12.1.2010 | 18:04
Hvað segir Ragnar Reykás nú?
Fyrir tíu dögum held ég að líklegt sé að Ragnar Reykás, hinn stórkostlegi karakter Spaugstofunnar og einhver besti samnefnari margra Ísendinga hefði haft eitthvað svona að segja um forseta vorn:
"Ég er nú farinn að fylgjast svolítið með blogginu og ég verð nú bara að segja það að ma-ma-maður er nú bara alveg orðlaus yfir þessu flandri á þessum forseta sem er alveg búinn að missa bæði traust og virðingu.
Þessi útrásarklappstýra ætlar nú að fara að forlysta sig lengst út í heim á kostnað okkar skattpíndra þegnanna og auðvitað er hann með alls kyns bísnissmenn í slagtogi sem hann á eftir að auglýsa fyrir eins og fyrri daginn. Það er eins og hann hafi ekkert lært.Ma-ma-ma-maður bara áttar sigi ekki á svona stælum. Alltaf sama sagan með hann og hans fólk. Það er ekki hægt annað en að taka undir með þeim mörgu bloggurum sem hneykslast á því hvernig hann flýr landið og má varla vera að því að sinna okkur hérna heima. Hann er alveg glataður, þessi forseti, það er ekki spurning. Þetta er alger labbakútur, alveg búinn að vera."
Í dag og næstu daga held ég hins vegar að búast megi við þessu frá Ragnari:
"Það er ekki spurning þegar maður lítur á bloggið í dag að forsetinn nýtur verðskuldaðrar hylli þjóðarinnar fyrir það hvað hann hefur tekið svari Íslendinga glæsilega á erlendri grundu, svo vel, að ma-ma-ma-manni er bara alveg orða vant þegar maður verður vitni að svona frábærri frammistöðu.
Það er ekki ónýtt hvað hann er góður í enskunni, - það er nú eitthvað annað en bablið há öðrum íslenskum stjórnmálamönnum erlendis. Svo hefur hann bæði sambönd og er virtur út í hinum stóra heimi, þekkir alla stóru kallana persónulega.
Við þurfum á slíkum mönnum að halda núna sem aldrei fyrr. Og auðvitað er það þjóðinni til mikils sóma að hann skuli fá svona virt verðlaun eins og Nehru-verðlaunin eru, það er ekki spurning.
Og Indland er rísandi stórveldi og ekki ónýtt fyrir þá sem vilja eiga samskipti við Indverja að hafa öflugan mann með sér þegar þeir nýta sér þau miklu tækifæri sem þar bjóðast, allt frá framleiðslu rafbíla til kvikmyndagerðar, það er ekki spurning. Þetta er það eina sem getur komið okkur út úr kreppunni. Ólafur er hetja Íslendinga, sómi sverð og skjöldur, það er ekki spurning."
![]() |
Ólafur Ragnar á Indlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2010 | 12:20
Viðfangsefni fyrir BBC eða okkur.
Undanfarnar vikur hafa verið á dagskrá Sjónvarpsins einhverjir bestu náttúrulífsþættir sem um getur.
Þar nýta menn sé gildi þess að segja sögu og hafa fylgst með dýrum og fuglum sem ferðast þúsundir kílómetra til þess að geta lifað af.
Ljóst er að krían slær öllum þessum dýrum við hvað snertir vegalengdir og afköst í flutningum.
Ég hef alla tíð verið einna hrifnastur af kríunni og hvítabjörnunum í lífríki okkar heimshluta.
Ef BBC gerir ekki heimildamynd um kríuna stendur það upp á okkur að hylla þennan mikla vorboða okkar kalda lands og verndarvætt eða orrustuflugsveit æðarvarpanna.
P.S. Líflegar athugasemdir hafa borist um þetta.
![]() |
Óvenjulegt ferðalag kríunnar milli heimsskautasvæða kortlagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.1.2010 | 09:47
Öfgar í veðrinu aukast.
Eitt af því sem sagt var að fylgja myndi hnattrænni hlýnun var það að fellibyljir, ofsaveður og öfgafull fyrirbrigði í veðurfari myndu færast í vöxt.
Það er athyglisvert að á sama tíma og mestu kuldar í áratugi geysa nú í Evrópu er veðurfar hjá okkur og á syðsta hluta Grænlands hlýjara en í meðalári mánuð eftir mánuð.
Eitt af því sem réði úrslitum í Síðari heimsstyrjöldinni, sem háð var á hlýindaskeiðinu 1920-65, var að í Rússlandi komu mestu vetrarhörkur í áratugi í desember 1941 þegar orrustan um Mosvku stóð sem hæst.
Þær bitnuðu meira á Þjóðverjum en Rússum og þess vegna stöðvaðist þýska sóknin aðeins 15 kílómetra frá miðborg Moskvu.
![]() |
Heitasta nótt í 108 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)