Kynslóðin sem var "hömlulaus."

Ég geymi inni í kápunni í minnisbókinni minni nokkur gullkorn úr viðtölum Krónikunnar sálugu við Sigurjón Þ. Árnason og Hannes Smárason í febrúar og mars 2007, einu og hálfu ári fyrir hrunið.

Sigurjón segir í viðtalinu að hans kynslóð, manna á aldrinum 35-50 ára ráði ferðinni og hann lýsir þessari ráðandi kynslóð svona:

"Sú kynslóð ólst við mikið frjálsræði en einnig mikla vinnusemi. Hún fór út að leika sér á morgnana og var þar allan daginn, kom ekki heim fyrr en hún var kölluð í mat. Hún taldi að allt væri hægt og var að því leytinu hömlulaus." 

Verður hinni "tæru snilld" lýst öllu betur? Og það í ofanálag í tímariti sem var talin "tær viðskiptasnilld" en fór á hausinn eftir að þrjú tölublöð höfðu komið út.  


mbl.is Hrekkur ekki fyrir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hámenning eða lágmenning

Það hefur tíðkast lengi að flokka íslenska menningu í svokallaða hámenningu og lágmenningu. Þetta hefur ratað inn í styrkjakerfi listamanna og skipt listamönnum að óþörfu í tvo flokka. Ef einhver annar en Jónas Hallgrímsson hefði ort Enginn grætur Íslending hefði það líkast til flokkast sem lágmenning alla tíð síðan.

Það er gott að við eigum menntamálaráðherra sem hefur greinilega látið sér annt um allar tegundir menningar, líka hina svokölluðu lágmenningu sem dægulagatextar hafa verið taldir vera. Þá gleymist mönnum að skáld eins og Tómas Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk  töldu sig ekki yfir það hafna að yrkja svokallaða dægurlagatexta.


mbl.is Dægurlagatextar krufnir til mergjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband