Ísland, gósenland jarðvísindanna.

Einn af stórum möguleikum landsins okkar felst í að við getum átt vísindamenn í fremstu röð í jarðvísindum og lokkað hingað vísindamenn annarra land vegna þess hve einstæð náttúra landsins er.

Tunglfararnir komu hingað af þessum sökum og marsfarar framtíðarinnar gætu komið líka og æft sig í Gjáststykki ef bægt verður frá skefjalausri ásókn virkjanafíkla í að eyðileggja svæðið sem alþjóðasamtök um ferðir til mars völdu sér.

Orðstír lands og þjóðar er virði þúsunda milljarða króna þótt margir vilji líta fram hjá því. Það er ekki sama hvernig við förum þann dýrgrip sem landið okkar er og við höfum að láni frá afkomendum okkar.


mbl.is Verðlaunuð af Bandaríska jarðeðlisfræðisambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugmyndin er svo sem ekki afleit, en getum við lifað á þessu?  Á þetta sem sagt að verða einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar? - t.d. úti á landsbyggðinni. 

Ertu ekki að mælast til þess að landsbyggðin verði einn alsherjar þjóðgarður og útivistarsvæði sem einungis er opinn ca. 3 mánuði á ári? - þ.e. yfir há-ferðamannatímann.  Hvað á þá fólk að gera alla hina 9 mánuði ársins?

Við verðum að horfast í augu við þær staðreyndir að Ísland á einungis tvennar náttúruauðlindir, fiskinn í sjónum og svo orku í formi fallvatna og gufu.

Ertu ekki alltaf að mælast til þess að við afskrifum orkuauðlindirnar og horfum þess í stað á þær óbeislaðar sem einskonar sýningargripi?

Væri þetta ekki hreinlega eins og að ef Saudi-Arabar friðuðu hjá sér eyðimerkurnar og hættu að bora þar eftir olíu og myndu þess í stað horfa bara á eyðimörkina ósnorta og dásama hana fyrir hina ósnortu fegurð?

Ósnortin náttúra er eins og óspjölluð kona - báðar geta verið fallegar á að sjá, en hvorugar gefa neitt af sér.

Haraldur Þ. Magnússon (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert Haraldur af sér gefur,
sem óspjölluð hann er kona,
hreðjarnar smávaxnar hefur,
og hausinn er svona og svona.

Þorsteinn Briem, 2.7.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Haraldur er fastur í því að það eina sem komi til greina séu stórar verksmiðjur þar sem hundruð manns vinna.

Hann gefur sér það að ég telji að við getum lifað á jarðfræðingum einum saman.

Þær þjóðir sem best vegnar í kringum okkur hafa fyrir löngu lagt fyrir róða hinar sovésku lausnir stóriðjunnar.

Þegar einn eða tveir menn hófu undirbúning að stofnun fyrirtækisins CCP voru þeir að gera það sama og þessar þjóðir gera, að efla ótal smærri fyrirtæki sem notað hugvit og mannauð.

Ef ég hefði bloggað um stofnendur CCP hefði Haraldur sagt: "Getum við lifað af þessu?" og svarað sér sjálfur: "Nei, þetta eru bara 2-3 menn."

Nú aflar CCP meiri tekna en allir starfsmenn í álverum Íslands samanlagt.

Og þótt öll orka Íslands yrði sett í sex álver sem framleiddu meira en tvöfalt meira ál en nú er framleitt munu aðeins um 2% af vinnuafli landsmanna vinna þar.

Ég spyr Harald á móti: "Geta hin 98% lifað af því?

Ómar Ragnarsson, 2.7.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hvað á þá að gera hina 9 mánuðina?" spyr Haraldur. Það er lengra til Lapplands frá Vestur-Evrópu en til Íslands.

Samt koma fleiri ferðamenn þangað á veturna en allt árið til Íslands. Lapplendingar selja: Myrkur, kulda, þögn og ósnortna náttúru.

Við eigum þetta allt en margfalt flottari og einstæðari náttúru.

Ómar Ragnarsson, 2.7.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband