15.8.2009 | 11:41
"Eitthvað annað"? Getur það verið ?
Allt frá febrúar 2007 var gert grín að því þegar ég minntist á gagnaver sem álitlegri kost en álver í umræðum fyrir kosningarnar.
Menn ypptu öxlum þegar Íslandshreyfingin benti á að hver megavatt myndi skapa margfalt fleiri og betri störf en álver og að starfsemi gagnaveranna yrði án mengunar.
"Eitthvað annað" var sagt í háðstóni. Þessi söngur hefur hljómað árum saman og talað í fyrirlitningar tóni um fjallagrasatínslu og lopalið.
Þó var kjarninn í umræðunni mjög skýr. Ef öll orka landsins yrði seld til sex risaálvera myndi aðeins 2% vinnuaflsins fá þar vinnu og jafnvel þótt samtals 8% vinnuafls landsins yrði tengt álvinnslu þurfti "eitthvað annað" handa hinum 92 prósentunum.
Af hverju rís ekki gagnaver við Húsavík? Þar er þó stór flugvöllur og skammt til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands?
Það skyldi þó ekki vera vegna þess að fyrir liggja tvær yfirlýsingar og samkomulag um að Alcoa um að allt rafmagn sem fáanlegt er við virkjunum á Norðausturlandi fari í þessa einu verksmikðju. Það er búið að selja Alcoa öll orkugæði þess landshluta og jafnvel Jöiulsárnar í Skagafirði líka.
Iðnaðarráðherra hefur nú lýst því yfir að það verði að endurnnýja viljayfirlýsingar um álverið og geirnegla þetta til framtíðar. Aðilar vinnumarkaðarins gera þetta að skilyrði fyrir stöðugleikasáttmála.
Nálægt Blönduósi er 150 megavatta virkjun, Blönduvirkjun. Hins vegar er viðbúið að nú verði sagt að vegna gagnaversins verði að virkja Jökulsárnar í Skagafirði og gefa skít í þá möguleika á nýtingu þeirra, sem þegar hefur komist á legg, flúðasiglingarnar.
Enginn minnist á að náttúra þess svæðis sé krónu virði, allt snýst um stóriðjufíknina.
![]() |
Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)