1.6.2009 | 22:12
Ekki gos í þetta sinn
Í dag var farið í Grímsvötn, Skaftárkatla og Gjálp til mælinga. Magnús Tumi Guðmundsson, leiðangursstjóri. kvaðst alls óhræddur við að fara niður í Grímsvötn þótt þar hefði orðið jarðskjálfti sem venjulega er fyrirboði goss sem kemur eftir nokkrar klukkustundir. Jafnstórir skjálftar og komu í fyrradag eru nefnilega mjög sjaldgæfir í Grímsvötnum og yfirleitt undanfari goss. Nú er bara að koma sér niður af jöklinum og vinna úr því efni sem hér hefur verið tekið, við frábærar aðstæður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)