Löngu tímabærar breytingar.

Breytingarnar á launum handhafa forsetavalds eru löngu tímabærar og fleira þarf að koma til.

Það er til dæmis löngu úrelt að það þurfi alltaf handhafa forsetavalds þegar forsetinn er erlendis því að aðstæður eru gerbreyttar frá tíma þegar forsetinn var nánast sambandslaus við land sitt á siglingu til útlanda eða í ferðalögum þar.

Forsetinn er alveg meira úr sambandi í innanlandsflugi eða í gönguferð á Hornströndum heldur en í flestum utanlandsferðum. Utanlandsferðirnar eru líka orðnar miklu fleir en áður var og heimurinn orðinn eitt síma- og netsvæði.

Handhafa forsetavalds ætti aðeins að kalla til í algerum undantekningartilfellum þegar forsetinn getur sannanlega ekki verið virkur eða í nógu góðu sambandi við þá sem hann þarf að hafa samskipti við.


mbl.is Vilja lækka laun handhafa forsetavalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband