Línurnar liggja ekki alveg saman.

Í fréttum dagsins var talað um mótmælendur við Bessastaði í morgun. Væntanlega hefur þá verið átt við það að allir sem skrifuðu undir áskorunina til forsetans hafi verið að mótmæla því samkomulagi sem fólst í löggjöfinni um Icesave. 

Þetta er áreiðanlega ekki rétt heldur er hér um að ræða að gamlar skotgrafir hafa áhrif á menn. 

Sumir þeirra sem skrifuðu undir áskorunina hafa verið í hópi þeirra sem hafa árum saman maldað mest í móinn varðandi allar breytingar í lýðræðisátt.

Síðan eru aðrir sem skrifuðu undir áskorunina sem gera það af prinsippástæðum sem hafa ekkert með það að gera hvort Icesavelöginu voru það skásta í stöðunni eða ekki.

Þetta er það fólk sem hefur árum saman viljað meira og beinna lýðræði og umbætur í stjórnarfari.

Annars voru fundarmenn við Bessastaði einstaklega heppnir með veðrið, sem gerði umgerð atburðarins magnaða, en hann naut sín vel þegar horft var yfir hann úr lofti eins og ég gerði.  


mbl.is 4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband