Álög á örnefninu Bakka ?

Bræðurnir á Bakka í Svarfaðardal reyndu að bera ljós inn í bæinn í húfum sínum og myrkrið út en þetta reyndist vonlaust verk. 

Bærinn Bakki er skammt vestan við Landeyjahöfn og nú er spurningin hvort sami sandurinn verði í sífellu fluttur út úr höfninni og innsiglingarleiðinni til hennar og kemur síðan aftur jafnharðan inn í höfnina. 


mbl.is 350 milljónir í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Vekur vonir..."

Ég bendi á það á hverju álver í Helguvík hefur verið byggt frá upphafi og skín út úr fyrstu setningu fréttar á mbl. is.  Þar segir að -  "...tilraunaborun á Reykjanesi gæfi góðar vonir.." 

Frá upphafi hafa dæmalausar framkvæmdir í Helguvík byggst á "vonum" en ekki vissu og þaðan af síður raunsæi. 

Og hvers vegna er orðið "vonir" notað en ekki "vissa" ? 

Af samræðum mínum við sérfræðinga á þessu sviði byggist það á því að eðli þessa jarðvarmasvæðis og margra annarra er það að því hraðar sem orkunni er dælt upp, því fljótar mun hún ganga til þurrðar vegna ofnotkunar eða þess sem kallað er "rányrkja" á góðu íslensku máli. 

Alltof margir hér á landi eru haldnir áráttu sem lýsa má með tveimur orðum: "ÉG, - NÚNA!" 

Hin skefjalausa stóriðjustefna sem hefur heltekið okkur byggist á þessum tveimur orðum, því miður. 

"Vonir" vegna einnar tilraunaborholu á Reykjanesi segja nákvæmlega ekkert um það hvort hægt verði að útvega orku í það risaálver sem óhjákvæmilega verður að rísa í Helguvík, ef þar verður haldið áfram á sömu braut og hingað til með óheyrilegu tjóni fyrir íslenska náttúru, auk þess sem risaálver í Helguvík mun ryðja burtu öllum möguleikum á nýtingu jarðvarmaorkunnar á miklu skynsamlegri og hóflegri hátt á suðvesturhorni landsins.  

Vísa í næsta pistil minn á undan þessum um þetta. 


mbl.is Álver að komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband