1.7.2009 | 20:00
Ísland, gósenland jarðvísindanna.
Einn af stórum möguleikum landsins okkar felst í að við getum átt vísindamenn í fremstu röð í jarðvísindum og lokkað hingað vísindamenn annarra land vegna þess hve einstæð náttúra landsins er.
Tunglfararnir komu hingað af þessum sökum og marsfarar framtíðarinnar gætu komið líka og æft sig í Gjáststykki ef bægt verður frá skefjalausri ásókn virkjanafíkla í að eyðileggja svæðið sem alþjóðasamtök um ferðir til mars völdu sér.
Orðstír lands og þjóðar er virði þúsunda milljarða króna þótt margir vilji líta fram hjá því. Það er ekki sama hvernig við förum þann dýrgrip sem landið okkar er og við höfum að láni frá afkomendum okkar.
![]() |
Verðlaunuð af Bandaríska jarðeðlisfræðisambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2009 | 00:37
Hefnist fyrir oflætið.
Þegar ég sé fréttina um lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar kemur upp í hugann þegar Hörður Árnason varpaði því fram á fundi Viðskiptaráðs, sem ég sat 2007, að á ákveðnu árabili á milli tveggja dagsetninga þegar staða dollars var hin sama, var Landsvirkjun rekin með tapi.
Hörður dró þá ályktun af þessu að eitthvað væri verulega bogið við rekstur fyrirtækis, sem hefði næstum því einokunarstöðu í landinu og ætti að vera gullgæs undir öllum venjulegum kringumstæðum.
Á þessum tíma sökkti Landsvirkjun sér í stórskuldir vegna Kárahnjúkavirkjunar í stað þess að sigla lygnan og öruggan sjó eins og vel rekin fyrirtæki með ábyrga stjórnendur gera.
Það er veruleg ástæða til að óttast að Landsvirkjun lendi beint eða óbeint í eigu útlendinga þegar harðna fer á dalnum. Staða fyrirtækisins er óhugnanlega keimlík stöðu bankanna fyrir hrunið, þegar stjórnendur þeirra treystu á að fá lánsfé til að "endurfjármagna" sligandi skuldir.
Það fékkst ekki og bankarnir hrundu, þrátt fyrir að þeim tækist að blekkja fólk með því að sýna reikninga sem sýndu sterka stöðu.
Það skyldi þó ekki vera að stefni í fjárhagslegt hrun Landsvirkjunar þegar ekkert lánsfé fæst lengur vegna þess að fyrirtækið er komið í ruslflokk?
![]() |
Lánshæfiseinkunn lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)