Ekki gos í þetta sinn

Í dag var farið í Grímsvötn, Skaftárkatla og Gjálp til mælinga. Magnús Tumi Guðmundsson, leiðangursstjóri. kvaðst alls óhræddur við að fara niður í Grímsvötn þótt þar hefði orðið jarðskjálfti sem venjulega er fyrirboði goss sem kemur eftir nokkrar klukkustundir. Jafnstórir skjálftar og komu í fyrradag eru nefnilega mjög sjaldgæfir í Grímsvötnum og yfirleitt undanfari goss. Nú er bara að koma sér niður af jöklinum og vinna úr því efni sem hér hefur verið tekið, við frábærar aðstæður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk, athyglisvert!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.6.2009 kl. 16:13

2 identicon

Hlakka til að heyra meira, hljómar áhugavert.

Hvaðan fenguði fregnir af skjálfta þarna annars. Sáuð þið það sjálfir af jarðskjálftamælum þarna eða lét einhver ykkur vita frá almannavörnum eða veðurstofunni?

Ari (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 00:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við fundum skjálftann og í einum bílnum er bæði NMT-samband og GSM-samband.

Ómar Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 11:12

4 identicon

Nohhh þið funduð hann, gerði ekki ráð f. því en auðvitað þegar ég hugsa núna um þetta þá finnst skjálfti sem er 3 að stærð nokkuð vel eflaust ef maður er við upptökin.  Ætli eitthvað af mannskapnum hafi ekki ókyrrst (f. utan Magnús Tuma)

Ari (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband