23.9.2009 | 15:06
Olíulindirnar aukast að verðgildi og fara ekkert.
Það er eðlilegt að margir hér á landi séu að fara á taugum út af hinum gríðarlega efnahagsvanda sem hrunið leiddi yfir okkur.
Samningurinn við Magma Energy og þrásókn í að ráðstafa allri orku heilu landshlutanna í hendur einstökum álfyrirtækjum eru dæmi um þetta.
Vel kann að vera að skattaumhverfið, sem talað er um varðandi athafnir á Drekasvæðinu þurfi endurskoðunar. Það fylgir hins vegar ekki sögunni að hvaða leyti þetta umhverfi er svo "íþyngjandi" og þess vegna lítið um það að segja meðan upplýsingar um það vantar.
Um þetta þarf að upplýsa og taka um það vandaða umræðu frekar en að fara á límingunum í örvæntingu.
Hitt er ljóst að þessar hugsanlegu olíulindir fara ekkert. Framundan er óhjákvæmilegt skeið samdráttar í vinnanlegri olíu í heiminum og þá verða olíulindir, sem áður voru ekki taldar arðbærar, samkeppnishæfar.
Hugsanlega verður vinnsla á Drekasvæðinu eða fyrir suðvestan landið samkeppnishæf við svipað skattaumhverfi og nú er eftir einhver ár, þótt hún sé það ekki núna.
Frekari upplýsingar um stöðu mála í nútíð og framtíð og "íþyngjandi skattaumhverfi" óskast til handa okkur, þjóðinni,- eigendum þessara hugsanlegu olíulinda. Allt upp á borðið !
![]() |
Skattarnir afar íþyngjandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.9.2009 | 00:36
Vernda þarf flök með grafarhelgi.
Lög um grafreiti gilda um flök eins og flakið af skipinu Goðafossi og flugvélinni Glitfaxa sem liggja í Faxaflóa. Sú grafarhelgi gildir í 75 ár og þýðir það að óheimilt er að hrófla við flakinu af Goðafossi til ársins 2019 og flakinu af Glitfaxa til 2026.
Að vísu eru engin lík um borð í Pourqois Pas? en líta má á flakið sem grafreit án líka og í því felast óumdeilanlega stórmerkilegar minjar um einhvern dramatískasta viðburð síðustu aldar.
Að minnsta kosti er þetta flak þess eðlis að ég tel að halda þurfi yfir það og svipuð flök sérstakri verndarhendi og gæta þess að ekki gerist sú ósvinna sem nú virðist hafa gerst út af Mýrum.
Slysið mikla við Mýrar eins og ég nefndi þátt um það efni í Stiklum hefur ævinlega snortið mig mjög, ekki aðeins vegna þess sem þar gerðist heldur einnig vegna þess að móður minni var það sérstaklega minnisstætt vegna þess að það gerðist á 15 ára afmælisdegi hennar og að réttum fjórum áður síðar eignaðist hún frumburð sinn á þessum sama degi.
![]() |
Stolið úr flaki Pourquoi-Pas? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)