Hluti af stærra dæmi.

Eitt af þeim ráðum sem menn vilja grípa til í kreppu er að nota þann tíma til að auka menntun þjóðfélagsþegnanna svo að samfélagið hagnist á því þegar aftur rofar til.

Það getur ekki verið þjóðfélagslega hagkvæmt að þúsundir námsmanna hafi enga vinnu í allt sumar og ekki sanngjarnt að það eigi þar að auki engan rétt á atvinnuleysisbótum.

Fyrst sameiginlegir sjóðir landsmanna hagnast á því að borga engar atvinnuleysisbætur er það ekki ósanngjarnt að eitthvað af því fjármagni fari til að lengja kennslutímann og stuðla þannig að því að heildarnámstíminn styttist og námsmennirnir komi fyrr og betur út í atvinnulífið að námi loknu en annars hefði orðið.


mbl.is Enn óvíst um sumarönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma því að ungir íslenskir karlmenn voru plataðir til að taka meirapróf og stýra gröfum á meðan stúlkurnar fóru í annað nám. Nú þarf að bjarga strákunum upp úr holunni svo hægt verði að búa til betra samfélag!

alda sigurdardottir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband