Loksins eitthvað um sáralítinn hlut okkar.

Virkjanafíklar hafa jafnan látið eins og hið óvirkjaða vatnsafl Íslands sé slíkt að skipta muni sköpum fyrir heiminn. Fyrir 15 árum var í alvöru rætt um að Íslendingar gætu setið eins og Arabar með vefjarhetti og stjórnað rafmangsverði í Evrópu í gegnum sæstreng.

Ef þetta væri svona gætu Norðmenn það alveg eins og við, því að þar í landi er að magni til jafn mikið óvirkjað vatnsafl og hér. Þar að auki tandurhreint vatn á hálendi, sem ekki hefur hlotið sérstakan gæðastimpil sem eitt af undrum veraldar eins og Ísland hefur hlotið.

Í Noregi eru heldur ekki vandamál vegna þess að miðlunarlón fyllist upp af auri og heilu dölunum með lífríki og einstæðri náttúru sé sökkt eins og hér er ætlunin.

Norðmenn munu ekki virkja meira enda þarf ekki annað en að glugga í tölur til að sjá, að óvirkjað vatnsafl í þessum tveimur löndum er langt innan við eitt prósent af orkuþörf veraldar, aðeins nokkur prómill. Hvorki við né Norðmenn munum verða "Arabar norðursins" eins og lengi hefur verið gumað af.

Ég hef flogið í lítilli flugvél yfir þvera og endilanga Eþíópíu og séð allt það gríðarlega vatnsafl sem óvirkjað er í því landi. Þar eru þjóðartekjur á mann aðeins 0.5% af því sem þær eru hér.

Virkjanir í þessari álfu hafa því meira en hundrað sinnum meira hagrænt gildi fyrir örfátækt fólkið sem þar býr en þær hafa hér á landi.

Samt viljum við bjóða "lægsta orkuverð" og "sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum" og eyðileggja verðmæti sem eru ómetanleg.

Er nú í ferð um virkjanasvæðin norðan Mývatns og í kringum Snæfell og skortir orð til að lýsa því sem hér er að gerast, þótt ég muni reyna að blogga um það næstu daga, ef tími er til.

Það er ekki víst hvað sá tími verður mikill. Það er að hitna í kolunum hér og magnaðir dagar framundan.


mbl.is Gífurlegt afl liggur ónýtt í fallvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merk og gleðileg tímamót.

Hóflegar strandveiðar sem hleyptu lífi í dauð sjávarþorp voru eitt af áhersluatriðum Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningarnar 2007. Við töldum að af fenginni reynslu af smábátasprengingunni í lok síðustu aldar væri nú hægt að nálgast viðfangsefnið af nægri varfærni og skynsemi til að betur færi í þetta sinn.

Veiðarnar hafa marga kosti:

1. Opnaður gluggi fyrir þá sem vilja stunda svona veiðar og njóta þess samspils við hafið og náttúruna sem þær veita.

2. Hleypt lífi í hafnirnar um allt land.

3. Hæsta stig sjálfbærni og góðrar meðferðar á auðlindinni.

4. Menningar- og gleðiauki fyrir fólkið í sjávarbyggðu0num.

5. Aukin gleði fyrir aðkomufólk og ferðamenn sem vilja koma í slík pláss og kynnast hinum einstæðu tengslum byggðanna við hafið sem hafa verið kyrkt hin síðustu ár.

Þetta getur þýtt óbeinar tekjur vegna ferðaþjónustu. Eða eins og Raggi Bjarna söng í den: "Hafið lokkar og laðar."


mbl.is 22 tonn af þorski á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband