27.6.2009 | 19:43
Tímarnir breytast. Ný svæði uppgötvast.
Þegar ég var ungur þekkti ég ekki nokkurn mann sem hafði gengið á Esju. Slíkt var fáheyrt. Hvað þá að ganga á Hvannadalshnjúk.
'"Laugavegurinn" frá Landmannalaugum í Þórsmörk var óþekktur.
Nú morar allt af fólki, jafnvel manns nánustu, sem hefur gengið á fjöll. Sjálfur er ég eini maðurinn í heiminum sem hefur gengið tvisvar niður af Esjunni en aðeins einu sinni upp.
Hélt fimmtugsafmæli í kyrrþey og gekk á Esju til að taka mynd af kappgöngu upp á fjallið fyrir Stöð tvö. Náði að mynda upphafið og það þegar fólkið kom upp á brún.


Í dag hef ég verið með hópi á vegum Landverndar í stórkostlegu veðri í Gjástykki að skoða "sköpun jarðar."
Komst lengra gangandi en mig hafði órað fyrir því að skammt er í aðgerð á hné. Kannski með Gunnari Birgissyni.
Fyrr í dag voru það Þeystareykir ov meðfylgjandi eru tvær myndir frá því svæði sem stefnir í að verða virkjuunarsvæði á við Helligsheiði.
Á morgun verður það Leirhnjúkur og svæðið þar sem marsfarar framtíðarinnar vilja æfa sig, þó ekki innan um borholur, gufuleiðslur, stöðvarhús og háspennulínur.

Svæðið norðan Mývatns, Þeystareykir, Stóra- og Litla-Víti, Gjástykki-Leirhnjúkur býður upp á einstaka hringleið sem er nánast ókunnug öllum.
En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Mun blogga síðar með myndum um ferðina.
![]() |
Settu Íslandsmet í Esjugöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 13:02
Jackson - Björk.
Michael Jackson og Madonna voru kóngur og drottning í ríki poppsins í kringum 1990. Þau nutu þess að ítrasta tækni og og nýting gríðarlegrar líkamlegrar getu gátu magnað upp tónlist þeirra.
Bara það eitt var rosalegt að horfa á hvernig Jackson fór hamförum á sviðinu á þann hátt að aðrir litu út eins og smá spítukallar. Hann leit því vafalaust á endurkomu sína líkt og hnefaleikameistarar sem æfa eins og berserkir til að komast í fyrra form.
Tískan ræður miklu í poppinu. 1956 gufuðu sykursætu dægurlögin í gamla stílnum nær upp ásamt stórhljómsveitunum og rokkið með Presley í fararbroddi tók öll völd.
Síðan kom diskóbylgan, Bee Gees og Abba, en þegar pönkið kom þar á eftir fyrirlitu sumir helstu pönkararnir Abba ósegjanlega opinberlega.
Í dag viðurkenna þeir stórkostlega tónlist Abba.
Upp úr miðjum sjöunda áratugnum var Presley horfinn, - Bítlabylgjan hafði sópað honum í burtu.
En það sem einu sinni var gott verður það yfirleitt aftur. Presley var og er kóngurinn og Abba hefur náð nýjum hæðum í flutningi annarra.
Ég hef sett fram þá kenningu að Björk hafi verið réttur listamaður á réttum tíma þegar hún sló í gegn eins og sagt er.
Þegar hún kom fram höfðu Michael Jackson og Madonna verið mögnuð upp í áður óþekktar hæðir með hin ofurtæknilegu, flóknu, fyrirferðarmiklu og hátimbruðu uppsetningu. En ackson og Madonna var komin á endastöð, rétt eins og að tískufyrirbrigði, hvort sem það eru útvíðar skálmar, pínupils eða himinhá stél á bílum.
Það var ekki hægt að ná lengra í þessari tegund skemmtunar og veröldin þráði eitthvað gerólíkt. Hún fann það meðal annars í Björk, með sína ótrúlegu og barnslegu rödd og framkomu, einfaldleikann og frumleikanna í fyrirrúmi.
Án Jackson og Madonnu er óvíst að Björk hefði slegið jafn vel í gegn og hún gerði á hárréttu augnabliki. Hún og Íslendingar eiga því óbeint Jackson mikið að þakka.
"Ars longa, vita brevis." Listin er löng en lífið er stutt. Undrabörn gefa heiminum mikið en færa miklar persónulegar fórnir með því að vera rænd æsku sinni eða skorta persónulegan þroska.
Mozart, Presley, Jackson og fleir nöfn koma í hugann, loguðu skært og brunnu upp.
Jackson var risi í poppinu, alla tíð frá hann sem barn söng "Santa Claus is comin to-night" svo að líklega verður aldrei gert betur.
![]() |
Jackson æfði af kappi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)