Kunnuglegt fyrirbæri.

Skoðanakönnunin nú er gerð jafn mörgum dögum eftir stofnun og kynningu nýju framboðanna og sams konar könnun var gerð eftir stofnun Íslandshreyfingarinnar 2007. Nú mælast litlu framboðin þrjú með 1,6- 2,2% hvert.

Til samanburðar mældist Íslandshreyfingin í fyrstu marktæku könnunum 2007 með yfir 5% fylgi og var inni með þrjá þingmenn. Stóriðjustjórnin féll samkvæmt þessum fyrstu skoðanakönnunum þá.

En um leið og fylgi I-listans fór aðeins niður fyrir 5% hurfu þingmenn I-listans og stóriðjustjórnin lafði. Fælingarmáttur 5% þröskuldsins reyndist svínvirka á kjósendur 2007 og því fór sem fór, að framboðið fékk 3,3% sem var ígildi tveggja þingmanna en hin ósanngjörnu kosningalög komu í veg fyrir það.

Þetta er kunnuglegt fyrirbæri úr fyrri kosningum.

1987 mældist Borgaraflokkurinn með yfir 20% fylgi í fyrstu könnuninni. Síðan fór fylgið jafnt og þétt dalandi fram á kjördag. Svipað var uppi á teningnum hjá Bandalagi jafnaðarmanna eftir stofnun þess, og svipað gerðist hjá Þjóðvaka 1995.

Ekki er hljómgrunnur eins og er fyrir framboði Íslandshreyfingarinnar meðan 5% þröskuldur kosningalaga er í gildi.

Það er takmarkað rými fyrir fjögur lítil framboð á miðjunni sem öll þyrftu að komast upp fyrir 5% þröskuldinn en hefðu bitið augun hvert úr öðru ef öll hefðu boðið fram..

Það hefði þýtt að þessi fjögur framboð yrðu samanlegt að fá jafn mikið fylgi og VG hefur nú.

Því hefur það orðið ofan á hjá Íslandshreyfingunni að draga sig í hlé og vera ekki að þvælast fyrir nýjum framboðum og taka gríðarlega áhættu af því að gera ógagn.

En þótt I-listinn sé ekki með fá nýju framboðin núna ekki meira fylgi en raun ber vitni.

Á aðalfundi 19. mars verður tekin fyrir viljayfirlýsing stjórnar Íslandshreyfingarinnar um að gerast aðildarfélag að Samfylkingunni. Það er gert í ljósi þess að stóru línurnar snúna núast um það að landsspjallaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur haldi ekki áfram að hafa meirihluta á þingi.

Þetta hefur legið fyrir í viku og Íslandshreyfingin hefur því horfið af skjánum en Samfylking aukið fylgi sitt um svipaða prósentutölu.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband