Munurinn á Íslandi og Þýskalandi.

Athyglisvert var að heyra fyrir nokkrum árum hvernig kaupin gerðust á eyrinni hjá Þjóðverjum, sem vildu fá lán. 

Bankastjórinn bað þá viðkomandi um að leggja fram bankabókina sína. Hver var ástæða þess?

Jú, ef umsækjandinn hafði ekki getað lagt peninga fyrir sýndi það að hann gæti heldur ekki borgað afborganir af skuldum.

Það voru sem sé gerðar harðar kröfur til greiðslugetu lántakans.

Lántakinn sjálfur gerði sér grein fyrir þessu fyrirfram og var með þetta á hreinu þannig að báðir aðilar, lánveitandi og lántaki gerðu kröfur til þess arna. 

Í gróðærinu, lánærinu hér á Íslandi vitum við um þúsundir, ef ekki tugþúsundir Íslendinga sem trúðu því að stjórnvöld myndu sjá til þess að hér yrði stanslaus uppgangur og þensla sem tryggði hið ómögulega, að íslenska krónan héldi áfram að vera skráð þriðjungi hærri en grundvöllur var fyrir.

Þess vegna fjórfölduðust skuldir heimilanna á þessum árum gróðærisins og einnig skuldir fyrirtækjanna.

Það var órækt dæmi um að meira en lítið var hér að.  

 


mbl.is 117 milljóna skuld - 296 þúsunda tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var engan veginn innistæða fyrir tvöföldun á verði íbúðarhúsnæðis hér á höfuðborgarsvæðinu á fjórum árum til 2008 og húsaleiga hækkaði jafn mikið í kjölfarið, sem var hið versta mál fyrir þá sem lægstar höfðu tekjurnar.

Og húsaleigubætur hækkuðu ekki frá árinu 2000 til 1. apríl í fyrra, þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra.

Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist mikið á höfuðborgarsvæðinu frá því í fyrrahaust og húsaleigan lækkað. Fólk sem verður gjaldþrota getur því vel leigt hér íbúðarhúsnæði.

Hjón fá að lágmarki 300 þúsund krónur á mánuði í atvinnuleysisbætur og geta vel lifað af því, leigt hér íbúð á um 100 þúsund krónur á mánuði og matur þarf engan veginn að kosta meira en 20 þúsund krónur á mann á mánuði.

Þorsteinn Briem, 28.12.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Billi bilaði

Viltu gjöra svo vel að koma með raunhæfan matseðil þar sem þú kemst af með kr. 20 þús. per mánuð, Steini.

Billi bilaði, 29.12.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn á 555 heimilum eyddu að meðaltali 20.363 krónum á mann á mánuði í mat og drykkjarvörur í fyrra, árið 2008, þar af 18.347 krónum fyrir utan sykur, súkkulaði og sælgæti.

Verðhækkun
á mat og drykkjarvörum var 6,7% í ár, 2009, samkvæmt Hagstofunni, þannig að hjón með tvö börn hafa, miðað við óbreytta neyslu frá árinu 2008, eytt að meðaltali 21.727 krónum í mat og drykkjarvörur á mann á mánuði í ár, þar af 19.576 krónum fyrir utan sykur, súkkulaði og sælgæti.

Sjá Töflu 2 á bls. 3 og Töflu 22 á bls. 28:

Hagstofa Íslands - Rannsókn á útgjöldum heimilanna

Þorsteinn Briem, 29.12.2009 kl. 02:31

5 identicon

Það er eitt atriði sem ég vil nefna varðandi getu manna til að leggja inn á bók og sýna þannig fram á að þeir geti staðið undir afborgunum.  Í þýskalandi er boðið upp á sanngjarnara leiguverð sem gerir mönnum kleift að spara pening fyrir húsnæðiskaupum, hér á landi er leiguverð svo svimandi hátt að það er dýrara að leigja en borga af lánunum sem gerir það að verkum að það er í mörgum tilfellum ódýrara að skulda helling og borga af því. 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 06:37

6 identicon

Í Þýskalandi fæ ég lán án þess að einhver skrifar undir sem ábyrgðarmaður.  Ég þarf að hafa fasta atvinnu.  Ég þarf einnig að getað greitt skuldina. 

Annað sem minn þjónustufulltrúi hjá Deutsche Bank hefur alla tíð lagt áherslu á er að ég leggi jafn mikið inni á sparibók eins og ég greiði inn á lánið sem ég tek.  Þ.e. að ef ég hef 50 þús til ráðstöfunar, þá ætti ég aðeins að taka lán sem samsvarar 25. þús krónum í afborgun á mánuði og 25. þús eiga að fara á sparnaðarreikning.  Þetta skildi ég ekki fyrr en að kreppan skall á á Íslandi.  Hér vantar alla þekkingu og skilning á því hvað peningar eru.  Ég var mjög ósáttur við þetta í Þýskalandi árið 2007 en er mjög sáttur við þetta í dag. 

Nú á ég einnig pening inni á bók sem ég hefði annars ekki haft hefði ég sparað á íslenska mátann.  Þetta eigum við að taka til fyrirmyndar og ætti að vera regla hjá öllum bönkum á Íslandi í dag.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband