Sama sagan um allan heim.

Strax daginn eftir að spiluð var í sjónvarpsfréttum í Ameríku sú yfirlýsing þáverandi Seðlabankastjóra að við Íslendingar myndum ekki borga fékk ég orð í eyra vegna íslenska skjaldarmerkisins á húfu minni.

"Svo þú ert einn af þrjótunum sem borgar ekki", var sagt.

Ég hef heyrt sömu sögu frá myrkustu Afríku frá Íslendingum sem þar starfa. Það er hart fyrir einstaklinga að þurfa að sæta svona en þetta er nú bara sá grimmi veruleiki sem við verðum Íslendingar verðum að búa við um sinn.

Sjálfum þótti okkur gaman árum saman að því að fara með Pólverjabrandara á kostnað þeirrar ágætu þjóðar og á tímabili var framleiðsluvara Skoda-verksmiðjanna alþjóðlegt aðhlátursefni.


mbl.is Var rekin vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Júlíus Einarsson

Ég veit það ekki, ég bý hér í Bandaríkjunum og ferðast mikið vegna vinnu minnar og ég hef bara mætt samúð hjá fólki sem að ég hef rætt við og hvergi hefur nokkur maður neitað að vinna með mér eða ég verið rekin. Þó að ég finni til með konunni í greininni ef að þetta er raunin þá held ég að sé verið að blása þetta upp frá einhverjum nokkrum atvikum í einhvers konar Islendingar-haturs-farald. Mér þtti nún gaman að fá að heyra söguna um þá/þann Íslending/a sem að lentu í þessu í "myrkustu Afríku", ertu viss að þú sért ekki að ýkja smá???

Kjartan Júlíus Einarsson, 7.4.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Rúna Vala

Kannske eru þetta bara Kanar sem elska okkur enn. Ég var í Iowa á meðan allt var að byrja og fékk ekkert nema samúð og áhuga á ástandinu og framvindu mála frá fólki.

Rúna Vala, 7.4.2009 kl. 14:23

3 identicon

Þeir vita, þeir sem ég tala við, að ég er aðeins "fátækt skáld" og á engan hátt sök á öllu þessu sukki. Kannski berst fólk bara mismunandi á? Ég veit það ekki... Ég þarf amk. ekki enn að skammast mín (við samferðarfólk mitt gegnum tíma og rúm) fyrir að vera frá Íslandi. Ég hef meira að segja fengið vorkunnarhjóm frá einstaklingi sem býr í landi, þar sem 37% heimila hafa báðar fyrirvinnur á atvinnuleysisskrá - sem hjálpar þeim ekki baun.

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:47

4 identicon

Þekki mikið af fólki frá Skandinavíu, Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi og mest megnis upplifi ég samúð frá því fólki. Sama fólk er mjög hissa á því hvernig stjórnsýslunni okkar er háttað og sú spilling hér sem hefur tíðkast í stjórnkerfinu (sem á einhvern furðulegan hátt, okkur finnst sjálfsögð). Það hreinlega spyr: Hvernig leyfið þið þessum 'háu' herrum að komast upp með þetta?

Persónulega vil ég ekki að þjóðerni okkar uppsker annað hvort reiði eða samúð. Hvort tveggja ber vott um ákveðna niðurlægingu okkar sem þjóðar. Virðing okkar er engin.

Guðgeir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eflaust er þetta rétt hjá þér Ómar - að einhverju leyti. En lendum við einstaklingarnir í slíkri ásökunaraðstöðu af hálfu erlendra ber okkur skylda til þess að benda viðkomandi á að þeir sem verst verða fyrir barðinu á útrásar-rusla-liðinu (sem kennt er við Ísland en athafnaði sig í skjóli EES) er einmitt íslenskur almenningur.

Kolbrún Hilmars, 7.4.2009 kl. 17:16

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er lítið betra að láta vorkenna sér eða að skamma mann. Hvort tveggja sýnir lítið álit.

Stefán Jón Hafstein sagði mér frá því að þegar hann hafi þurft að fá verktakal í Namibíu til að vinna fyrir íslensku þróunarstofnunina hafi verktakinn spurt: Borgið þið nokkurn tíma?

Ómar Ragnarsson, 7.4.2009 kl. 17:29

7 identicon

Í Frakklandi hef ég ekki fengið neitt nema góðar óskir. Hef ekki fundið neitt nema samstöðu frá fólki hérna og hef heyrt marg oft að fólk ætli að fara í sumarfrí til Íslands, bæði vegna þess að það er hagstætt fyrir þá í dag og vegna þess að þau vilja hjálpa efnahagnum.

Eyjolfur (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 17:55

8 identicon

Ég hef aldrei vitað til þess að menn séu settir til ábyrgðar á skuld nema að viðkomandi aðili hafi skrifað undir sem ábyrgðaraðili á skuldinni. Sagt er að ábyrgð okkar Íslendinga sé að finna í EES samningnum sem er hljóðar upp á  tugirþúsundir A-4 síður það er mikil frumskógur af regluverki sem samin hefur verið af ESB ríkjunum sem Ísland ber ekki ábyrgð á nema jú fyrir það eitt að leyfa það í gegnum EES samninginn að okkur ber að fara eftir einnu og öllu sem ESB þjóðirnar setja inn í EES samninginn. Ég fullyrði það að EES samningurinn var gildra fyrir okkur litla Ísland meira segja Noregur þurfti að hafa sig allan við að verða ekki þessari gildru að bráð í aðildarviðræðunum sínum við ESB á sínum tíma og ef það hefði ske að ESB hefði lokkað Noreg í ESB hefðu þeir mist yfirráðin yfir fiskimiðunum til framtíðar og oliuauðlindunum á óvissutímum og takið eftir það var aldrei skilgreint hvað væri óvissa eða ekki óvissa það átti bara að vera mat ESB valdsins hverju sinni. Hvað er Samfylkingin að hugsa að vilja þarna inn í ESB þykkir þeim ekkert vænt um landið  sitt og þjóð?

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

Áfram Ísland. Færeyjar og Noregur!!

B.N. (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 22:29

9 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Bresku nýlenduherrannir  hafa nú verið þekktir fyrir það að kúa og traðka á öðrum þjóðum í gegnum aldirnar. þeir hefðu getað farið aðrar leiðir en að setja á okkur hryðjuverkalög, þeir ættu að skammast sín fyrir þessa frammkomu.

Sölvi Arnar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 23:48

10 Smámynd: TARA

Ég held nú samt sem áður að þetta séu bara örfá dæmi...mér heyrist að flestir séu elskulegir við okkur

TARA, 7.4.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband