13.3.2009 | 22:22
Stuðning við Þórunni og grænu frambjóðendurna.
Konur komu mjög við sögu á aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar. Siv Friðleifsdóttir tók að sér að bera ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum sem gaf virkjuninni hið fyrra græna ljós. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gaf seinna græna ljósið og hunsaði áskoranir mesta mótmælendafjölda sem komið hafði á fund borgarstjórnar um að hún stöðvaði málið í borgarstjórn.
En síðan voru nokkrar konur sem sýndu gríðarlegt hugrekki þegar þær greiddu atkvæði á þingi gegn virkjuninni þótt það væri í óþökk forystu flokka þerira. Fyrst skal telja Katrínu Fjeldsted sem reis gegn því flokksvaldi sem hafði hrakið Ólaf F. Magnússon úr ræðustóli á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Katrín var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn virkjuninni.
Þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir risu gegn miklum þrýstingi á Samfylkingarþingmenn um að sýna samstöðu í málinu og samþykkja Kárahnjúkavirkjun til að sanna hvað flokkurinn væri "stjórntækur" og flokkur á landsvísu. Þingmenn flokksins í Norðausturkjördæmi höfðu hótað því að rýja hann fylgi í því kjördæmi ef hann héldi áfram andstöðu sinni við virkjunina.
Ein þessara kvenna stendur nú í baráttu fyrir grænum gildum innan síns flokks, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Hún á skilið að henni sé launað fyrir fórnfúsa baráttu hennar með því að veita henni stuðning í prófkjörinu sem nú fer fram.
Ég skora á þá sem vilja veg umhverfismála sem mestan að gera það sem þeir geta til að styðja Fagra Íslands frambjóðendurna í prófkjöri Samfyllkingarinnar. Sömuleiðis að reyna að hafa áhrif innan allra flokka í þessum málum og hafa fordæmi Katrínar Fjeldsted, Ólafs F. Magnússonar og Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur að leiðarljósi þegar á móti blæs.
Fram að kjördegi er ljóst að Framsóknarflokkurinn setur úrslitakosti í stóriðjumálum í krafti þess að hann og Sjálfstæðisflokkurinn hafa meirihluta á þingi. VG og umhverfisráðherra þeirra fá ekki rönd við reist.
Í stjórninni á undan setti Sjálfstæðisflokkurinn sams konar úrslitakosti og umhverfisráðherra Samfylkingarinnar fékk ekki rönd við reist.
Þetta sýnir skýrar línur í kosningunum nú og verkefnin eru tvö: 1. Það verður að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi meirihluta. 2. Það verður að efla grænu fylkinguna í komandi stjórnarmeirihluta eins og mögulegt er.
Sú barátta er hafin í prófkjörum helgarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.3.2009 | 20:31
Norðvesturkjördæmis-heilkennið.
Kjósendur í prófkjörum, kjördæmisþingum og í alþingiskosningum í Norðvesturkjördæmi sáu til þess 2007 að þegar litið er yfir þingmenn Norðvesturkjördæmis mætti halda að engar konur búi í þessu kjördæmi. Íslandshreyfingin var eina framboðið með konu á oddinum en það breytti engu.
Nú hefur þetta fyrirbæri borist inn á Alþingi og er engu líkara en að þingmenn Norðvesturkjördæmis hafi staðið að valinu í stjórnarskrárnefndina.
![]() |
Þingkonur mótmæla karlanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 20:24
Íslenskar konur örlagavaldar.
Ísland hefur fyrr en nú skipt sköpum fyrir fjölskyldur, hjónabönd og lífshlaup erlends fólks. Þegar ég heimsótti sendiherrahjónin Jón Baldvin og Bryndísi í Washington árið 2000 sögðu þau mér magnaða sögu af níræðri konu í næsta húsi við þau sem fór með manni sínum á vegum tímaritsins National Geographic til Íslands upp úr 1930.
Þau gistu á Hótel Borg og þá bar Gyllti salurinn þar af öðrum samkomustöðum landsins. Var þar úrval íslenskra glæsikvenna og gleðiskapur mikill. Kom í ljós að eiginmaðurinn var veikur fyrir bæði víni og konum og klúðraði svo verkefni sínu fyrir tímaritið að hann var rekinn úr starfinu með skömm.
Úr varð skilnaður þeirra hjóna en hin svikna kona var þá ráðin til að ljúka verkefni fyrrverandi eiginmanns síns og bjarga því sem bjargað yrði. Það gerði hún svo vel að ferðir á vegum National Geographic urðu að ævistarfi hennar og efnaðist hún vel.
Þess vegna átti hún heima í glæsilegu húsi í nágrenni við íslenska sendiherrabústaðinn í Washington þegar ég kom þar fyrir níu árum. Á sínum tíma hefði verið upplagt fyrir mig að gera sjónvarpsþátt um þessa stórmerkilegu konu, en stóratburðir í virkjanamálum á Íslandi komu í veg fyrir það.
Sendiherrahjónin sögðu mér að sú gamla bæri mjög sterkar tilfinningar til landsins, sem orðið hafði örlagavaldur í lífi hennar, rænt hana eiginmanninum og fært henni tímabundna óhamingju og vanlíðan en á hinn bóginn gert hana sjálfstæða og ríka og fært henni heiður og virðingu.
Dýpstu tilfinningarnar gömlu konunnar vegna Íslands væru ást og hatur. Annars vegar ást á Íslandi og hins vegar hatur til íslenskra kvenna. Það hefði verið gaman að fá þetta upp úr þeirri gömlu sem lokaorð þáttarins sem aldrei var gerður.
![]() |
Ísland eyðilagði hjónabandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 13:04
Ekki fyrsta áfallið í Naumósi.
Namsos eða Naumós eins og hann hét til forna, hefur áður orðið fyrir hörmulegu áfalli en það var vorið 1940. Þá höfðu hermenn bandamanna gengið þar á land til að búa til það sem kallað er "brúarsporður" eða bridgehead í hernaði og sækja þaðan í báðar áttir að Þjóðverjum, sem höfðu þá hernumið Noreg.
En í Naumósi kom eitt höfuðatriði yfirráða Þjóðverja í ljós, sú staðreynd að hernám landsins byggðist fyrst og fremst á algerum yfirráðum í loft í krafti 1000 flugvéla sem Þjóðverjar notuðu í innrásinni.
Gerð var einhver grimmilegasta árás stríðsins á Naumós og bærinn jafnaðar gersamlega við jörðu og varð mannfall mikið. Bærinn komst á lista með Guaernica og síðar Belgrad, Hamborg og Dresden.
Bandamenn urðu að lokum að hörfa frá Noregi í júníbyrjun því að flotar Breta og Frakka nýttust ekki vegna yfirburða Þjóðverja í lofti.
1940 voru Íslendingar heppnir að hafa lent í lengri kreppu en önnur lönd. Þjóðverjar gátu leikandi tekið Ísland þá um haustið í krafti frábærrar innrásaráætlunar sem bar nafnið Ikarus en forsendan fyrir því að halda landinu voru þær að geta flogið með herflugvélar til landsins og náð yfirráðum yfir því úr lofti.
Vegna lengdar kreppunnar voru þá engir flugvellir á Íslandi sem nýst gátu flugvélum Þjóðverja og því sluppu Íslendingar við að lenda í stærsta þjóðarharmleik í sögu landsins.
Skriðan í Naumósi minnir á skriðurnar á Patreksfirði 1983. 1940 bjargaði kreppan Íslandi frá því hörmungum á borð við loftárásina á Naumós. Ég varpa því fram að við sýnum hug okkar til Naumósinga með söfnun þeim til aðstoðar.
Ætla að blogga aftur síðar með nokkrum myndum af flugvallarstæðinu sem Þjóðverjar hefðu getið notað í innrás í Ísland ef þeir hefðu vitað um það.
![]() |
Fólk undir aurskriðu í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.3.2009 | 08:40
Fyrstu marktæku skoðanakannanirnar.
Skoðankönnanir Capacent Gallup og Stöðvar tvö og Fréttablaðsins eru fyrstu marktæku skoðanakannanirnar eftir að ljóst var hvaða framboð yrðu í boði í næsta mánuði. Í sams konar skoðanakönnunum 2007 var Íslandshreyfingin eina nýja framboðið, með yfir 5% fylgi og var með 2-3 menn inni.
Nú eru litlu framboðin þrjú með 3,7% samanlagt og þyrftu að hafa 3svar til 5 sinnum meira fylgi til að ná inn mönnum. Vísa í blogg mitt á undan þessu.
![]() |
Lítil hreyfing á fylgi flokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 01:13
Kunnuglegt fyrirbæri.
Skoðanakönnunin nú er gerð jafn mörgum dögum eftir stofnun og kynningu nýju framboðanna og sams konar könnun var gerð eftir stofnun Íslandshreyfingarinnar 2007. Nú mælast litlu framboðin þrjú með 1,6- 2,2% hvert.
Til samanburðar mældist Íslandshreyfingin í fyrstu marktæku könnunum 2007 með yfir 5% fylgi og var inni með þrjá þingmenn. Stóriðjustjórnin féll samkvæmt þessum fyrstu skoðanakönnunum þá.
En um leið og fylgi I-listans fór aðeins niður fyrir 5% hurfu þingmenn I-listans og stóriðjustjórnin lafði. Fælingarmáttur 5% þröskuldsins reyndist svínvirka á kjósendur 2007 og því fór sem fór, að framboðið fékk 3,3% sem var ígildi tveggja þingmanna en hin ósanngjörnu kosningalög komu í veg fyrir það.
Þetta er kunnuglegt fyrirbæri úr fyrri kosningum.
1987 mældist Borgaraflokkurinn með yfir 20% fylgi í fyrstu könnuninni. Síðan fór fylgið jafnt og þétt dalandi fram á kjördag. Svipað var uppi á teningnum hjá Bandalagi jafnaðarmanna eftir stofnun þess, og svipað gerðist hjá Þjóðvaka 1995.
Ekki er hljómgrunnur eins og er fyrir framboði Íslandshreyfingarinnar meðan 5% þröskuldur kosningalaga er í gildi.
Það er takmarkað rými fyrir fjögur lítil framboð á miðjunni sem öll þyrftu að komast upp fyrir 5% þröskuldinn en hefðu bitið augun hvert úr öðru ef öll hefðu boðið fram..
Það hefði þýtt að þessi fjögur framboð yrðu samanlegt að fá jafn mikið fylgi og VG hefur nú.
Því hefur það orðið ofan á hjá Íslandshreyfingunni að draga sig í hlé og vera ekki að þvælast fyrir nýjum framboðum og taka gríðarlega áhættu af því að gera ógagn.
En þótt I-listinn sé ekki með fá nýju framboðin núna ekki meira fylgi en raun ber vitni.
Á aðalfundi 19. mars verður tekin fyrir viljayfirlýsing stjórnar Íslandshreyfingarinnar um að gerast aðildarfélag að Samfylkingunni. Það er gert í ljósi þess að stóru línurnar snúna núast um það að landsspjallaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur haldi ekki áfram að hafa meirihluta á þingi.
Þetta hefur legið fyrir í viku og Íslandshreyfingin hefur því horfið af skjánum en Samfylking aukið fylgi sitt um svipaða prósentutölu.
![]() |
Samfylkingin stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)