21.9.2009 | 23:59
Ómurinn frá "National Brotherhood Week."
Tom Lehrer heitir eftirlætis ádeilu-grínsöngvarinn minn og ég kann ennþá slatta af söngvum hans frá sjötta áratugnum þegar hann dró ráðamenn, Kalda stríðið og heimsástandið sundur og saman í háði, sem oft innihélt ansi svartan húmor.
Lehrer hefði áreiðanlega fundist Friðardagurinn kynlegt fyrirbæri því að af slíkum degi leiðir, að herirnir verða að vinna upp "árangursleysi" þessa dags með því að vera þeim mun duglegri aðra daga.
Raunar hafa engar fréttir borist ennþá frá árangri dagsins, enda teljast aðeins hressileg manndráp til frétta.
Lehrer var ekkert heilagt og lýsing hans á því ástandi sem honum fannst raunverulegt, til dæmis á Írlandi, Indlandi og í Miðausturlöndum kom meðal annars fram í þessu erindi í söngnum "National Brotherhood Week."
...All the Catholics hate the Protestants /
and the Protestants hate the Catholics /
and the Moslims hate the Hindus /
and everybody hates the Jews...
Lehrer endaði þennan söng með þessum línum:
"...It´s only for a week so have no fear. /
Be grateful that it does´nt last a year ! "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2009 | 19:54
Forsætisráðherrar áður ritstjórar.
Ef Davíð Oddsson verður ritstjóri Moggans verður það ekki í fyrsta skipti sem stjórnmálamenn, sem á ferli sinum hafa verið forsætisráðherrar, verða ritstjórar þess blað eða blaðs af þeirri útbreiðslu.
Á árunum 1956-59 var Bjarni Benediktsson ritstjóri blaðsins og beitti því mjög skarpt fyrir flokk sinn.
Þótti hann á stundum ekki vandur að meðulum til að koma höggi á vinstri stjórnina sem þá sat.
Þorsteinn Pálsson var ritstjóri Fréttablaðsins eins og enn er í fersku minni, hafði reyndar áður verið ritstjóri Vísis.
Það mun hræra rækilega upp í suðupotti íslenskra stjórnmála ef Davíð tekur við stjórn Moggans. Aðstæður eru svipaðar og 1956-59 þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu og Davíð mun vaflaust ekkert draga af sér við að gera vinstri stjórninni, sem nú situr, skráveifur.
![]() |
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.9.2009 | 15:42
En hvaða 2% ?
Nú róar sveitarstjóri Norðurþings mannskapinn með því að segja að á aðeins 2% Gjástykkis sverði orkuvinnsla heimil. En hvaða 2% eru þetta?

Engin gögn eru að finna um það hjá Norðurþingi.
Hins vegar má sjá í gögnum Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum sést vel að þessi 2% eru einmitt lang mikilvægasti hluti svæðisins sem heimsundurs hvað snertir náttúruverðmæti og að mannvirkin, borholur, gufuleiðslur, háspennulínur og stöðvarhús munu blasa við á miklu stærra svæði.
Það er hægt að nefna dæmi um það hvernig hægt er að nota prósenttölur til að bjaga rétta mynd.
Ef öll norðurhlíð Esjunnar yrði tekin undir malargryfjur yrðu það innan við 2% svæðinu frá Esjunni suður um Reykjanes. Sem sagt: Í fínu lagi, - hin 98 prósentin yrðu ósnert.
Rauðhólarnir eru langt innan við 1% af svæðinu suðaustan við höfuðborgarbyggðina. Sem sagt: Í góðu lagi að þeim var slátrað á sínum tíma. Við myndum gera það aftur ef þeir væru enn ósnortnir.
Borplanið og verktakavegurinn sem hafa valdið gríðarlegum umhverfisspjöllum við suðvesturhorn Trölladyngju eru innan við 2% af því svæði.
En samkvæmt skilningi sveitarstjóra Norðurþings var það mjög rausnarlegt að skilja 98% eftir.
Ef ákveðið væri að hafa gat á málverknu af Monu Lisu þar sem nefbroddurinn er eða að plokka úr henni annað augað væri hægt að komast af með taka burt aðeins 2% af myndinni.
Í Yellowstone í Bandaríkjunum gætu menn beislað óhemju jarðvaraorku með því að leyfa aðeins orkuvinnslu á 2% þjóðgarðsins. En það verður samt aldrei gert.
"You can´t have the cake and eat it too," segja þeir fyrir vestan.
![]() |
Orkuvinnsla aðeins heimil á 2% Gjástykkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.9.2009 | 13:28
"...það er nefnilega vitlaust gefið..."
Ofangreind ljóðlína Steins Steinarrs eiga vel við um efnahagslíf Íslendinga nær samfellt í 85 ár, eða síðan íslenska krónan var leyst frá tengslum við dönsku krónuna.
Hægt er að nefna örfá ár á þessu tímabili sem undantekningu frá þessu, svo sem fyrstu ár Viðreisnarstjórnarinnar og það tímabil sem fylgdi í kjölfar Þjóðarsáttarinnar á tíunda áratugnum og fram á tvö fyrstu tvö ár þessarar aldar.
Með verðbólgu og rangri gengisskráningu hafa stjarnfræðilegar upphæðir verið færðar ranglega á milli þjóðfélagshópa og hámarki náði þetta í "gróðærinu" og óhjákvæmilegu hruni, sem fylgdi í kjölfarið.
Þensluhvetjandi stefna frá árinu 2002 spólaði styrk krónunnar upp úr öllu valdi og olli því að lán og gjaldeyrir voru á útsölu.
Afeiðingin varð fjórföldun skulda heimila og fyrirtækja á þeim tíma sem góðæri af eðlilegum völdum hefði átt að hafa þau þveröfugu áhrif að auknar tekjur yrðu notaðar til að borga niður skuldir og losna við klafa vaxtanna.
Í sjógangi er kemur öldudalurinn óhjákvæmilega á eftir öldunni. Ekkert getur komið í veg fyrir það nema að leita orsakarinnar, sem er vindurinn sem knýr öldurnar, sá fellibylur rangrar hagstjórnar sem við berjumst nú við.
Það er búið að vera vitlaust gefið síðan 2002 og af því súpum við seyðið.
![]() |
Erlendar skuldir 30% of háar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)