24.3.2009 | 23:54
Obama nefnir 40% gortið.
Í þessu bloggi er kannski búið að minnast of oft á það hvernig íslenskir fjármálasnillingar fóru í fyrirtækjaleik með krosstengslum og sölum á hlutabréfum þar sem búnar voru til himinháar upphæðir í formi viðskiptavildar.
Gott dæmi um beina lýsingu á þessari "snilld" var viðtal við Hannes Smárason í blaðinu Króniku.
Barack Obama minnti á það í viðtali í sjónvarpsþætti Jay Leno að talið hefði verið að 40% af hagvexti Bandaríkjanna undanfarna áratugi hefði verið talið sprottinn í fjármálakerfinu. Nú hefði komið í ljós að svo var alls ekki, heldur var mest af þessu tilbúin verðmæti en ekki raunveruleg.
Sem minnir á gamla hagfræðidæmið þess efnis að þegar stöndugur barnmargur karl giftist ráðskonunni þá minnkar hagvöxturinn sem því nemur þótt ekkert hafi í raun breyst annað en formleg staða hennar.
Ráðskonan fékk áður kaup, sem talið var í þjóðartekjunum, en við giftinguna hætti hún að fá greitt kaup þótt störfin á heimilinu væru nákvæmlega þau sömu og áður.
Obama lýsti því líka hvernig mest af því sem gerðist hefði líklega verið löglegt og því væri verkefnið nú að breyta hugsunarhættinum og lagaumhverfinu.
![]() |
Margt líkt með Íslandi og Enron |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 22:42
Mismikill snjór.
Fór í fyrstu kvikmynda- og ljósmyndatökuferð ársins í gær.
Flogið var austur yfir Sauðármel, Hrauka og Hraunaveitu.
Lent innst að austanverðu við Hálslón.
Eftir hláku um daginn er hart hjarn á þessum slóðum og auðir blettir hér og þar.
Snjóþykktin sést vel af myndinni af flugvellinum.
Til samanburðar er mynd af flugvellinum frá í fyrrasumar.
Hin einstæða þéttgróna hólaröð þvert
yfir Kringilsárrana, Hraukarnir svonefndu,
Nú er komin mynd á Kelduárstíflu í Hraunaveitu.
Þetta er risavaxin stífla, ein hin stærsta á Íslandi.
Snæfell er í baksýn á myndinni af stíflunni eins og á myndinni af flugvélinni.
Lónið sem á að koma fyrir innan hana er fáránlegasta og óþarfasta framkvæmd á Íslandi.
Engin þörf er á vatninu sem hér á að safna nema hér komi kuldaskeið, en slíkt er ekki fyrirsjáanlegt í hratt hlýnandi veðurfari.
Flogið var yfir óróasvæðið norður af Upptyppingum.
Brúin á myndinni er á ánni Kreppu, en í baksýn eru Hlaupfell og Herðubreið, en við Hlaupfell hafa flestir skjálftarnir verið.
Ætlunin var að taka loftmyndir af Leirhnjúks-Gjástykkissvæðinu en þar var orðið skýjað.
Á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur tyllti ég mér niður á braut við Blöndulón með Áfangafell í baksýn.
Það er ekki mikill snjór þarna á hálendinu.
Minna má á að til þess að njóta myndanna betur er hægt að tvísmella á þær svo að þær fylli út í skjáiinn.
![]() |
Skafrenningur á heiðum nyrðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 15:31
Liður í sókn inn á einstakt svæði.
Sókn virkjana inn á svæðið, þar sem gaus í níu gosum í Kröflueldum 1975-84 heldur áfram. Svæðið frá Leirhnjúki norður um Gjástykki er landslagsheild sem á engan keppinaut í heiminum.
Þar má sjá hvernig Ameríka færðist í vestur og Evrópa í austur á myndum sem teknar voru á þessum tíma, svo sem einu myndinni í heiminum þar sem sést hvernig jörðin rifnar og hraunið kemur upp eins og hnífsegg sem ristir jörðina í sundur. Í dag væri hægt að ganga um allt þetta svæði og upplifa þetta með því að fara á sömu staði og myndirnar voru af með ljósmyndir eða kvikmyndir í litlum DVD-spilurum.
Hluti þessa svæðis heitir Vítismór norður og austur af Leirlhnjúki. Hér fyrir ofan sjáum við ferðafólk sitja í Vítismó og horfa yfir að Leirhnjúki þar sem gaus bæði í Mývatnseldum 1724 og síðan í Kröflueldum.
Þetta svæði á nú að gera að iðnaðarsvæði, líku því sem við sjáum á Hellisheiði.
Þarna er viðkvæmt land, hraun, mosi, rauðamöl, þýfi og mói, samber nafnið Vítismór, en Víti er frægur sprengigígur úr eldunum 1724 er þarna rétt hjá, sjá mynd hér fyrir neðan, nr. 5 talið að ofan.
Heimssamtök áhugafólks um marsferðir hefur valið sér svæði þarna til að æfa komandi marsfara á sama hátt og tungfarar æfðu sig í Öskju 1967.
Hér fyrir ofan vinstra megin má sjá hvernig hraun kom upp 1984 úr sprungu í Gjástykki, breiddist út og rann jafnvel niður aftur.
Ameríka er vinstra megin, Evrópa hægra megin og þessi staður á sér engan keppinaut í heimi, vegna þess að þarna voru teknar einu myndirnar í heiminum af því hvernig jörðin gliðnar og opnast og hraunið kemur upp eins og glóandi hnífsblað sem stækkar og stækkar og lengist.
Með því að hafa með sér gögn inn á svæðið má upplifa sköpun Íslands , sköpun jarðar á einstæðan hátt.
Hér að ofan til hægri má sjá hvernig iðnaðarsvæðið sækir að Leirhnjúki úr suðri og uppi á brekkunni er borhola þar sem gengið var of langt inn á svæði sem marsfarar munu ekki æfa á innan um leiðslurnar, holurnar, vegina og stöðvarhúsin.
Hér fyrir neðan sést síðan stóri borinn við gíginn Víti. Leirhnjúkur blasir við framundan og frá Leirhnjúki hefur þessi stóri bor blasað við eins og tákn um það hvernig eigi að fara fyrir þessu einstaka svæði.
Vítismór er á milli Vítis og Leirhnjúks og nýjasta borholan í Vítismó er á rauðlituðu svæði vinstra megin á myndinni og blasir að sjálfsögðu við úr öllum áttum.
Þetta svæði er þegar skilgreint sem iðnaðarsvæði og virkjanamenn fara um það með því hugarfari að það skuli verða eins og svæðið rétt fyrir sunnan, sem sést hér til hægri.
Með því að umturna þessu svæði og gera það að iðnaðarsvæði með blásandi borholum, gufuleiðslum, stöðvarhúsum, vegum og háspennulínum verða unnin hrikalegri náttúruspjöll en þótt slíkt yrði gert í Öskju vegna þess að Leirhnjúkur-Gjástykki er eini staðurinn í heiminum þar sem sjá má svona vel og upplifa hvernig sköpun Íslands, - Virkjanaaðdáendur segja að ferðafólk komi fyrst og fremst á þessar slóðir til að skoða virkjanamannvirki.
Samkvæmt því myndi Yellowstone í Bandaríkjunum loksins blómstra þegar þar verður sótt inn á sama hátt og hér er gert með bora og stórvirk tæki.
Reiknað er með að 30 megavött af orku muni fást úr Gjástykki. Það mun gefa rafmagn sem samsvarar 20 störfum í álverinu á Bakka.
Reiknað hefur verið út af þekktum kunnáttumönnum að virðisaukinn fyrir þjóðfélagið í álverum sé nær þrefalt minni en við sjávarútveg og ferðaþjónustu.Menn eru sem sagt reiðubúnir til að fórna Gjástykki fyrir sem svarar sjö störfum á Bakka í 70 kílómetra fjarlægð.
Í Yellowstone koma 2 milljónir manna á ári hverju og stór hluti þeirra kemur til að upplifa skógarelda, sem þar geysuðu fyrir 20 árum og hægt er að fræðast um af myndum, meðal annars í sérstöku setri með safni og bíósal.
Allt frá Leirhnjúki, sem er hér skærgulurhægra megin fyrir ofan, norður í Gjástykki gætu menn fræðst um og upplifað sköpun jarðar og setur við Kröflu með bíóhúsi og safni yrði heimsfrægt og gæti þess vegna dregið tugþúsundir ferðamanna hingað og veitt hundruðum vinnu, hér í sjálfu byggðarlaginu sem og annars staðar.
En menn eru spenntari fyrir örfáum störfum í verksmiðju í 70 kílómetra fjarlægð.
Á tveimur myndum er horf yfir mosaalandslag í Vítismó í áttina yfir að Leirhnjúki og á myndinni þar fyrir neðan til suðurs í átt að Kröflu.
Kröflueldarnir geta haft víða skírskotun því að þeir voru mjög líkir Skaftáreldunum 1783 og því mætti tengja þetta tvennt saman, Kröfluelda og Skaftárelda, í fræðslu- og ferðamannamiðstöðinni og allri þjónustu við ferðamenn sem hingað kæmu hvaðanæfa að úr heiminum til að sjá "Sköpun jarðar."
Raunar gætu verið tvær miðstöðvar sem hétu þessu nafni, - önnur hér og hin á Kirkjubæjarklaustri, þar sem myndefnið einstæða yrði nýtt til að gestir gætu upplifað sköpunina sem hið eldvirka Ísland er svo gott dæmi Neðsta myndin er tekin við það svæði þar sem hópur vísindamanna valdi sér æfingasvæði fyrir ferðir til mars.
Svörtu hraunstraumarnir, sem streymdu niður úr gígunum sem hlóðust upp í Kröflueldum voru eldrauðir á sínum tíma eins og sést svo vel á kvikmyndum og ljósmyndum frá árunum 1981-84.
Á myndinni þar sem er horft yfir Leirhnjúk sést enn rjúka úr gossprungunni frá Kröflueldum. Búið er að leggja göngustíg úr timbri sem stendur á hælum líkt og gert hefur verið í Yellowstone. Þar hafa menn lært hvernig hægt er að stýra ferðamannastraumi án þess að hann valdi spjöllum.
Hið eldvirka Ísland er eitt af helstu undrum veraldar. Nú stendur til að virkja allt sundur og saman á fjórum háhitasvæðum norður og austur af Mývatni fyrir álver á Bakka.
Eitt þessara fjögurra svæða er Leirhnjúkur-Gjástykki.
Þeir sem vilja virkja þetta allt segjast vera hófsemdarmenn en eins og fyrri daginn verða ég og skoðansystkin mín stimpluð "öfga-umhverfisfólk" fyrir að reyna að þyrma einu af þessum fjórum svæðum eins og ég hef gert í þessum pistli.
![]() |
Djúpborun í Vítismóum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.3.2009 | 01:22
Lada Sport, vanmetinn tímamótabíll.
Þegar Lada Sport kom til Íslands 1976-77 sló hann strax í gegn hér. Raunar var nafnið rangt, - Ísland er eina landið í heiminum þar sem þetta nafn er notað. Alls staðar annars staðar heitir hann sínu rússneska nafni, Lada Niva.
Þetta var frábært sölutrix hjá umboðinu en svona eftir á að hyggja, ber bíllinn þetta nafn með rentu ef það er haft í huga að Lada Sport var fyrsti SUV-bíllinn í heiminum miðað við það hvernig hugtakið SUV, Sport Utiliity Vehicle, varð til.
Sport-hlutinn í SUV vísar nefnilega til þess að þessi bílar voru með þróaðri fjaðrabúnaði, sjálfstæðri fjöðrun og gormum, og síðar með sjálfberandi byggingu.
Allt þetta hafði Lada Sport til að bera, 13 árum áður en næsti bíll af þessum toga, Suzuki Vitara, kom á markað með gormafjöðrun að framan og aftan. Það er eftirtektarvert að Vitaran var með nákvæmlega jafn langt á milli hjóla og Ladan, sjálfstæða fjöðrun að framan og heilan ás með gormum að aftan.
Vitaran var hins vegar á grind þannig að Lada Sport var þróaðri að því leyti. 1976 var mesti lúxusjeppi Bandaríkjanna, Jeep Wagoneer, á grind með blaðfjöðrun að aftan og framan.
Lada Sport var oft kallaður "hinn rússneski Range Rover, en Range Rover hafði verið tímamótabíll á sínum tíma, sjö árum fyrr, - fyrstu jeppinn með gormafjöðrun allan hringinn og útliti og þægindum fólksbíls, en torfærueiginleikum alvörujeppa, háu og lágu drifi og góðri veghæð. Ladan var með sídrif eins og Range Rover.
Hann sló þó breska lúxusjeppanum við tæknilega séð með sjálfstæða fjöðrun að framan og sjálfberandi boddí.
Lada Sport var á pappírnum með þróaða vél miðað við þann tíma sem hann kom fram, með yfirliggjandi kambás. Ég átti þess kost að reynslu aka Lada Sport þegar nokkrir voru fluttir inn hingað fyrir 7-8 árum eftir langt hlé.
Ég hlakkaði til. Átti margar góðar minningar frá fyrri árum og það var búið að endurbæta nokkra hluti, til dæmis að láta afturhlerann opnast alveg niður að stuðara og setja á hann mengunarbúnað svo hann stæðis ESB staðla.
En þetta varð algert sjokk. Hin "þróaða" vél var með eins grófan gang og dísilvél. Maður steig á bensíngjöfina og ekkert gerðist, - steig fastar og þá kom allt í einu urrandi kraftur sem jókst síðan ekkert þótt vélin væri látin snúast meira.
Allt í einu áttaði maður sig á því hve miklar framfarir höfðu orðið á 20 árum, því að Lada Sport er nokkurn veginn alveg eins, hvort sem árgerðin er 1976 eða 2009. Samið hávaðinn og grófa hljóðið í vél og driflínu og frá hjólunum á grófum vegi.
Lada Sport framleiddur enn í dag og ekkert lát á vinsældum hans í heimalandinu. Hann var og er ótrúlega góður torfærubíll, með hátt og lágt drif, góða veghæð og litla skögun.
Sverrir vinur minn Kr. Bjarnason tróð undir sinn bíl 31 tommu dekkjum og ég veit um einn sem troðið hefur verið undir 33ja tommu dekkjum.
Samt er Lada Sprt með furðu lágan þyngdarpunkt og nokkrum sentimetrum lægri en hann er breiður.
Í gamla daga var hann með hæstu jeppum undir kviðinn, 36sm, en á 2000 árgerðinni var kominn hvarfakútur sem lækkaði þessa hæð, - þó án þess þó að það kæmi að sök. Hann er enn með hæstu bílum undir kviðinn.
Þessi bíll eyddi alltaf talsverðu bensíni og gerir enn. Þegar hann er borinn saman við Suzuki Vitara styttri gerðina frá tíunda áratugnum koma í ljós merkilegir yfirburðir Lödunnar í heildarhönnun.
Með því að hafa varahjólið undir húddinu og enga sérstaka grind skapast ótrúlega mikið farangursrými afturí, ca þrefalt stærra en á Súkkunni. Miklu lægra var undir kviðinn á Súkkunni vegna grindarinnar og samt var hann hærri bíll en Ladan vegna þess hve mikið rými sparaðist á Lödunni með sjálfberandi boddíi.
Um gæðamuninn þurfti hins vegar ekki að deila, það var himinn og haf á milli grófleikans í Lödunni og léttleikans og gæðanna hjá þeim japanska.
Bílaleiga ein gerði tilraun til að leigja þann rússneska út um 2000 en gafst strax upp þegar ökumenn lentu í vandræðum með lausa rúðuupphalara, húna og fleira, sem losnaði strax á Lödunni.
Gæðin,, sem voru svo sem aldrei neitt óskaplega mikil í sovét, höfðu hrunið niður um leið og Sovétríkin. Ég veit ekki hvort gæðin hafa stigið aftur upp á við.
En það er merkilegt að hönnunin á Lada Sport er enn einhver sú besta á jeppa (SUV) af þessari stærð í heiminum. Ég skal játa að ég hef alltaf verið veikur fyrir þessum bíl. Það er hægt að fá hann 50 sm lengri með fimm dyr og meira farangurspláss. Ef bara það væru nú Japanir sem framleiddu hann !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)