Golfdúkka fyrir Tiger Woods?

Það tekur oft tíma að hanna nýjar framleiðsluvörur og kannski var það bagalegt að ekki skyldi vera komin til skjalanna dúkka sem ræðir um golf og hefði hentað vel Tiger Woods.

Mál hans er mjög lærdómsríkt um það hvers virði ímynd er. Fyrirtækin sem tengdust Woods munu nú hafa tapað sem svarar 1500 milljörðum króna á því hvernig hann byggði upp of brothætta ímynd.

Ímyndin getur nefnilega skipt meira máli en hegðunin og gríðarlegar fjárhæðir geta tengst ímynd.

Sem dæmi má nefna að Dean Martin heitinn þótti sopinn góður og vildi ekki breyta hegðun sinni.

Í stað þess að reyna að búa til ósanna ímynd fór Dino hina leiðina og hafði vínglas við hendina á áberandi hátt í skemmtiþáttum sínum.

Sumir segja jafnvel að hann hafi í raun haft vatn í stað víns í glösunum. En fólki þótti hann koma til dyranna eins og hann var klæddur tók þessu bara vel.

Tiger kom hins vegar ekki til dyranna eins og hann var klæddur, - eða eigum við að segja óklæddur. Hann skapaði ósanna og brothætta ímynd. 

Mitterand Frakklandsforseti játaði að hafa haft hjákonu og komst upp með það að vera ekki að leyna neinu. 

Við Íslendingar erum að spila djarfan leik með ímynd lands og þjóðar sem við segjum að sé einhver hin umhverfisvænasta og hreinasta í heimi, fyrirmynd annarra þjóða.  

Nú síðast í kvöld var gumað af hreinni og endurnýjanlegri orku virkjunar í Hverfisfljóti. Það er aurugt jökulfljót og miðlunarlón þess munu því fyllast af auri og verða ónýtt með tímanum og virkjunin þar með.

Áætlanir um jarðvarmavirkjanir miðast við tvísýnar ágiskanir vísindamanna þess efnis að þær endist hver um sig í 50 ár.

Ef virkjanasvæðin verða köld eftir 50 ár, eins og talið er, er ekki hægt að tala um endurnýjanlega orku, þótt Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson hafi sagt í grein að þetta sé endurnýjanleg orka, því að ef svæðin fari að kólna þurfi aðeins að minnka vinnsluna til þess að jafnvægi komist á !

Með því að leyna þessu er íslenska þjóðin að gera það sama og Tiger Woods, búa til ósanna ímynd, sem hægt er að meta til þúsunda milljarða en mun líka kosta okkur enn meira þegar hið sanna kemst upp.  

 


mbl.is Kynlífsleikfang sem ræðir um knattspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna í Time.

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki aðeins í helstu fréttum hér á landi með tilheyrandi myndum þegar velt er vöngum yfir bestu leiðinni í Icesave-málinu.

P1011268

Nú má sjá að grein um evrópska leiðtoga í nýjasta hefti tímaritsins Time og hefst greinin á því að segja frá Jóhönnu. 

Í þeirri grein er raunar ekki fjallað um stjórnmálastörf hennar og því síður um Icesave, heldur er fjallað um nafngreinda sex samkynhneigða evrópska leiðtoga.

Sagt er frá því að Jóhanna hafi gengið í sambúð með konu fyrir átta árum en engum Íslendingi hafi þótt það fréttnæmt eða tiltökumál, þannig séu nú viðhorfin í landi okkar.

Íslendingar hafi ekki farið að ræða um þetta fyrr en erlendir fjölmiðlðar fóru að gera mikið úr því.  

'

Ég minnist þess ekki að íslenskur stjórnmálamaður hafi áður komist í myndskreytta grein í Time.  

P1011278
mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljótfærnislegt og rangt mat.

Sú ákvörðun Fitch Ratings að setja Ísland í ruslflokk var bæði fljótfærnisleg og röng og ber þess vott að sérfræðingar fyrirtækisins hafi ekki vitað í hverju ákvörðun forseta Íslands var fólgin.

Ákvörðun forsetans er kölluð veto á ensku en merking þess orðs er endanlegt neitunarvald svipað og stórveldin hafa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 

En hér er notað rangt orð. Hið rétta orð hefði verið appeal sem þýðir málskot.  

En veto íslenska forsetans er ekki það sem menn halda þegar þeir heyra það nefnt. Þvert á móti taka lögin gildi og verða í gildi minnsta kosti fram til þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hugsanlega líka eftir hana.

Það er ekki neitunarvald í venjulegum skilningi sem forsetinn hefur, heldur áfrýjunarvald, málskotsréttur.

Þótt 6-7 vikur muni líða þar til atkvæðagreiðslan fari fram er það staðreynd að lögin gilda þangað til, þótt vissulega sé óvissa um framhaldl þeirra eftir það.

Fitch Ratings hefði samkvæmt þessu í mesta lagi átt að setja Ísland á athugunarstig eins og önnur lánshæfismatsfyrirtæki gerðu.

Og þess ber að gæta fyrir hverja lánshæfisfyrirtækin vinna. Þau vinna fyrir lánveitendur, ekki lántaka.  

Ríkisstjórnin sagðist hafa farið á fullu í slökkvistarf eftir ákvörðun forsetans. Það fólst meðal annars í því að koma erlendum aðilum í skilning um að veto forsetans væri ekki þess eðlis sem haldið var erlendis.

Fitch Ratings getur ekki þvegið af sér frumhlaup sitt því að það blasir við öllum.  


mbl.is Fjármögnun sett í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband