22.3.2009 | 21:31
Fall úr úrvalsdeild=endurnýjun stefnu og liðs.
Þegar knattspyrnulið stendur sig ekki í úrvalsdeild, fellur það niður í 1. deild. Reynslan sýnir að það þarf ekki að tákna endalok alls fyrir liðið heldur hefur það þvert á móti sýnt sig að þetta var best fyrir liðið sjálft til þess að það gæti endurmetið alla hluti og sótt síðan fram á ný með nýjan þjálfara, leikaðferðir, menn og hugarfar.
Félagið mitt, Fram, var ekki ótrúlega heppið þegar það lafði í úrvalsdeild árum saman með því að hanga inni á atburðum, sem gerðust á síðustu mínútum Íslandsmótsins. Þvert á móti var þetta í raun mikil óheppni því það skemmdi fyrir möguleikunum á því að breyta því sem mest þurfti að breyta; - hugarfarinu.
Í ljós kom að þegar liðið féll loksins átti það fyrst möguleika á að bæta sig svo mikið meðan það var deild neðar, að næsta keppnistímabíl var það í toppbaráttu.
Í stjórnmálum heitir keppnistímabilið kjörtímabil. Ef nokkur stjórnmálaflokkur íslenskur hefur klúðrð sínum málum og fallið niður úr úrvaldsdeild er það Sjálfstæðisflokkurinn nú. Þjóðinni og honum er fyrir bestu að hann spili næsta keppnistímabil / kjörtímabil í 1. deild, endurnýi forystu sína, mannskap og stefnu og eignist þannig möguleika á að vinna sig upp eftir fjögur ár, - orðið raunhæfur valkostur sem veiti öðrum samkeppni og aðhald.
![]() |
Ákveðin krafa um endurnýjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.3.2009 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.3.2009 | 01:31
"Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum..."
Steingrímur Ari Arason sagði sig frá hlutverki sínu í "einkavinavæðingunni" með orðunum: "Ég hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Stundum hlýtur útlendingum að detta svipað í hug þegar þeir sjá hvernig íslenskir ökumenn leggja oft og iðulega í stæði.
Efsta myndin hérr hægra megin er táknræn fyrir "gróðærið". Stór palljeppi er settur þannig niður að hann taki örugglega tvö stæði.
Hugsanlega hefur einn ökumaður verið við stýrið í öllum fjórum bílnum sem við sjáum.
En kosturinn við að vera í umferðinni á einum af allra minnstu bílum landsins getur verið sá að komast inn í annað stæðið, sem sá stóri tekur.
Næsta mynd tekin við Kringluna. Jeppa hefur verið lagt þannig að tryggt sé að hann taki tvö stæði. Hann skagar raunar inn í 3ja stæðið.
Ökumaður hans áttar sig ekki á því að hægt sé samt að leggja minnsta fjórhjóladrifsbíl landsins þannig að hann lendi innan marka stæðisins.
Í mynd neðar, nr. 4 talið að ofan, sést að vinstra framhorn litla bílsins er innan við línuna eins og hægra afturhornið.
Ef ég er viðstaddur þegar bílstjórar stóru bílanna koma upphefst venjulega mikill reiðilestur yfir mér fyrir að hafa lagt þannig að ekki var hægt að komast inn bílstjórnamegin í stóra bílinn. Gildir einu þótt ég bendi ökumanninum á að hann hafi sjálfur lagt ólöglega á þann hátt að þessi staða skapaðist en að ég leggi innan marka.

Ökumannsdyrnar eru opnar vegna þess að ökumaðurinn er að setjast upp í bílinn.

Rétt áður var öðrum bíl ekið þarna inn og beygt til hægri á móti umferðinni, svo að bíll, sem sést fjær komst ekki leiðar sinnar.
Það sést á mynd númer 5 talið ofan frá.
Stóð þessi bíll djrúga stund þangað til búið var að hleypa manni út úr honum.
Vel hefði verið hægt að aka bílnum rétta leið til vinstri til að hleypa manninum út án þess að það ylli neinni umferðartruflun.
Síðan er ein mynd hér neðst þar sem ég játa á mig sjálfan það brot á umferðarlögum að leggja bíl á hvíta bílastæðislínu af skömmum mínum eftir að stórum bíl hafði verið lagt þannig í stæðið að það átti að vera tryggt að enginn kæmist þar annar að né í hitt stæðið sem bíllinn tekur líka.

Þessi mynd er tekin að sumarlagi við Loftleiðahótelið þar sem fóru fram nokkrar samkomur og var bílastæðið yfirfullt.
Sumir þeir sem átti þangað leið voru gamlir og fótafúnir og urðu að leggja bílum sínum talsvert fjær.
Ef bílstjóri stóra bílsins hefði verið tillitssamur við samferðamenn hefði hann getað lagt bílnum alveg yst í stæðið þar sem litli bíllinn minn er og gefið stæðið til hægri eftir.
Viðbrögð bílstjóra við því að ég leggi þétt upp að stærri bílnum eru yfirleitt mikil reiði yfir því að ég skuli leggja svona nálægt þeim.
Ef ég bendi þeim á það að þeir hafi sjálfir lagt kolólöglega í byrjun og eigi því sök á vandræðunum kemur það svar á móti að þeir hafi verið á undan og eigi því réttinn.
![]() |
Vildu ekki selja Samson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)