju í Helguvík


Mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu kísils í Helguvík


Ístex í Mosfellsbæ
framleiðir og selur erlendis vörur úr allri íslenskri ull, Loðskinn á Sauðárkróki selur nú aftur íslensk mokkaskinn erlendis í stórum stíl og verð á íslenskum minkaskinnum hefur sjaldan verið hærra erlendis.

Og rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna kaupir hér árlega íslenskar landbúnaðarafurðir, ullarvörur og matvæli, í verslunum og á veitingahúsum fyrir erlendan gjaldeyri, sem jafngildir því útflutningi á landbúnaðarafurðum, að frádregnum kostnaði við útflutninginn.

Í ár fluttu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki út sjávarafurðir fyrir um 200 milljarða króna, erlend stóriðjufyrirtæki fluttu út ál og kísiljárn fyrir um 170 milljarða króna, gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar hér voru um 150 milljarðar króna, fluttir voru út tölvuleikir fyrir um tíu milljarða króna og þar af seldi CCP á Grandagarði erlendar áskriftir að Netleiknum EVE Online fyrir um sjö milljarða króna.

Við Íslendingar flytjum ekki út ál og kísiljárn en seljum hins vegar raforku til erlendra stóriðjufyrirtækja og verð á raforku til álfyrirtækjanna hér er í samræmi við heimsmarkaðsverð á áli, sem hefur hækkað undanfarið í um 2.200 bandaríkjadali fyrir tonnið.

11.12.2009: Heimsmarkaðsverð á áli komið í 2.200 bandaríkjadali fyrir tonnið


Verð á raforku er lágt hérlendis og gengi íslensku krónunnar er og verður á næstunni mjög hagstætt fyrir erlend fyrirtæki
sem vilja fjárfesta hér. Stýrivextir og verðbólga fara hér ört lækkandi, sem kemur íslenskum fyrirtækjum mjög til góða, og verðbólgan, sem nú er 7,5%, verður komin langleiðina niður að markmiðum Seðlabankans, 2,5%, á síðari hluta næsta árs.

Þorsteinn Briem, 27.12.2009 kl. 19:42

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Látum okkur sjá, skv. upptalningu þinni:

  • Suðvesturlína
  • Álverið í Helguvík
  • Gagnaver Verne Global
  • Icelandic Silicon Corporation
Ég veit ekki hvort þú veittir því athygli, en nokkur tími líður þar til framkvæmdum við Suðvesturlínu og álverið líkur, þannig að nokkur ár eru þar til, að þessi framkvæmd - en rétt er að líta á hana sem eina heild - fer að skila gjaldeyristekjum.



""Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum [við Suðvesturlínur] verði skipt upp í fimm áfanga á árunum 2010 til 2017. Kostnaður við fyrstu fjóra áfangana er metinn um 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2009, en kostnaður við fimmta áfangann liggur ekki fyrir. Mannaflsþörf fyrir fyrstu fjóra áfangana er áætluð um 380 ársverk.""

Þú er með e-h um 1500 störf, meðan á framkvæmdum stendur. En, þetta hjálpar okkur mjög takmarað.

Vandinn, er skortur á gjaldeyristekjum. Eitthvað virðist erfitt, að koma því til skila.

Þó, hefur það undanfarið verið mjög oft sagt, við fjölmörg tækifæri.

Álversframkvæmdir, skila ekki endilega svo miklum gjaldeyristekjum, þ.s. framkvæmdaféð fer beint í að standa straum af framkvæmdunum sjálfum. Ekki er heldur vitað, að hvaða marki innlendir verktakar fá verk, eftir fjölþjóðlegt uppboð á EES svæðinu. En, í þeim tilvikum sem innlendir verktakar myndu fá greitt, af hinum erlendu fjárfestum, þá gæti það skoðast sem gjaldeyristekjur.

Eins og þú bendir á, lagast atvinnustig e-h. En, hinn eiginlegi vandi þjóðarinnar, er gjaldeyrisvandinn af völdum skulda í erlendum gjaldeyri. 

Atvinnustig, hvort þ.e. tveim eða þrem þúsundum hærra eða lægra, eftir atvikum, hefur afskaplega lítið um þetta að segja.

--------------------------------

Ég reikna fastlega með því, að starfsmenn Hagstofu kunni að reikna, og þeir gerðu - nota bene - ráð fyrir þessum framkvæmdum í sinni skýrslu.

Svo, þ.s. þú sagðir, breytir akkúrat engu. 

Þessar stórframkvæmdir, álverin 2. þ.e. hér fyrir Sunnan og fyrir Norðan, eru hluti af þessu reikningsdæmi.

Annars væri það óhagstæðara.

Hinar framkvæmdirnar eru miklu mun smærri í sniðum, og breyta mjög litlu.

------------------------------------

Steini, þú þarf að komast niður á Jörðina, - hætta þessari afneitun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.12.2009 kl. 23:27

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einar Björn Bjarnason.

Ég er meðal annars með háskólamenntun í hagfræði.

Framkvæmdir við
gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ og álverið í Helguvík eru þegar hafnar. Erlendur gjaldeyrir vegna þessara framkvæmda er því nú þegar byrjaður að skila sér til landsins og mun gera það í mun ríkari mæli á næsta ári.

Og fyrsti áfangi kísilmálmverksmiðju í Helguvík hefur nú þegar verið fjármagnaður með 20 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri.


Magma Energy
hefur einnig keypt 41% hlut í HS Orku fyrir erlendan gjaldeyri og ætlar að stórauka orkuframleiðslu fyrirtækisins.

15.12.2009:
"Kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignaðist í gær 41% hlut í HS Orku með kaupum á eignarhlutum Hafnarfjarðar [um 0,8%] og OR [um 31%]. Geysir Green Energy á um 57% hlut en eigendur félagsins eru Landsbankinn og Íslandsbanki sem nú eru í eigu erlendra kröfuhafa. Þar með er HS Orka alfarið í eigu útlendinga.

Ross Beaty
, forstjóri Magma Energy, tók sæti í stjórn HS Orku í gær. Hann segir í samtali við RÚV að stefnt verði að því stórauka orkuframleiðslu fyrirtækisins."

Magma Energy eignast 41% hlut í HS Orku


Svo nenni ég ekki að þvarga meira um þetta í bili, enda fullkomlega ástæðulaust. Ég stend við það sem ég hef sagt hér og sjálfsagt að fara yfir þessar athugasemdir mínar í lok næsta árs. Þú leggur þá eina milljón króna inn á reikninginn minn, ef ég hef rangt fyrir mér hér, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 28.12.2009 kl. 01:42

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

... ef ég hef rétt fyrir mér hér, átti þetta að sjálfsögðu að vera.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Þorsteinn Briem, 28.12.2009 kl. 02:39

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Steini - sú menntun er þá greinilega ekki að nýtast þér.

Þ.e. ekki ef spurning, að þú hafir rangt fyrir þér. Aftur á móti, stunda ég aldrei veðmál, svo ég tek ekki slíku veðmáli þó 99,9% öruggt sé, að ég vinni það.

Þessir 20 milljarðar hér, 30 þar - eru dropi í hafið. Þörf okkar fyrir fjármagn, veltur á miera en 1000 milljörðum, næstu árin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.12.2009 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband