Viðfangsefni fyrir BBC eða okkur.

Undanfarnar vikur hafa verið á dagskrá Sjónvarpsins einhverjir bestu náttúrulífsþættir sem um getur.

Þar nýta menn sé gildi þess að segja sögu og hafa fylgst með dýrum og fuglum sem ferðast þúsundir kílómetra til þess að geta lifað af.

Ljóst er að krían slær öllum þessum dýrum við hvað snertir vegalengdir og afköst í flutningum.

Ég hef alla tíð verið einna hrifnastur af kríunni og hvítabjörnunum í lífríki okkar heimshluta.

Ef BBC gerir ekki heimildamynd um kríuna stendur það upp á okkur að hylla þennan mikla vorboða okkar kalda lands og verndarvætt eða orrustuflugsveit æðarvarpanna.

P.S. Líflegar athugasemdir hafa borist um þetta.


mbl.is Óvenjulegt ferðalag kríunnar milli heimsskautasvæða kortlagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg ótrúlegt hvað Krían getur lagt að baki marga km
Sama sinnis Krían er sennilega uppáhald hjá mér, nema kannski maurar sem eru líka alveg stórmerkilegar skepnur, sérstaklega þegar kemur að skipulagi

Arnbjorn (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kríuegg eru bestu egg sem ég hef smakkað

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 13:40

3 identicon

Tökum kríuna okkur til fyrirmyndar í icesave, þetta er langflug.

lydur arnason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:56

4 identicon

Kríuvarp er nú þar sem nýjasti kirkjugarður Stór-Reykjavíkursvæðisins er í Kópavogi. Kannski hefur alltaf verið kríuvarp þar á melunum en á meðan varpið stendur yfir er erfitt nema fyrir þá allra kjörkuðustu að labba þarna.

Margrét (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 14:27

5 identicon

fuglar eru stórkostlegir!

Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 14:28

6 Smámynd: Einar Steinsson

Fyrir þá sem eru smeykir við þessa fallegu og hugrökku orrustuflugvél þá er nóg að halda á einhverju sem nær aðeins upp fyrir höfuðið, t.d. priki eða staf, ég hef jafnvel séð menn nota penna með góðum árangri. Krían ræðst undantekningarlítið á hæðsta punkt og með þessari aðferð er höfuðið ekki lengur skotmark. Þegar ég var unglingur vann ég næstum heilt sumar við það að leggja veg í gegnum kríuvarpið austan við Vík og eftir þá reynslu þá læt ég yfirleitt nægja að vera með húfu í návist hennar, hún er það létt að hún skaðar mann ekkert þó hún láti vaða en ef maður er berhöfðaður getur hún klórað mann illilega.

Það er önnur orrustuflugvél (eiginlega frekar sprengjuflugvél) sem er miklu skæðari, en það er Skúmurinn. Hann er miklu þyngri og getur gefið manni ansi gott högg, ég veit dæmi um að hann hafi hreinlega rotað fullorðin mann.

Einar Steinsson, 12.1.2010 kl. 15:08

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svartbakur getur einnig verið mjög skæður, ég hef kynnst því

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 16:19

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skúmurinn er eini fuglinn sem ég hef kynnst sem ræðst á flugvél ef honum finnst tilefni til þess.

Þetta upplifði ég á eins manns fisi, sem ég nefndi "Skaftið" og flaug víðar um landið en nokkru öðru slíku flygildi hefur verið flogið.

Á leiðinni frá Kvískerjum til Vestmannaeyja flaug ég í fyrstu lágt yfir söndunum þar sem skúmurinn var með hreiður. Hann lét ekki nægja að flögra upp og láta ófriðlega við þessa innrás mína, heldur réðust þeir sumir á fisið, sem var galopið svo að mér var hreint ekki sama.

Ómar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband