"Nauðsynlegt að vinda ofan af stöðunni" í jan´08.

Í janúar 2008 segir í minnisblaði Seðlabankans að "nauðsynlegt sé að vinda ofan af stöðunni." Af hverju var það ekki gert? Af hverju segir Seðlabankastjórinn í skýrslu fjórum mánuðum síðafr, í maí '08, að bankarnir standi vel og hafi staðið álagspróf með prýði?

Af hverju var talið í janúar að vinda þyrfti ofan af Glitni og Kaupþingi en Icesafe reikningarnir látnir blása upp í himinhæðir, - heila 63 milljarða síðastu vikurnar um haustið?

Af hverju fóru þessar aðvaranir aldrei lengra en til 2ja ráðherra sem muna raunar óljóst eftir þeim?

Mig minnir að þegar brennuvargarnir báru eldsneytið inn í hús Biedermanns í leikritinu góða hefði Biedermann aldrei talið "nauðsynlegt að vinda ofan af stöðunni" heldur voru öll ummæli hans á þann veg í afneitun hans að þetta væri allt í góðu lagi.

Höfundur þess leikrits hefði líklega þótt það of ótrúlegt að láta Biedermann tala um það sjálfan að brennuvargarnir væru að stefna honum í mikla hættu sem þyrfti að vinda ofan af en tala síðan í næstu setningu um það hvað þetta væru nú frábærir menn, húrra! Húrra! Húrra! Húrra!

En svona hafa nú Biedermenn okkar tíma birst okkur eins og kleyfhugar að hæstu gráðu, svo klofnir, að rithöfundar myndu varla þora að setja svo ótrúlegt á blað.


mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ríkir almannahagsmunir..."eftir á.

Í upphafi einkavæðingar bankanna taldi Davíð Oddsson það réttilega vera ríka almannahagsmuni að eignarhald yrði sem dreifðast á bönkunum. Í fréttaskýringum Morgunblaðsins nú og verðlaunaumfjöllun Sigríðar Daggar á Fréttablaðinu á sínum tíma hefur afhjúpast hvernig þetta fór á þveröfugan veg.

Á sínum tíma taldi ég mig knúinn af ríkum almannahagsmunum að gera myndirnar "Á meðan lands byggist" og "In memoriam?" og skrifa bókina "Kárahnjúkar - með og á móti."

Þessi verk voru unnin allt of seint en nú stefni ég að því í krafti ríkra almannahagsmuna að klára einar sex kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá mér, hvort sem það mun verða að gagni eða ekki.

Nú eru skjöl um einkavæðingu bankanna birt seint og um síðir og sagt að það sé í þágu "ríkra almannahagsmuna." Því miður munu þeir "ríku almannahagsmunir engu breyta eftir á um það sem gert hefur verið fremur en svo margt annað sem uppgötvast ekki eða fólk vill ekki sjá fyrr en um seinan.

Enn má þó halda í vonina um að einhver lærdómur fáist sem komi í veg fyrir endanlaus mistök og ófarir, þótt síðar verði.


mbl.is Pólitísk tengsl áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband