"Veröldin er söm við sig..."

Fréttin af flugi Jacksons upp í hæstu hæðir eftir dauða hans minnir mig á dásamlega vísu, sem Andrés Valberg fór með á hagyrðingamóti á Vopnafirði fyrir meira en áratug.

Sjálfur hafði Andrés sopið marga fjöruna um dagana, var maður lífsreyndur og átti ekki langt ólfifað.

Vísan er gull, og hljóðar svona:

 

Veröldin er söm við sig. /

Svíkur margan auður. /

Allir myndu elska mig /

ef ég væri dauður.


mbl.is Michael Jackson í efsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég held að það sé bara nokkuð til í þessu. Maðurinn var mikill listamaður og gerði mörg meistaraverkin í tónlist og danslistinni en hann var illa truflaður á geði og eyðilagður í æsku. Sem skýrir að hluta til þessar ákærur sem hann fékk og breytinguna á útlitinu.

Aumingja maðurinn, ég er fegin að hafa ekki fæðst sem hann (ekki er allt fengið með frægð og auði)

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.6.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband