Hluti af stærra dæmi.

Eitt af þeim ráðum sem menn vilja grípa til í kreppu er að nota þann tíma til að auka menntun þjóðfélagsþegnanna svo að samfélagið hagnist á því þegar aftur rofar til.

Það getur ekki verið þjóðfélagslega hagkvæmt að þúsundir námsmanna hafi enga vinnu í allt sumar og ekki sanngjarnt að það eigi þar að auki engan rétt á atvinnuleysisbótum.

Fyrst sameiginlegir sjóðir landsmanna hagnast á því að borga engar atvinnuleysisbætur er það ekki ósanngjarnt að eitthvað af því fjármagni fari til að lengja kennslutímann og stuðla þannig að því að heildarnámstíminn styttist og námsmennirnir komi fyrr og betur út í atvinnulífið að námi loknu en annars hefði orðið.


mbl.is Enn óvíst um sumarönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona vanhugsað við persónukjör?

Sjálfstæðismenn tala um vanhugsaðar breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum. Persónukjör í kosningum er þó fyrirkomulag sem hefur gefið góða raun í nágrannalöndum okkar. Í tillögum um persónukjör núna kveður á um eins litla breytingu og hugsast getur, - einungis það að framboðum sé heimilt að bjóða fram óraðaða lista ef þeir kjósa svo.

Það er enginn að fara fram á að Sjálfstæðisflokkurinn breyti neinu í sínu framboði heldur aðeins að hann láti af þeirri sovésku forræðishyggju og afskiptasemi sem felst í því það meina öðrum framboðum að nota þrautreynda og einfalda aðferð sem talin hefur verið auka á lýðræði og sjálfstæði einstaklinga erlendis.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar afrekað það að fá því framgengt að sjálfbær þróun sé ekki nefnd í stjórnarskrá og vjll ekki að með því sé varinn réttur óborinna milljóna Íslendinga. Slík ákvæði þykja sjálfsögð í stjórnarskrám erlendis og hafa gefist vel þar en Sjálfstæðisflokkurinn má ekki til svo "vanhugsaðra" lagabóta.

Sjálfstæðismenn tala mikið um nauðsyn samstöðu og sáttar um svona breytingar. Það er ágætt takmark í sjálfu sér en þeir hafa með málflutningi sínum sýnt að í þeirra augum snýst slíkt aðeins um það að þeir hafi úrslitavald um smátt og stórt í því efni og geti verið eins hreinræktað íhald og afturhald og hugsast getur.

Nauðsynlegustu og þörfustu stjórnarskrárbreytingar liðinnar aldar voru 1934, 1942 og 1959, einkum sú síðasta sem lagði grundvöll að bestu ríkisstjórn aldarinnar, Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Sjálfstæðismenn stóðu að öllum þessum breytingum í harðri andstöðu við Framsóknarflokkinn.

Sjálfstæðismenn völdu Framsóknarmönnum öll hin verstu orð í þessum orrahríðum. Fróðlegt væri að rifja þau upp og sjá við hvern þau eiga nú.


mbl.is Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband