28.6.2009 | 20:59
"Veröldin er söm við sig..."
Fréttin af flugi Jacksons upp í hæstu hæðir eftir dauða hans minnir mig á dásamlega vísu, sem Andrés Valberg fór með á hagyrðingamóti á Vopnafirði fyrir meira en áratug.
Sjálfur hafði Andrés sopið marga fjöruna um dagana, var maður lífsreyndur og átti ekki langt ólfifað.
Vísan er gull, og hljóðar svona:
Veröldin er söm við sig. /
Svíkur margan auður. /
Allir myndu elska mig /
ef ég væri dauður.
![]() |
Michael Jackson í efsta sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2009 | 20:53
"Bílvelta varð"...einu sinni enn.
Eru engin takmörk fyrir því hve lengi þetta orðalag, "bílvelta varð" er notað í íslenskum fjölmiðlum?
Í stað tveggja atkvæða: "bíll valt" er enn einu sinni notuð tvöfalt lengra orðalag og eftir því klaufalegt.
![]() |
Bílvelta á Þingvallavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2009 | 20:44
Eitt af einkennum kreppunnar?
Eftir klukkan fimm á föstudag myndaðist umferðaröngþveiti á leiðinni frá Reykjavík austur fyrir fjall. Jón, bróðir minn og Stefán Karl Stefánsson, sem ætluðu að hitta mig á Selfossflugvelli héldu á tímabili að kæmust ekki austur, - allt stóð fast.
Í kvöld snerist þetta við. Ég set fram tilgátu í nokkrum iiðum um ástæðu þessa:
1. Allir Íslendingar sem máttu sín eihvers voru svo mikið erlendis í gróðærinu. Það var "in". Púkó að húka á klakanum. Nú er öldinn önnur.
2. Allt í einu kom hrunið og þá var á svipstundu orðið "in" að ferðast innanlands.
3. Allir, sem sjá einhvern minnsta möguleika til þess að græða á þessu kreppufyrirbrigði, standa nú fyrir uppákomum og hvers kyns starfsemi út um allar koppagrundir til að græða á þessu. Hljómsveitir, sem höfðu legið í dái árum saman hafa sprottið upp til að fara hamförum um landið til að græða á ný og endurvekja forna dýrð.
4. Afleiðingin er stanslaus röð allra faratækjanna sem voru keypt í gróðærinu, út úr borginni austur og vestur í sumarbústaðina, sem þutu upp eins og gorkúlur á undanförnum árum.
Í óleysanlegri umferðarflækju viðra menn ofurjeppana, stóru húsbílana og bílana með stóru hjólhýsin í eftirdragi. Jónarnir og Gunnurnar sem verða að láta sér nægja minni bíla, eru líka á ferðinni og taka þátt þessum leik, kannski með litla tjaldvagna eða kerrur.
Þeir sem misstu allt og geta ekki tekið þátt í leiknum horfa á þetta í sjónvarpinu og dæsa.
5. Til að gæta allrar sanngirni verður að geta þess að það er ekki um hverja helgi sem slíkt góðviðri ríkir um allt land og í landi með kaldasta sumrinu í Evrópu er skiljanlegt að slíkt tækifæri reyni allir að nota.
![]() |
Mikil umferð til Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2009 | 20:26
Rannsóknarferðin á Vatnajökul, - síðasti dagur.
Hér kemur síðasti ferðadagur minn í rannsóknarferð Jöklarannsóknarfélagsins um Vatnajökul á dögunum.

Hápunkturinn hjá mér var ferð á Bárðarbungu, en efsta myndin er tekin á henni.
Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær í tveimur áföngum.
Þennan dag var reyndar farið líka upp á Öræfajökul.
En fyrir mig lá beint við að fara á Bárðarbungu með tilliti til þess að þaðan var síðan nokkuð bein leið um Skaftárkatla suðvestur um niður af Tungaárjökli.
Á næstefstu mynd má sjá ferðafólkið skála á Bárðarbungu og horfa yfir víðernin í allar áttir.

Við ætluðum að vera í samfloti í ferðinni alla leið niður af jöklinum á tveimur bílum, ég á jöklasúkkunni litlu, og Snæbjörn Pálsson á Toyota Landcruiser jöklajeppa sínum og ferðafélagi hans, Jóns Elíasson, prófessor.
Veðrið var frábært, útsýni til Öræfajökuls í suðri og ekki amalegt að stansa á áningarstöðum og njóta útsýnisins.
Við rætur Bárðarbungu, norðarlega á jöklinum, voru gerðar mælingar og tekin sýni.
Af þessum mælingum eru þrjár myndir.
Þær tvær neðstu sýna þegar borað er niður í jökulinn til að ná ís til að mæla.
Hann er síðan lagður í stokk, hlutaður í sundur og hvert stykki mælt.


Síðan var haldið á Bárðarbungu og stansað á norðvesturbrún hennar þar sem útsýnið er að sjálfsögðu óviðjafnanlegt í eins góðu veðri og var þarna, í 2009 metra hæð.
Það er mesta hæð sem íslenskir jöklajeppar komast í.
Aðeins einu sinni hefur jöklajeppi farið hærra, en það var vorið 1991 þegar bíll frá Bílabúð Benna tókst að komast upp á Hvannadalshjúk á eigin vélarafli, að vísu að hluta til með vindu, sem fékk rafafl upprunnið í vél bílsins.

Á myndinni hér við hliðina er horft til vesturs yfir Tungnafellsjökul og Hofsjökul fjær, en þetta sést betur með því að stækka myndina með því að smella á hana í tveimur áföngum.
Síðan tók við ferðalagið niður af jöklinum með viðkomu hjá mælingamönnum við Skaftárkatla.

Það á helst að vera regla að vera ekki einbíla á ferð á miðhálendinu.
Þess vegna höfðum ég samflot með þeim Snæbirni og Jónasi og kom sér vel að vera ekki einn því að þar kom að Snæbjörn kippti í Súkkuna mína á einum stað, en skömmu síðar festi hann sinn bíl, og þá var komið að því að borga til baka og kippa í hann.
Neðsta myndin á síðunni er síðan tekin á leiðinni frá Jökulheimum vestur að Vatnsfelli og hinni eiginlegu jöklaferð lauk síðan við Hrauneyjar þar sem leiðir skildu.
Sól er að setjast og Loðmundur, Hekla og Þóristindur blasa við.

Þetta var frábær ferð, þessi dásamlelga blanda af erfiðleikum og dimmviðri og dýrlegu veðri suma dagana, að ekki sé minnst á hin einstæðu náttúrufyrirbæri sem þrædd höfðu verið eins og upp á festi með gimsteinunum Grímsvötnum, Kverkfjöllum, Bárðarbungu, Vatnajökli og mikilúðlegu landslagi á leiðunum upp og niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)