Fimm mínútur réðu úrslitum.

Fimm mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks réðu úrslitum í leik Frakka og Íslendinga þegar Frakkar breyttu stöðunni úr eins marks mun með því að skora sjö mörk á móti aðeins tveimur Íslendinga. 

Þá tók Guðmundur leikhlé en skaðinn var skeður því að þegar besta handboltalandslið í heimi kemst í átta marka mun lætur það hann ekki af hendi.

Það dugði ekki þótt Björgvin verði stórkostlega í fyrri hálfleik og Aron Pálmarsson brilleraði, alhliða gæðaleikur heims- og Ólympíumeistaranna í sökn og vörn var óyfirstíganlegur múr eftir fimm mínútna kaflann örlagaríka.  

Íslenska liðið á samt möguleika á að gera eitthvað nýtt, því að tvívegis áður hefur það leikið um brons á stórmóti og tapað í bæði skiptin en getur hins vegar unnið brons á morgun.

Lið sem hefur einu sinni unnið verðlaunapening áður hlýtur að þyrsta í annan.  


"Betra að leiða hjörðina..."

Á prófkjörsdegi fyrir byggðakosningar, þegar bæjarstjórinn í Hafnarfirði ætlar að keppa eftir 6. sætinu, koma upp í huga minn eitthvert skemmtilegasta viðtal sem ég man eftir að hafa tekið á löngum ferli.

Það var viðtal við Davíð Oddsson í fyrsta sjónvarpsþættinum af sínu tagi hér á landi, þar sem í beinni útsendingu að viðstöddum áhorfendum var blandað saman öllu mögulegu, stjórnmálum, heimildarinnskotum, menningarviðburðum og hverju því sem var efst á baugi um allt land. 

Þess vegna gaf ég þættinum nafnið "Á líðandi stundu" og hafði þetta verið draumur minn í mörg ár, sem fékk náð hjá nýjum stjórnendum, Hrafni Gunnlaugssyni og Ingva Hrafni Jónssyni. 

Davíð fór svo á kostum að ýmis ummæli hans urðu umræðuefni annarra fjölmiðla marga daga á eftir.

Viðtalið tókum við þrjú, ég, Agnes Bragadóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. 

Meðal annars var Davíð spurður að því, hvort hann ætlaði að fara í 8. sætið, baráttusæti listans.

Hann svaraði eldsnöggt: "Nei, það er betra að ég leiði hjörðina en reki hana."  

Hann sagði þetta þannig að hann uppskar skellihlátur allra viðstaddra.

Þegar ég bauð Guðmundi "jaka" Guðmundssyni að verða aðalgestur næsta þáttar dró hann seiminn og sagði:

"Það verður ekkert áhlaupaverk eftir frammistöðu Davíðs. Satt að segja höfum við mótherjar hans verið hugsjúkir eftir það hvernig hann brilleraði hjá ykkur og jafnvel haldið um það fundi. Hann er þegar búinn að vinna sigur í kosningunum í vor." 

Jakinn kom síðan í næsta þátt og var stórkostlegur þótt ekki tækist honum að skáka Davíð.  

 


Gullið verður að vera takmarkið.

Einhverjir kunna að vera að velta því fyrir sér hvort afdrifarík augnablik, sem kostað hafa hið ósigraða íslenska lið stig í aðdraganda leiksins í dag hefðu komið í veg fyrir að liðið komist í tvö af efstu sætununum. 

Alger óþarfi er að hugsa svona. Sé franska liðið besta lið í heimi komast Íslendingar hvort eð er ekki hjá því að leika við þá og líklega er betra að það gerist núna frekar en á morgun. 

Eftir að hafa komist svo nálægt gullinu á Ólympíuleikunum hlýtur gullið að vera takmarkið og skipta minna máli hvort barist verður um það eða bronsið á morgun.  


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband