Fyrir Jón og Gunnu og fjölskyldu þeirra.

Það var ákaflega gefandi að hitta fólkið, sem á RUV, þann tíma sem ég dvaldi í útvarpshúsinu í dag. Stofnun RUV árið 1930 var mun meiri menningarbylting en tilkoma Sjónvarpsins 36 árum síðar og síðan þá hafa tengsl þjóðarinnar og þessarar eignar hennar ætíð verið náin og mikil.

Í dag komu hinir raunverulegu eigendur fyrirtækisins, þeir er það kusu, í heimsókn og fengu að kynna sér þetta hús, en þó kannski miklu frekar fólkinu, sem þar vinnur, og aðstöðu þess. 

Það var fólk á öllum aldri og af öllum stigum, sem kom þarna í dag, og þótt þetta hafi aðeins verið brot af þjóðinni var það ákaflega mikilvægt að opna húsið fyrir eigendunum og gefa þeim kost á að þefa af andrúmsloftinu og því framleiðsluveri menningar sem fjölmiðill er. 

Það er þekkt fyrirbæri að þjónustustofnunum sé hætt við að fara að lifa sjálfstæðu og sjálfhverfu lífi án þeirra tengsla sem bráðnauðsynleg eru við fólkið sem á að þjóna og við getum kallað samheitinu Jón og Gunnu og fjölskyldu þeirra.

Aldrei má gleymast fyrir hverja opinberir starfsmenn vinna. 


mbl.is Opið hús hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðaskipti Krists og Pílatusar.

Orðaskipti Krists og Pílatusar, þegar Pílatus yfirheyrði hann til þess að fá að vitneskju um saknæmt afhæfi hans, ættu að vera rituð efst í blaðamannsskírteini hvers blaða- eða fréttamanns.

"Ég er kominn til þess að bera sannleikanum vitni" sagði Kristur. 

"Hver er sannleikurinn?" spurði Pílatus. 

Walter heitinn Chroncite, áhrifamesti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna, endaði flestar af merkustu fréttum sínum með því að segja: "that´s the way it is" sem útleggst "þannig er því nú farið." 

Margir telja að fréttaflutningur hans og fleiri sannleiksleitandi bandarískra blaða- og fréttamanna hafi ráðið úrslitum um það að Bandaríkjamenn gáfust upp á stríðsrekstrinum í Víetnam.

Svipað má raunar segja um það þegar tveir bandarískir blaðamenn flettu ofan af athæfi Nixons og hrundu með því af stað atburðarás sem leiddu til einstæðrar afsagnar hans. 

En raunar hef ég í ljósi orðaskipta Krists og Pílatusar efast um að hið fræga orðtak "that´s the way it is" sé nógu nákvæmt. 

Réttara væri að segja "that´s the way it seems to be" eða "þannig virðist því nú farið. 

Því að eins og Ari fróði sagði, er ævinlega erfitt fyrir ófullkomna menn að fullyrða hver hinn endanlegi og algildi sannleikur sé hverju sinni, heldur skuli haft í heiðri að "hafa skal það er sannara reynist." 


mbl.is Snýst um sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband