30.12.2009 | 15:33
Slóð peninganna. Hvernig urðu þeir til og hurfu svo?
Eva Joly segir umfang kreppunnar íslensku gríðarlegt og finna þurfi út hvort lög hafi verið brotin og hvað hafi orðið um alla peningana.
Íslendingar þekka býsna vel frá fornu fari siðleysi klíkuveldis og kunningsskapar í okkar litla þjóðfélagi.
Við þekkjum líka vel hvað það er sem gerði orð Vilmundar, "löglegt en siðlaust" svo eftirminnileg.
Þess vegna mun það sennilega ekki koma á óvart að erfitt verði að finna lagalegar misfellur á stærstu atriðum hrunsins. í broti af einum þátta Flosa Ólafssonar í sjónvarpinu í gærkvöldi mátti heyra hann syngja um hliðstæðu.
Hitt getur kannski verið bæði mikilvægara og merkilegra hvað varð um alla þessa peninga sem virtust verða að litlu eða engu í hruninu.
Hvert fóru þeir? Voru þeir kannski ekki til? Voru þeir bara innistæðulausar tölur í tölvuleikjum fjármálamannanna?
Var því í raun logið upp að þeir væru til?
Ef svo er, var það löglegt? Var það siðlegt?
Bandaríkjamenn segja um svona mál: "Follow the money!" Rektu slóð peninganna þegar upplýsa þarf svona mál.
Þetta tilfelli virðist vera miklu stærra en það því að nú virðist líka mega segja: Finndu út hvort og þá hvernig peningarnir urðu til, hver slóð þeirra var og hvert þeir fóru, ef þeir voru á annað borð til.
Ef það var hægt að láta sem svo að þeir væru til, hvernig fóru menn að því? Og ef þeir hurfu, hvernig fórum menna að því?
![]() |
E24: Joly leysir gátuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)