Eitthvert hættulegasta athæfi sem til er.

Að sparka í höfuð einhvers er einhvert hættulegasta athæfi sem hugsast getur, því að fæturnir eru miklu öflugri en handleggirnir og auk þess oft um harða skó að ræða sem lenda í höfði þess sem sparkað er í.

Ef það er rétt að maður hafi sparkað í höfuð lögreglumanns er það forkastanlegt og gildir einu hvað manninum gengur til. 

Ég frábið mér að að vera spyrtur við slíkt athæfi eins og nú er gert á blogginu, en þar er meðal annars sagt að þetta sé "týpiskt fyrir málstað grænna."


mbl.is Sparkað í höfuð lögreglumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrakspár afsannaðar.

Á opnum fundi um strandveiðihugmyndir Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningarnar 2007 kvaðst Friðrik Arngrímsson, talsmaður LÍÚ áætla að þessar hugmyndir myndu leiða til þess að veidd yrðu um 20 þúsund tonn ef þetta yrði leyft.

Friðrik benti þá á reynsluna af handfærabátaveiðunum fyrir um áratug og áleit að sú sprenging í afla smábátanna, sem þá varð, myndi endurtaka sig.

Á fundum um þetta efni lögðum við hjá Íslandshreyfingunni áherslu á að búa svo um hnúta að farið væri varlega af stað við að opna með þessu gluggarifu á kvótakerfinu til þess að byrja að vinda ofan af því án þess að fara kollsteypur í því efni.

Aðalatriðið væri að hafa reglurnar þannig að á þessu væri full stjórn og hægt að grípa í taumana hvenær sem þess væri talin þörf.

Ég fæ ekki betur séð en að þessar hrakspár frá 2007 hafi verið afsannaðar og að ferskt loft blási nú inn um gluggarifuna, sjávarbyggðunum til heilla.


mbl.is Þorskafli strandveiðibáta rúm 2000 tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband