23.8.2009 | 12:54
"...sem veit engan veginn hvað það er að fara út í."
Í sambandi við myndbandinu frá hvatafundi Kaupþings kemur enn upp í hugann lýsing Hannesar Smárasonar á grundvallaratriðí íslenska fjármálaundursins og hljóðaði svo í tímaritsviðtali:
"Það hefði engum dottið í hug að gera þessa hluti, sem við erum að gera, nema fólki sem veit engan veginn hvað það er að fara út í."
![]() |
Gamalt Kaupþingsmyndskeið vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2009 | 12:49
Er þetta rétta leiðin ?
Hjá mörgum hafa mikil sárindi og reiði hafa fylgt hruninu mikla. Ég trúi þó ekki öðru en að við viljum búa í réttarríki. Þar verður að hafa í huga nokkur höfuðatriði:
1. Allir séu jafnir fyrir lögunum.
2. Öll mál rannsökuð sem nauðsynlegt er að skoða til að allt komi fram.
3. Ekkert dregið undan þessum rannsóknum og þær hafðar nógu öflugar.
4. Allir skuli teljast sýknir saka, nema sekt þeirra sé sönnuð.
5. Sanngjarnir og réttlátir dómsúrskurðir kveðnir upp þar sem það á við.
Skemmdarverkaherferðin sem nú stendur stenst ekki þessar kröfur.
1. Hvernig geta þeir, sem fyrir henni standa, sagt að allir séu jafnir gagnvart aðgerðunum, Hvar draga þeir línuna milli þeirra sem þeir beita sér gegn og hinna sem þeir láta í friði?
2. Augljóst er að skemmdarverkafólkið hefur enga aðstöðu til að rannsaka þau öll mál að neinu marki sem það telur ástæðu til þess að beitt sé hefndar- eða refsiaðgerðum. Hvernig er þá hægt að velja þá úr sem eiga það skilið að verða fyrir skemmdarverkum ?
3. Ekki liggur tæmandi listi yfir þá sem hugsanlega eigi það skilið að fá yfir sig skemmdarverk.
4. Þetta atriði, að allir skuli teljast sýknir saka, nema sekt þeirra sé sönnuð fyrir dómi, er þverbrotið í aðgerðunum, sem nú standa yfir.
5. Eru það sanngjarnar og réttlátar aðgerðir sem beinast að heimilum manna og bitna á börnum og aðstandendum hjá sumum en síður hjá öðrum ?
Þegar farið er gegnum ofangreind atriði verður niðurstaðan sú, að rétt sé að huga að aðgerðum af öðrum toga til þess að láta í ljós sárindi og reiði.
Frægasta skemmdarverk í íslenskri mótmælasögu er það þegar hópur manna sprengdi upp litla stíflu Landsvirkjunar í Miðkvísl við Mývatn.
Fyrir lá að Landsvirkjun vildi sökkva Laxárdal undir miðlunarlón með óheyrilegum umhverfisskemmdum.
Andófsmenn gegn þessu höfðu beitt hefðbundnum mótmælaaðgerðum án nokkurs árangurs.
Þeir ákváðu að í stað þess að vinna skemmdir á eigum þeirra sem stóðu að fyrirætlununum um að drekkja Laxárdal, yrði hin litla stífla, sem var í almanna eigu og fjarri heimilum, fjölskyldum og eigum hinna ábyrgu, fyrir valinu.
Þessi aðgerð var og verður umdeild en munurinn á eðli hennar og núverandi skemmdarverkum er ljós.
![]() |
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)