Höfðum erindi sem erfiði.

Það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að norska leiðin varðandi ESB liggi beinast við, það er, að sækja um aðild, ná sem hagstæðustu samkomulagi og leggja síðan borðliggjandi niðurstöðu í dóm þjóðarinnar, sem samþykkir aðildarsamninginn eða synjar honum.

Að þessari leið frárgenginni liggja hins vegar fyrir tveir aðrir möguleikar. Annars vegar óbreytt ástand vegna þess að ekki næst samkomulag um það í næstu ríkisstjórn að fara beint í aðildarviðræður og hins vegar sú leið sem bæði VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa opnað möguleika á, sem sé að þjóðin ákveði fyrst aukalega hvort sótt sé um.

Óbreytt ástand er versti kosturinn og ef að því kemur að í næsta stjórnarsamstarfi fáist ekki samstaða um annað en millileiðina, er hún þó skömminni skárri til þess að koma þessu máli á hreyfingu.

Íslandshreyfingarfólkið sem var á þessum landsfundi hefur fengið ákúrur fyrirfram frá sumum um að hafa lagt í vonlausan leiðangur.

Annað kom á daginn á þessum landsfundi. Okkur var vel tekið af öllum, ekki síst samherjum okkar í umhverfismálum og sjávarútvegsmálum og við komum fjölmörgu fram í öflugu og einstaklega ánægjulegu samstarfi við skoðanasystkin okkar í þessum málaflokkum og öðrum.

Í þessum málum var bryddað upp á nýjum hugmyndum sem fela í sér stefnubreytingu á ýmsa lund.

Í einu mjög mikilvægu máli réði atbeini okkar úrslitum þegar fellt var með aðeins 14 atkvæða mun tillaga um að Íslands sækti um undanþágu frá mengunarkvótum á næstu alþjóðaráðstefnu þar um.

Við komum líka að stefnumarkandi yfirlýsingum um að í endurreisn íslensks efnahagslífs skyldi stefnt að grænu hagkerfi sem gefist hefur vel í ýmsum löndum.

Margrét Sverrisdóttir fékk flest atkvæði í kjöri fimm fulltrúa í framkvæmdaráð flokksins.

Landsfundurinn sannfærði mig um það að það var rétt skref að Íslandshreyfingin gengi í Samfylkinguna. Við höfðum erindi sem erfiði og hefðum ekki með neinu öðru móti átt þess kost að ná viðlíka árangri eins og við náðum þarna með samherjum í stærsta flokki landsins.


mbl.is Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiður sem fer hljótt.

Hversu mörgum dálkmetrum og klukkustundum af fjölmiðlaefni skyldi hafa verið eytt í umfjöllun um grátlegan útgang á miðborg Reykjavíkur síðustu misserin ?

Þess vegna skýtur það skökku við að þegar Reykjavíkurborg fær eftirsótt alþjóðaverðlaun í harðri samkeppni við helstu borgir heims fyrir hreinsun og endurreisn borgarinnar á síðasta ári er ein frétt á innsíðu Fréttablaðsins það eina sem ég ég orðið var við að birst hafi í íslenskum fjölmiðlum um þetta.

Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd borgarinnar og sagði að verðlaunin væru fyrst og fremst viðurkenning á störfum framkvæmdasviðs borgarinnar og nefndi nöfn Hrólfs Jónssonar og Guðmundar Vignis Óskarssonar í því sambandi.

Auk nafns Jakobs Frímanns má nefna nafn Ólafs F. Magnússonar, sem strax í upphafi borgarstjórartíðar sinnar nefndi þetta mál sem dæmi um það að verkin yrðu látin tala enda miðborgarmálin honum kær. Fyrir það var hann hæddur og gert svo mikið veður út af því þegar hann réði Jakob Frímann sem miðborgarstjóra, að í frægu Kastljósviðtali við Ólaf fékk ekkert að komast að.

Við starfi Ólafs sem borgarstjóri tók Hanna Birna Kristjánsdóttir og mér finnst rétt að halda því sérstaklega til haga að í þessum máli og fleirum hefur náðst mikilsverð samstaða með meirihluta og minnihluta í borgarstjórn sem er báðum aðilum til sóma og nauðsynlegt fyrir borgarstjórnina almennt til að endurheimta traust á borgarfulltrúum sem rýrðist í sviptingunum hlaustið 2007 og vorið 2008.

Heiður þeim sem heiður ber.


Hvor er Barrabas?

Davíð líkti sér við Jesú Krist á krossinum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mér sýnist öll athyglin hafa beinst að Davíð vegna þessara ummæla, sem von er, enda Davíð þá orðinn Krists jafningi, samanber samlíkingin í ljóði Halldórs Blöndals á afmæli Davíðs: "...Hannesar jafningi" (Hannes Hafstein).

Greinilegt er að Davíð hefur ekki fundist Hannes nógu merkilegur, né heldur Churchill og Napóleon, sem sagt er að hann hafi jafnað sér við fyrr á tíð, og þetta síðasta verður ekki toppað með neinu nema Guði í Himnaríki.

En nú er spurningin, fyrst Davíð líkti hinum seðlabankastjórunum við ræninga, hvor þeirra sé Barrabas.


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband