Skúrkarnir sem borga ekki.

Enn og aftur kemur það upp að við Íslendingar verðum úthrópaður erlendis sem ábyrgðarlausir skúrkar í fjármálum. 

Nú verður róðurinn enn erfiðari en síðasta haust að koma íslenskum sjónarmiðum að, vegna þess að þetta verður í annað sinn sem þetta kemur upp og í fjölmiðlaheiminum er erfitt að koma að mörgum atriðum að í málum sem ekki teljast helstu fréttamál hverju sinni. 

Iceasave-málið er smámál á erlendan mælikvarða og þess vegna verður svo erfitt að berjast við upphrópunina: þeir borga ekki! f

Hrunið og upphrópanirnar um skúrkana sem borga ekki hafa sett Íslendinga á svipaðan bekk og þegar fyllibyttan lendir utangarðs.

Meirihluti Íslendinga fór á efnahagslegt fyllerí og fjórfaldaði skuldir heimilanna og fyrirtækjanna og situr þar uppi með margfalt meiri skuldabyrði en vegna Icesave.

Rétt eins og fáránleiki svona athæfis birtist í montbyggingum í Dubai eru tákn um þetta hér á landi tómar montbyggingar ásamt stærstu framkvæmd Íslandsssögunnar með mesta óbætanalega umhverfistjóni sem framkvæmanlegt er hérlendis.   

Enn ríkir hér afneitun og sjálfsvorkunn hins efnahagslega alkóhólisma sem Íslendingar eru haldnir.

Allir sjá að alkinn þarf að fara í meðferð en ef hann vill það ekki sjálfur gerist það ekki.

Allan tímann sem það hefur verið í meðferð stjórnar og þings að útfæra það hvernig og hve mikið við borguðum af skuldbindingum okkar, það er hvernig meðferðin eftir fylleríið yrði. 

Meirihluti þjóðarinnar er andvíg meðferðinni og líta má á forsetann sem ígildi yfirlæknisins á Vogi, sem lætur sjúklinginn þá sjálfan um það að taka afleiðingunum af gerðum sínum.

Nú er að byrja það sem mátti sjá fyrir, Ísland sett í ruslflokk og væntanlega margt annað eftir því sem á eftir að koma í kjölfar atburða dagsins.

En rétt eins og hrunið var óhjákvæmilegt og mátulegt á okkur á sínum tíma verður þjóðin sjálf að reka sig á núna úr því að hún vill það.  


mbl.is Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið er gallagripur en...

Það hefur verið sagt að lýðræðið sé meingallað stjórnarform og geti verið hræðilegt á stundum, - en, - það hefur ekki enn fundist skárra form. 

Það má fara lengra með þessa hugsun og segja sem svo að beint lýðræði sé meingallað form og geti verið hræðilegt á stundum, - en, - að það sé þó skárra lýðræði en ef eingöngu ríkir óbeint lýðræði, hið svonefnda fulltrúalýðræði.

Ég vísa til auglýsingar sem hangið hefur síðan vorið 2007 á vegg í afgreiðslu innanlandsflugs Flugfélags Íslands, en fyrir tilviljun er þar sýnt blað frá apríl 2007 með fyrirsögn dagsins: "Allt sem varðar þjóðina."

Ég er enn sömu skoðunar og ég var í viðtalinu sem þessi fyrirsögn er tekin úr varðandi sem beinast lýðræði, vægi þjóðaratkvæðagreiðslna, persónukjörs, jafns vægis atkvæða og jafnvægi milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.

Blaðamaðurinn, sem tók viðtalið, taldi þessar yfirlýsingar mínar um stefnu Íslandshreyfingarinnar greinilega merkilegar.

Það fannst mér merkilegt, því að í þeim kosningum var engin leið að fá fram umræðu um þessi mál, - allir voru svo uppteknir af gróðærinu.  

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband