13.7.2009 | 20:47
Hvað skuldum við mikið?
Mjög áhugaverðar umræður voru á Skjá einum í kvöld, en sjónvarpsstöðin nýtti sér sumarleyfaástandið á hinum sjónvarpsstöðvunum mjög vel.
Að einu var þó aldrei spurt, svo að ég heyrði í þættinum: Hverjar eru heildarskuldir Íslendinga? Þetta er lykilspurning varðandi það hvort það sé mögulegt fyrir okkur að standa við skuldbindingar okkar.
Það var spurt að þessu strax um miðjan síðasta vetur. Ég fæ ekki séð að svarið sé enn fengið.
![]() |
Davíð í Málefninu í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.7.2009 | 00:17
Getur líka verið blíða við Folavatn.
Ég sé á vedur.is að hitinn á svæðinu í kringum Snæfell hefur verið 13-16 stig mestalla síðustu viku og 15-18 stig við Kárahnjúka.

Eftir að hafa farið þrjár ferðir að Folavatni austan Snæfells og fleiri yfir það get ég ímyndað mér hve þar hefur verið gott veður í hlýindunum og frábært að vera þar og njóta gróinna nesja og tanga og hólmanna þriggja, sem eru í vatninu.
Raunar getur hitinn farið upp í 20 stig á hálendinu þegar vel háttar til. Ég var að leggja inn grein í Morgunblaðið vegna þess óþarfa umhverfisslys sem þarna verður ef allir halda áfram að að vera sofandi yfir því.

Ég hef áður sýnt myndir af þessu fallegasta og einstæðasta vatni á hálendinu austan við Snæfell með það mikla fjall gnæfandi yfir í vestri en Eyjabakkajökul í suðri.
Þegar ég flaug yfir það fyrir nokkrum dögum var vatnið svo tært, að hægt var að sjá til botns í því úr flugvélinni eins og myndirnar sýna.
Ég tók líka sérstaklega eftir þessu þegar ég reri um vatnið fyrir tíu dögum.

Myndirnar hér við hliðina eru teknar af einum hólmanna þriggja, sem eru nú í vatninu, þeim sem er í miðjunni.
Á myndunum sést vel hve vatnið er tært og að það sést til botns, jafnvel þótt það sé bára á því.
Mikill munur er á vötnunum tveimur sem þarna eru núna, Kelduárlóni, sem fer sístækkandi og ætlunin er að gleypi Folavatn í sumar, og hinu tæra ósnortna vatni.






![]() |
Stefnir í heitasta dag sumars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)