Golfdúkka fyrir Tiger Woods?

Það tekur oft tíma að hanna nýjar framleiðsluvörur og kannski var það bagalegt að ekki skyldi vera komin til skjalanna dúkka sem ræðir um golf og hefði hentað vel Tiger Woods.

Mál hans er mjög lærdómsríkt um það hvers virði ímynd er. Fyrirtækin sem tengdust Woods munu nú hafa tapað sem svarar 1500 milljörðum króna á því hvernig hann byggði upp of brothætta ímynd.

Ímyndin getur nefnilega skipt meira máli en hegðunin og gríðarlegar fjárhæðir geta tengst ímynd.

Sem dæmi má nefna að Dean Martin heitinn þótti sopinn góður og vildi ekki breyta hegðun sinni.

Í stað þess að reyna að búa til ósanna ímynd fór Dino hina leiðina og hafði vínglas við hendina á áberandi hátt í skemmtiþáttum sínum.

Sumir segja jafnvel að hann hafi í raun haft vatn í stað víns í glösunum. En fólki þótti hann koma til dyranna eins og hann var klæddur tók þessu bara vel.

Tiger kom hins vegar ekki til dyranna eins og hann var klæddur, - eða eigum við að segja óklæddur. Hann skapaði ósanna og brothætta ímynd. 

Mitterand Frakklandsforseti játaði að hafa haft hjákonu og komst upp með það að vera ekki að leyna neinu. 

Við Íslendingar erum að spila djarfan leik með ímynd lands og þjóðar sem við segjum að sé einhver hin umhverfisvænasta og hreinasta í heimi, fyrirmynd annarra þjóða.  

Nú síðast í kvöld var gumað af hreinni og endurnýjanlegri orku virkjunar í Hverfisfljóti. Það er aurugt jökulfljót og miðlunarlón þess munu því fyllast af auri og verða ónýtt með tímanum og virkjunin þar með.

Áætlanir um jarðvarmavirkjanir miðast við tvísýnar ágiskanir vísindamanna þess efnis að þær endist hver um sig í 50 ár.

Ef virkjanasvæðin verða köld eftir 50 ár, eins og talið er, er ekki hægt að tala um endurnýjanlega orku, þótt Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson hafi sagt í grein að þetta sé endurnýjanleg orka, því að ef svæðin fari að kólna þurfi aðeins að minnka vinnsluna til þess að jafnvægi komist á !

Með því að leyna þessu er íslenska þjóðin að gera það sama og Tiger Woods, búa til ósanna ímynd, sem hægt er að meta til þúsunda milljarða en mun líka kosta okkur enn meira þegar hið sanna kemst upp.  

 


mbl.is Kynlífsleikfang sem ræðir um knattspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband