Munurinn á Íslandi og Þýskalandi.

Athyglisvert var að heyra fyrir nokkrum árum hvernig kaupin gerðust á eyrinni hjá Þjóðverjum, sem vildu fá lán. 

Bankastjórinn bað þá viðkomandi um að leggja fram bankabókina sína. Hver var ástæða þess?

Jú, ef umsækjandinn hafði ekki getað lagt peninga fyrir sýndi það að hann gæti heldur ekki borgað afborganir af skuldum.

Það voru sem sé gerðar harðar kröfur til greiðslugetu lántakans.

Lántakinn sjálfur gerði sér grein fyrir þessu fyrirfram og var með þetta á hreinu þannig að báðir aðilar, lánveitandi og lántaki gerðu kröfur til þess arna. 

Í gróðærinu, lánærinu hér á Íslandi vitum við um þúsundir, ef ekki tugþúsundir Íslendinga sem trúðu því að stjórnvöld myndu sjá til þess að hér yrði stanslaus uppgangur og þensla sem tryggði hið ómögulega, að íslenska krónan héldi áfram að vera skráð þriðjungi hærri en grundvöllur var fyrir.

Þess vegna fjórfölduðust skuldir heimilanna á þessum árum gróðærisins og einnig skuldir fyrirtækjanna.

Það var órækt dæmi um að meira en lítið var hér að.  

 


mbl.is 117 milljóna skuld - 296 þúsunda tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hægt að ná betri samningum?

Það kemur fram í þeirri tillögu sem kemur fram í nefndaráliti Sjálfstæðismanna á Alþingi að Icesave-málið snúist ekki um það hvort ganga eigi til samninga við Breta og Hollendinga, heldur hvernig.

Þeir leggja til að farið verði enn á ný á vit þessara samningsþjóða og látið á það reyna til þrautar hvort betri kjör fáist.

Að þessu leyti rímar þetta ekki við þann málflutning að okkur beri ekki skylda til að borga neitt.

Það er því greinilega þingmeirihluti fyrir því að leysa þetta mál með samningum. 

Spurningin er sú hvort hægt verði að ná betri samningum með því að reyna í þriðja sinn.

Þetta er spurning um stöðumat. Hve lengi er hægt að þæfa málið? Hvað mun hafast upp úr því krafsi?

Hvaða áhætta er tekin af frekari töf á afgreiðslu málsins.  

Einhvers staðar liggur lína sem ekki verður hægt að komast yfir í samningum. Hvar liggur hún?  


mbl.is Vilja vísa Icesave frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband