Walter Chroncite og Kompás.

Það er eftirsjá að Edduverðlaunaþætti á borð við Kompás. Íslensk fjölmiðlun hefur aldrei þurft á öflugri fjölmiðlun og fréttaskýringaþáttum að halda en nú.

Það var líka mikil eftirsjá að bandaríska sjónvarpsfréttamanninum Walter Chroncite.

Hann hafði sterk áhrif á mig þegar ég hitti hann, spjallaði við hann dagstund og tók síðan við hann örstutt sjónvarpsviðtal fyrir 17 árum.

Ég hafði aðeins tíma fyrir eina spurningu: "Eru fjölmiðlar orðnir of valdamiklir/öflugir?"

Á enskunni notaði ég orðið "power" sem hefur víða merkingu og getur bæði þýtt völd og afl.

Svarið var eftirminnilegt: "The media is never too powerful in a democratic society. The media has to be powerful to distribute information and different wiews so the people can use their power."

Þetta útleggst nokkurn veginn svona: "Í lýðræðislegu þjóðfélagi eru fjölmiðlar aldrei of öflugir. Fjðlmiðlar verða að vera aflmiklir til að miðla upplýsingum og mismunandi skoðunum svo að þjóðin geti notað sitt vald."


mbl.is Dagar Kompáss taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála ykkur Chroncite báðum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.7.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband