Sama sagan um allan heim.

Strax daginn eftir að spiluð var í sjónvarpsfréttum í Ameríku sú yfirlýsing þáverandi Seðlabankastjóra að við Íslendingar myndum ekki borga fékk ég orð í eyra vegna íslenska skjaldarmerkisins á húfu minni.

"Svo þú ert einn af þrjótunum sem borgar ekki", var sagt.

Ég hef heyrt sömu sögu frá myrkustu Afríku frá Íslendingum sem þar starfa. Það er hart fyrir einstaklinga að þurfa að sæta svona en þetta er nú bara sá grimmi veruleiki sem við verðum Íslendingar verðum að búa við um sinn.

Sjálfum þótti okkur gaman árum saman að því að fara með Pólverjabrandara á kostnað þeirrar ágætu þjóðar og á tímabili var framleiðsluvara Skoda-verksmiðjanna alþjóðlegt aðhlátursefni.


mbl.is Var rekin vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugurinn sprelllifandi.

Stóriðjustjórnin 1995-2007 er lifnuð í umhverfisnefnd á Alþingi. Til að tryggja áframhaldandi fjölgu álvera eiga Íslendingar enn á ný að væla það út úr alþjóðasamfélaginu að mega menga meira en nokkrir aðrir.

Röksemdin er sú að hér á landi sé hægt að nota "endurnýjanlega og hreina orku á sjálfbæran hátt", og ef það verði ekki gert verði í staðinn reist fyrir álverin kolaorkuver út í heimi með níu sinnum meiri mengun.

Forsenda þessarar undanþágubeiðni stenst ekki. Endurnýjanleg og hrein orka á Íslandi er innan við eitt prósent af slíkri óbeislaðri orku sem finna má í öðrum heimsálfum.

Ef slík orka væri virkjuð fyrir álver þar myndu þjóðfélög sem eru hundrað sinnum fátækari en Ísland fá að nýta sínar orkulindir með margfalt minni umhverfisspjöllum. En Íslendingum finnst það eftirsóknarvert að taka brauðið frá þessum örfátæku þjóðum.

"Sjálfbæra þróunin" og "endurnýjanlega orkan", sem talað er um hér á landi er með núverandi rányrkju jarðhitans, er orðin að stærstu þjóðarlygi okkar.

Verði álverið í Helguvík að veruleika verður pumpað upp þrefalt meiri orku af háhitasvæðum Reykjanesskagans en þau afkasta og þau munu far að kólna eftir nokkra áratugi. Þá munu barnabörn okkar standa ráðþrota uppi á Hellisheiði og spyrja hvar þau eigi að finna 1000 megavatta orku í staðinn fyrir þá sem er að dvína.

Meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa meirihluta á þingi mun gamla stóriðjustjórnin dúkka upp hvenær sem þessir flokkar telja sér henta. Þessu þarf að breyta.


mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband