Hámenning eða lágmenning

Það hefur tíðkast lengi að flokka íslenska menningu í svokallaða hámenningu og lágmenningu. Þetta hefur ratað inn í styrkjakerfi listamanna og skipt listamönnum að óþörfu í tvo flokka. Ef einhver annar en Jónas Hallgrímsson hefði ort Enginn grætur Íslending hefði það líkast til flokkast sem lágmenning alla tíð síðan.

Það er gott að við eigum menntamálaráðherra sem hefur greinilega látið sér annt um allar tegundir menningar, líka hina svokölluðu lágmenningu sem dægulagatextar hafa verið taldir vera. Þá gleymist mönnum að skáld eins og Tómas Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk  töldu sig ekki yfir það hafna að yrkja svokallaða dægurlagatexta.


mbl.is Dægurlagatextar krufnir til mergjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki má gleyma þér sjálfum, þú hefur gefið okkur ófá gullkornin, þó stundum hafi gleymst að magn er ekki sama og gæði!

Sigurður Snæberg Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta eru án efa bestu fréttir af vettvangi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vg.

- það er spurning hver staða íslenskrar þjóðmenningar væri ef við hefðum ekki hana Katrínu okkar?

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eginn grætur Íslending,

einan sér og dáin.

Þegar allt er komið í kring,

kyssir torfan náinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.6.2009 kl. 18:46

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tek undir það framlag sem Ómar sjálfur hefur lagt til dægurlagatexta. Í þessu sambandi má geta þess að mörg háklassísk tónskáld hafa ekki talið sig yfir það hafna að semja danslög. Schubert samdi t.d. mörg hundruð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2009 kl. 19:04

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mörg bestu ljóð sem samin hafa verið, eru textar við lög. Það þýðir varla að ljóðið sé verra fyrir vikið? Megas er fínt dæmi um dægurlagasmið sem hefur þvílíkt vald á tungunni að hann á heima á stalli með Jónasi og fleirum.

Villi Asgeirsson, 8.6.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband