Hrakspár afsannaðar.

Á opnum fundi um strandveiðihugmyndir Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningarnar 2007 kvaðst Friðrik Arngrímsson, talsmaður LÍÚ áætla að þessar hugmyndir myndu leiða til þess að veidd yrðu um 20 þúsund tonn ef þetta yrði leyft.

Friðrik benti þá á reynsluna af handfærabátaveiðunum fyrir um áratug og áleit að sú sprenging í afla smábátanna, sem þá varð, myndi endurtaka sig.

Á fundum um þetta efni lögðum við hjá Íslandshreyfingunni áherslu á að búa svo um hnúta að farið væri varlega af stað við að opna með þessu gluggarifu á kvótakerfinu til þess að byrja að vinda ofan af því án þess að fara kollsteypur í því efni.

Aðalatriðið væri að hafa reglurnar þannig að á þessu væri full stjórn og hægt að grípa í taumana hvenær sem þess væri talin þörf.

Ég fæ ekki betur séð en að þessar hrakspár frá 2007 hafi verið afsannaðar og að ferskt loft blási nú inn um gluggarifuna, sjávarbyggðunum til heilla.


mbl.is Þorskafli strandveiðibáta rúm 2000 tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Íslandshreyfingin var góður kostur. Leitt að þú hafir gengið í Samfó.

Villi Asgeirsson, 7.8.2009 kl. 20:56

2 identicon

ertu með email ómar?

h (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:49

3 identicon

já og hugsaðu þér að þettta var veitt úr fiskistofnunum sem guð úthlutaði LIU

zappa (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Netfang mitt er: hugmyndaflug@hugmyndaflug.is

Hvað flokka áhrærir er það stjórn Samfó og VG sem hefur opnað glugga á kvótakerfið með strandveiðunum og fulltrúar Íslandshreyfingarinnar á landsfundi Samfó í vor beittu sér fyrir framgangi þessa máls í stefnuyfirlýsingu fundarins í sjávarútvegsmálum ásamt skoðanasystkinum sínum, sem fyrir voru í Samfó.

Ómar Ragnarsson, 9.8.2009 kl. 01:02

5 identicon

það opnaðist líka gluggi fyrir meira svindl á fiskveiðistjórnar kerfunum.

Núna er sumstaðar verið að setja færa fisk á milli báta út á hafi, dragnótarbátar og krókabátar með kvóta veiða fiskinn en svo kemur strandveiðibátur og tekur fiskinn og færir hann í land. sumir passa sig svo vel að þeir hafa fyrir því að stinga gat í munnvik dragnótafisksins svo það sé ekki hægt að hanka þá á því að ekkert sjái á fisknum. alltaf þegar er 2.kerfi í gangi þá verður auðveldara með svindl.

Guðmundur H (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 06:52

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í strandkvótakerfinu er hverjum bát úthlutaður 800 kg. kvóti á 14 kl.tímum.Síðan er heildarkvótapottur á allan flotan.Þegar sá kvótapottur er tómur er allur strandkvótaflotinn bundinn við bryggju þar til næsta strandkvótaúthlutun hefst.Síðan fjölgar stöðugt í strandkvótaflotanum, þar sem engar hömlur eru lagðar á að smíða skip eða flytja það inn, þar til flotinn verður orðinn það stór að menn verða einn kl.tíma að klára kvótapottinn.Þetta er versta úgáfa af kvótakerfi em reynt hefur verið og er ekki nýtt.Það höfum við reynt og aðrar þjóðir líka, sem eru nú flestar búnar að losa sig frá þessari vitleysu.Í Bandaríkjunum var þessi að ferð notuð við að úthluta lúðukvótanum en það var þó haft þannig að engar hömlur voru lagðar á hvað mætti veiða í ferð.Það sem ég frétti síðast var að flotinn hfði beðið heilt ár til að geta veitt  í einn dag.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband