29.7.2009 | 22:41
Það stekkur enginn lengra en hann hugsar.
Í skemmtilegu ferðalagi okkar Einars Vilhjálmssonar eftir hringveginum á metanknúnum bíl um síðustu helgi ræddum við um margt, þar á meðal um það hugarfar sem þarf að ríkja til að ná sem bestum árangri.
Eitt af því var sú hætta, að við það að krækja í réttinn til að leika úrslitaleik um gullið, kæmi ákveðinn slaki í hugsunina eftir að hinum mikla áfanga var náð.
Þetta mætti ekki gerast, - hungrið í gullið og staðfastur vilji til að fara alla leið yrði að vera öllu yfirsterkara, samanber orð Snæfríðar Íslandssólar, "heldur þann versta en þann næstbesta."
Árangur strákanna er auðvitað frábær, þakkarverður og þeim til mikils sóma, en nú er bara að gera enn betur en gert var á OL í fyrra, - gullið og ekkert annað!
Gömul förukona í Langadal sem hafði hlotið grimmileg örlög, sem ég kynntist þegar ég var þar í sveit fyrir 55 árum, brýndi mig með þessum orðum: "Það stekkur enginn lengra en hann hugsar."
Hvernig sem allt fer verður takmarkið að verða það að fara alla leið. Áfram Ísland! Alla leið !
![]() |
Ísland leikur til úrslita um heimsmeistaratitilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2009 | 21:05
Walter Chroncite og Kompás.
Það er eftirsjá að Edduverðlaunaþætti á borð við Kompás. Íslensk fjölmiðlun hefur aldrei þurft á öflugri fjölmiðlun og fréttaskýringaþáttum að halda en nú.
Það var líka mikil eftirsjá að bandaríska sjónvarpsfréttamanninum Walter Chroncite.
Hann hafði sterk áhrif á mig þegar ég hitti hann, spjallaði við hann dagstund og tók síðan við hann örstutt sjónvarpsviðtal fyrir 17 árum.
Ég hafði aðeins tíma fyrir eina spurningu: "Eru fjölmiðlar orðnir of valdamiklir/öflugir?"
Á enskunni notaði ég orðið "power" sem hefur víða merkingu og getur bæði þýtt völd og afl.
Svarið var eftirminnilegt: "The media is never too powerful in a democratic society. The media has to be powerful to distribute information and different wiews so the people can use their power."
Þetta útleggst nokkurn veginn svona: "Í lýðræðislegu þjóðfélagi eru fjölmiðlar aldrei of öflugir. Fjðlmiðlar verða að vera aflmiklir til að miðla upplýsingum og mismunandi skoðunum svo að þjóðin geti notað sitt vald."
![]() |
Dagar Kompáss taldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2009 | 19:14
Einelti birtist í mörgum myndum.
Einelti gegn persónum birtist oft í háði sem beitt er gegn þeim sem er minnimáttar. Þessi árátta mannsins birtist strax í barnaskólum, svo mjög er þetta grópað í mannlegt eðli. Þetta blandast oft í hópeðli þar sem margir taka sig saman um að standa að eineltinu sem þá verður að ofbeldi í skjóli mikils aflsmunar.
Einelti getur líka beinst gegn heilum þjóðum í formi háðs, jafnvel gegn fjölmennum stórþjóðum. Pólverjabrandarar eru dæmi um það þegar þjóðasamfélagið tekur fyrir eina þjóð og gerir lítið úr henni undir yfirskini homors og háðs.
Ég upplifði það erlendis beint og óþvegið strax nokkrum dögum efirt bankahrunið að ég væri einn af þeim sem ekki borgaði.
Við erum lítil þjóð og fáum ekki rönd við reist, - verðum að lifa við þetta næstu ár á meðan við vinnum okkur út úr þessari eldskírn og komum vonandi sterkari út úr henni en við fórum inn í hana.
![]() |
Herferð gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)