Leikmenn víkja oftast af velli tímabundið.

Allir þekkja það fyrirbæri, að þegar leikmanni gengur illa í leik víki hann af velli. Stundum er hann tekinn út af og sumir leikmenn eiga erfitt með að fara út af og taka sér nauðsynlegt hlé.

Hitt kemur líka sem betur fer fyrir að leikmaður finnur sig ekki og biður um að fá að fara út af og sitja á varamannabekk það sem eftir er leiks. Hann veit sem er að þetta þarf ekki að þýða útilokun frá keppni fyrir lífstíð.

Eftir að hann hefur fengið tækifæri til að fara í gegnum það hvað var að og efla sig á hann möguleika á að koma aftur inn á völlinn í síðari leikjum.

Þetta hefur Árni Mathiesen skynjað og er það vel. Það fyrirbæri að einhver leikmaður sé þess eðlis að hann eigi heimtingu á að leika alla leiki endalaust er því miður of algengt í íslenskum stjórnmálum.

Það gerist stundum að leikmaður haltrar inni á vellinum eða finnur sig ekki nokkra stund áður en hann sér sitt óvænna.Það er ósköp eðlilegt að menn voni að ástand þeirra batni hið snarasta, en fari svo strax útaf þegar ljóst er að þetta er ekki þeirra dagurinn inni á vellinum.

Þótt Árni hefði mátt gera þetta fyrr er hann að mínum dómi maður að meiri eftir þessa ákvörðun og sjálfsagt að óska honum alls hins besta í framtíðinni.


mbl.is Árni Mathiesen ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir minnstu troðast fyrst undir.

Í haust líkti ég íslenska þjóðarbúskapnum við brennandi smáhýsi sem stæði við hliðina á nokkrum háhýsum, þar sem eldur geysaði á neðstu hæðum. Í öllum húsunum færi fram áhættustarfsemi þar sem notað væri mikið af eldfimum efnum og því algert skilyrði að haga brunavörnum í samræmi við það.

Þeir sem stundað hefðu þessa starfsemi í smáhýsinu hefðu verið svo óforsjálir að hafa brunavarnir aðeins í samræmi við eðliega stærð eldfimrar starfsemi miðað við stærð hússins, en ekki í samæmi við eldsmatinn, sem væri langt umfram það sem tíðkaðist í svo smáum húsum. 

Þeir hefðu ekki, smæðar sinnar vegna og vanmáttar, látið setja upp brunavarnir sem gætu komið í veg fyrir að smáhýsið yrði alelda.  Fífldjarfir ofurhugar hefðu efnt til flugeldasýningar þar sem neistaflóðið braut glugga.

Stærð taps Skotlandsbanka sýnir hrikaleik eldvoðans sem leikur um fjármálakerfi heimsins. Tap bankans síðastliðið ár nemur þrefaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga. 

Ég tók líka þá samlíkingu að þegar fólk flýði brennandi hús træðust oft margir undir. Og þá eru það oftast þeir minnstu sem troðast fyrst undir. 


mbl.is Mesta tap bresks fyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband